Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Agnar Már Másson skrifar 5. október 2025 20:39 Lögreglan hélt meintum árásarmanni á jörðinni. Spurður um kennitölu mun hann hafa svarað „6666 fokkaðu þér“ samkvæmt sjónarvotti. TikTok Maður var í nótt handtekinn í Seljahverfi í Reykjavík fyrir að ráðast á leigubílstjóra. Sjónarvottur segir að árásarmaðurinn hafi tekið leigubílstjórann hálstaki og að bílstjórinn hafi verið með „ljótan hósta“ eftir árásina. Ekki hefur náðist í lögreglu í dag vegna málsins en fram kom í dagbók lögreglu í morgun maður hefði verið handtekinn fyrir að ráðast á leigubílstjóra í Breiðholti. Árásin átti sér stað í Kambaseli en Bergþór Reynisson, íbúi í götunni, varð vitni að handtökunni. Hann segist hafa setið fyrri framan á sjónvarpið ásamt vinkonu sinni og bróður þegar skyndilega heyrðust flaut úti á götunni upp úr miðnætti í nótt. Það hafi hljómað eins og einhver lægi á bílflautunni. „Hvað er að gerast?“ segist Bergþór hafa velt fyrir sér og þau ákváðu að gægjast út til að kanna málið. Þrímenningarnir voru rétt svo stignir út á svalir þegar tveir lögreglubílar birtust skyndilega í botnlanganum. „Og þeir [lögregluþjónarnir] hlaupa út og grípa gæjann, eða farþegann, í leigubílnum,“ segir Berþór sem bætir við að lögreglan hafi verið heillengi á vettvangi. „6666 fokkaðu þér“ Bergþór náði myndskeiði af lögregluaðgerðinni og birti á TikTok. @beggireynis Heyrðum stanslaust flaut frá leigubílnum, farþeginn tekinn fyrir líkamsáras. Hugsanlega hafði hann verið að kyrkja bílstjórann, svo var bílstjórinn haltur og tekinn seinna meir inn í sjúkrabíl. #fyp #fyrirþig #fyrirþigsíða #lögreglan ♬ original sound - Beggi Lögreglan hafi haldið meintum árásarmanninum í jörðinni og spurt hann spurninga, en farþeginn hafi ekki reynst sérstaklega samvinnufús. Bergþór lýsir því að farþeginn, sem virtist vera ungur íslenskur maður um tvítugt, hafi svarað lögreglunni aðspurður að kennitala sín væri „6666 fokkaðu þér“. Með ljótan hósta Sjúkrabíll kom loksins á staðinn skömmu síðar. „Leigubílstjórinn var með rosalega ljótan að hósta,“ heldur Bergþór áfram, „þannig að okkur grunaði að farþeginn hafi verið að reyna að kyrkja hann.“ Bergþór segist svo hafa fengið það staðfest frá kunningja sínum sem tengdist bílstjóranum fjölskylduböndum að farþeginn hefði tekið bílstjórann hálstaki. Bílstjórinn sé um fertugt. Hann hefur eftir sama kunningja að meiðslin hafi ekki verið talin alvarleg og að leigubílstjórinn hafi aftur mætt í vinnuna í dag. Að öðru leyti kveðst Bergþór ekki þekkja málavexti betur. Leigubílar Reykjavík Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Ekki hefur náðist í lögreglu í dag vegna málsins en fram kom í dagbók lögreglu í morgun maður hefði verið handtekinn fyrir að ráðast á leigubílstjóra í Breiðholti. Árásin átti sér stað í Kambaseli en Bergþór Reynisson, íbúi í götunni, varð vitni að handtökunni. Hann segist hafa setið fyrri framan á sjónvarpið ásamt vinkonu sinni og bróður þegar skyndilega heyrðust flaut úti á götunni upp úr miðnætti í nótt. Það hafi hljómað eins og einhver lægi á bílflautunni. „Hvað er að gerast?“ segist Bergþór hafa velt fyrir sér og þau ákváðu að gægjast út til að kanna málið. Þrímenningarnir voru rétt svo stignir út á svalir þegar tveir lögreglubílar birtust skyndilega í botnlanganum. „Og þeir [lögregluþjónarnir] hlaupa út og grípa gæjann, eða farþegann, í leigubílnum,“ segir Berþór sem bætir við að lögreglan hafi verið heillengi á vettvangi. „6666 fokkaðu þér“ Bergþór náði myndskeiði af lögregluaðgerðinni og birti á TikTok. @beggireynis Heyrðum stanslaust flaut frá leigubílnum, farþeginn tekinn fyrir líkamsáras. Hugsanlega hafði hann verið að kyrkja bílstjórann, svo var bílstjórinn haltur og tekinn seinna meir inn í sjúkrabíl. #fyp #fyrirþig #fyrirþigsíða #lögreglan ♬ original sound - Beggi Lögreglan hafi haldið meintum árásarmanninum í jörðinni og spurt hann spurninga, en farþeginn hafi ekki reynst sérstaklega samvinnufús. Bergþór lýsir því að farþeginn, sem virtist vera ungur íslenskur maður um tvítugt, hafi svarað lögreglunni aðspurður að kennitala sín væri „6666 fokkaðu þér“. Með ljótan hósta Sjúkrabíll kom loksins á staðinn skömmu síðar. „Leigubílstjórinn var með rosalega ljótan að hósta,“ heldur Bergþór áfram, „þannig að okkur grunaði að farþeginn hafi verið að reyna að kyrkja hann.“ Bergþór segist svo hafa fengið það staðfest frá kunningja sínum sem tengdist bílstjóranum fjölskylduböndum að farþeginn hefði tekið bílstjórann hálstaki. Bílstjórinn sé um fertugt. Hann hefur eftir sama kunningja að meiðslin hafi ekki verið talin alvarleg og að leigubílstjórinn hafi aftur mætt í vinnuna í dag. Að öðru leyti kveðst Bergþór ekki þekkja málavexti betur.
Leigubílar Reykjavík Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira