Fótbolti

Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Markið var einkar glæsilegt.
Markið var einkar glæsilegt. Köln

Landsliðskonan Sandra María Jessen skoraði eina mark leiksins þegar Köln og Bayer Leverkusen mættust í efstu deild þýska fótboltans. Ekki náðist þó að klára leikinn.

Sandra María skoraði strax í upphafi leiks, hennar þriðja mark í síðustu tveimur leikjum. Reyndist það eina mark leiksins þegar fresta þurfti leiknum vegna bilunar í flóðljósum Kölnar. Markið skoraði Akureyringurinn með frábærum skalla.

Ekki kemur fram hvenær leikurinn fer fram að nýju en reikna má með að staðan verði enn 1-0 þökk sé marki Söndru Maríu.

Fagnaðarlætin voru einlæg.Köln

Köln er sem stendur með þrjú stig að loknum fjórum leikjum, hefði leikur kvöldsins unnist hefði liðið verið að vinna sinn annan leik í röð eftir að tapa fyrstu þremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×