Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Agnar Már Másson skrifar 5. október 2025 20:39 Lögreglan hélt meintum árásarmanni á jörðinni. Spurður um kennitölu mun hann hafa svarað „6666 fokkaðu þér“ samkvæmt sjónarvotti. TikTok Maður var í nótt handtekinn í Seljahverfi í Reykjavík fyrir að ráðast á leigubílstjóra. Sjónarvottur segir að árásarmaðurinn hafi tekið leigubílstjórann hálstaki og að bílstjórinn hafi verið með „ljótan hósta“ eftir árásina. Ekki hefur náðist í lögreglu í dag vegna málsins en fram kom í dagbók lögreglu í morgun maður hefði verið handtekinn fyrir að ráðast á leigubílstjóra í Breiðholti. Árásin átti sér stað í Kambaseli en Bergþór Reynisson, íbúi í götunni, varð vitni að handtökunni. Hann segist hafa setið fyrri framan á sjónvarpið ásamt vinkonu sinni og bróður þegar skyndilega heyrðust flaut úti á götunni upp úr miðnætti í nótt. Það hafi hljómað eins og einhver lægi á bílflautunni. „Hvað er að gerast?“ segist Bergþór hafa velt fyrir sér og þau ákváðu að gægjast út til að kanna málið. Þrímenningarnir voru rétt svo stignir út á svalir þegar tveir lögreglubílar birtust skyndilega í botnlanganum. „Og þeir [lögregluþjónarnir] hlaupa út og grípa gæjann, eða farþegann, í leigubílnum,“ segir Berþór sem bætir við að lögreglan hafi verið heillengi á vettvangi. „6666 fokkaðu þér“ Bergþór náði myndskeiði af lögregluaðgerðinni og birti á TikTok. @beggireynis Heyrðum stanslaust flaut frá leigubílnum, farþeginn tekinn fyrir líkamsáras. Hugsanlega hafði hann verið að kyrkja bílstjórann, svo var bílstjórinn haltur og tekinn seinna meir inn í sjúkrabíl. #fyp #fyrirþig #fyrirþigsíða #lögreglan ♬ original sound - Beggi Lögreglan hafi haldið meintum árásarmanninum í jörðinni og spurt hann spurninga, en farþeginn hafi ekki reynst sérstaklega samvinnufús. Bergþór lýsir því að farþeginn, sem virtist vera ungur íslenskur maður um tvítugt, hafi svarað lögreglunni aðspurður að kennitala sín væri „6666 fokkaðu þér“. Með ljótan hósta Sjúkrabíll kom loksins á staðinn skömmu síðar. „Leigubílstjórinn var með rosalega ljótan að hósta,“ heldur Bergþór áfram, „þannig að okkur grunaði að farþeginn hafi verið að reyna að kyrkja hann.“ Bergþór segist svo hafa fengið það staðfest frá kunningja sínum sem tengdist bílstjóranum fjölskylduböndum að farþeginn hefði tekið bílstjórann hálstaki. Bílstjórinn sé um fertugt. Hann hefur eftir sama kunningja að meiðslin hafi ekki verið talin alvarleg og að leigubílstjórinn hafi aftur mætt í vinnuna í dag. Að öðru leyti kveðst Bergþór ekki þekkja málavexti betur. Leigubílar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Ekki hefur náðist í lögreglu í dag vegna málsins en fram kom í dagbók lögreglu í morgun maður hefði verið handtekinn fyrir að ráðast á leigubílstjóra í Breiðholti. Árásin átti sér stað í Kambaseli en Bergþór Reynisson, íbúi í götunni, varð vitni að handtökunni. Hann segist hafa setið fyrri framan á sjónvarpið ásamt vinkonu sinni og bróður þegar skyndilega heyrðust flaut úti á götunni upp úr miðnætti í nótt. Það hafi hljómað eins og einhver lægi á bílflautunni. „Hvað er að gerast?“ segist Bergþór hafa velt fyrir sér og þau ákváðu að gægjast út til að kanna málið. Þrímenningarnir voru rétt svo stignir út á svalir þegar tveir lögreglubílar birtust skyndilega í botnlanganum. „Og þeir [lögregluþjónarnir] hlaupa út og grípa gæjann, eða farþegann, í leigubílnum,“ segir Berþór sem bætir við að lögreglan hafi verið heillengi á vettvangi. „6666 fokkaðu þér“ Bergþór náði myndskeiði af lögregluaðgerðinni og birti á TikTok. @beggireynis Heyrðum stanslaust flaut frá leigubílnum, farþeginn tekinn fyrir líkamsáras. Hugsanlega hafði hann verið að kyrkja bílstjórann, svo var bílstjórinn haltur og tekinn seinna meir inn í sjúkrabíl. #fyp #fyrirþig #fyrirþigsíða #lögreglan ♬ original sound - Beggi Lögreglan hafi haldið meintum árásarmanninum í jörðinni og spurt hann spurninga, en farþeginn hafi ekki reynst sérstaklega samvinnufús. Bergþór lýsir því að farþeginn, sem virtist vera ungur íslenskur maður um tvítugt, hafi svarað lögreglunni aðspurður að kennitala sín væri „6666 fokkaðu þér“. Með ljótan hósta Sjúkrabíll kom loksins á staðinn skömmu síðar. „Leigubílstjórinn var með rosalega ljótan að hósta,“ heldur Bergþór áfram, „þannig að okkur grunaði að farþeginn hafi verið að reyna að kyrkja hann.“ Bergþór segist svo hafa fengið það staðfest frá kunningja sínum sem tengdist bílstjóranum fjölskylduböndum að farþeginn hefði tekið bílstjórann hálstaki. Bílstjórinn sé um fertugt. Hann hefur eftir sama kunningja að meiðslin hafi ekki verið talin alvarleg og að leigubílstjórinn hafi aftur mætt í vinnuna í dag. Að öðru leyti kveðst Bergþór ekki þekkja málavexti betur.
Leigubílar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira