Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. október 2025 12:22 Slysið varð á Snæfellsnesvegi á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms. Vísir/Sara Alls voru tíu fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys á Snæfellsnesi í gær. 44 voru um borð í rútunni sem valt en enginn slasaðist alvarlega. Einn farþega var farinn af vettvangi þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Betur fór en á horfðist en töluverður bratti er niður af veginum þar sem rútan fór útaf. Lögreglan hvetur vegfarendur til að keyra sérstaklega varlega um vegi Snæfellsness, sem séu víða slæmir. Lögreglunni barst tilkynningu klukkan 17:18 í gær um að rúta hefði farið útaf vegi við Seljafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Hópslysaáætlun var virkjuð en áætlað er að á þriðja tug viðbragðsaðila hafi tekið þátt í aðgerðum. Rútan var á leið í átt að Stykkishólmi frá Grundarfirði en um borð voru 42 erlendir ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi. Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Sjá einnig: Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi „Þegar svona fjöldi er þá opnar fjöldahjálparstöð og samhæfingarstöðin er virkjuð í Reykjavík útaf því að hópslysaáætlun var virkjuð á neyðarstigi. En síðan kom í ljós að slys voru minni en haldið var og í raun má segja að tíu hafi verið fluttir á sjúkrastofnun en ekki alvarlega slasaðir. Þyrla kom og flutti tvo af þeim,“ segir Ásmundur. Vantaði einn farþega Fjöldahjálparstöð var opnuð í fjölbrautarskólanum í Grundarfirði en að sögn Ásmundar þurfti að dvelja þarna næturlangt. „Okkar bjargir þarna á Snæfellsnesi réðu vel við þetta,“ segir Ásmundur, en þyrla Landhelgisgæslunnar kom einnig til aðstoðar. „En svo lendum við í því reyndar, og hefur nú gerst áður hérna hjá okkur, að það var einn farþegi farinn af vettvangi. Hafði í raun bara fengið far með einhverjum vegfarendum. Þá lendum við í því að við erum að finna út úr því hvar allir eru, ef við erum bara með 42 þá vantar okkur einn.“ Mjóir vegir, mjúkir kantar og brattar hlíðar Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir hjá lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Ljóst er að hann fer þarna út af veginum, og ætli það sé ekki svona fjögurra til fimm metra hæðarmismunur. Þannig að rútan fer útaf og endar svo með því að leggjast á hliðina. En hún fer á hjólunum niður af veginum en leggst svo á hliðina,“ segir Ásmundur. „Við hvetjum fólk til að fara varlega á Snæfellsnesi sérstaklega. Það er búin að vera mikil umræða um vegina, að þeir séu ekki nógu góðir. Ef að vegir eru þröngir og ef að vegkantar eru mjúkir að þá er hætta á ferð ef að ökumenn eru að fara of utarlega í kantana, þó að ég sé ekki að segja að það hafi gerst í þessu tilviki. En alla veganna fer rútan þarna útaf og það er töluverður bratti þarna þar sem hún fer,“ útskýrir Ásmundur. „Það er mikið af ferðamönnum og mikið af stöðum sem fólk vill koma og skoða en auðvitað er mikið af þessu fólki erlendir ferðamenn sem við kannski náum ekki alltaf til.“ Grundarfjörður Stykkishólmur Lögreglumál Vegagerð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira
Lögreglunni barst tilkynningu klukkan 17:18 í gær um að rúta hefði farið útaf vegi við Seljafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Hópslysaáætlun var virkjuð en áætlað er að á þriðja tug viðbragðsaðila hafi tekið þátt í aðgerðum. Rútan var á leið í átt að Stykkishólmi frá Grundarfirði en um borð voru 42 erlendir ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi. Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Sjá einnig: Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi „Þegar svona fjöldi er þá opnar fjöldahjálparstöð og samhæfingarstöðin er virkjuð í Reykjavík útaf því að hópslysaáætlun var virkjuð á neyðarstigi. En síðan kom í ljós að slys voru minni en haldið var og í raun má segja að tíu hafi verið fluttir á sjúkrastofnun en ekki alvarlega slasaðir. Þyrla kom og flutti tvo af þeim,“ segir Ásmundur. Vantaði einn farþega Fjöldahjálparstöð var opnuð í fjölbrautarskólanum í Grundarfirði en að sögn Ásmundar þurfti að dvelja þarna næturlangt. „Okkar bjargir þarna á Snæfellsnesi réðu vel við þetta,“ segir Ásmundur, en þyrla Landhelgisgæslunnar kom einnig til aðstoðar. „En svo lendum við í því reyndar, og hefur nú gerst áður hérna hjá okkur, að það var einn farþegi farinn af vettvangi. Hafði í raun bara fengið far með einhverjum vegfarendum. Þá lendum við í því að við erum að finna út úr því hvar allir eru, ef við erum bara með 42 þá vantar okkur einn.“ Mjóir vegir, mjúkir kantar og brattar hlíðar Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir hjá lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Ljóst er að hann fer þarna út af veginum, og ætli það sé ekki svona fjögurra til fimm metra hæðarmismunur. Þannig að rútan fer útaf og endar svo með því að leggjast á hliðina. En hún fer á hjólunum niður af veginum en leggst svo á hliðina,“ segir Ásmundur. „Við hvetjum fólk til að fara varlega á Snæfellsnesi sérstaklega. Það er búin að vera mikil umræða um vegina, að þeir séu ekki nógu góðir. Ef að vegir eru þröngir og ef að vegkantar eru mjúkir að þá er hætta á ferð ef að ökumenn eru að fara of utarlega í kantana, þó að ég sé ekki að segja að það hafi gerst í þessu tilviki. En alla veganna fer rútan þarna útaf og það er töluverður bratti þarna þar sem hún fer,“ útskýrir Ásmundur. „Það er mikið af ferðamönnum og mikið af stöðum sem fólk vill koma og skoða en auðvitað er mikið af þessu fólki erlendir ferðamenn sem við kannski náum ekki alltaf til.“
Grundarfjörður Stykkishólmur Lögreglumál Vegagerð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira