Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar 5. október 2025 11:02 Ég er flóttamaður – flóttamaður í mínu eigin landi. Ég stend hvorki á flugvelli né við landamæri með ferðatösku eða bakpoka. Ég stend ekki í biðröð, með eða án vegabréfs og óska eftir hæli. Minn flótti er ósýnilegur. Ég er á stöðugum flótta undan tilfinningum, fólki, stöðum og minningum sem hafa brennt sig í sálarlíf mitt. Við tölum sjaldan um þessa flóttamenn sem búa við þennan flótta þar sem við erum ekki á forsíðumyndum dagblaða með poka í hendi. Við erum hér, allt í kringum ykkur – einstaklingar sem hafa orðið fyrir áföllum sem aldrei fengu að gróa. Í stað þess að vinna úr sársaukanum höfum við bitið á jaxlinn og burðast með harm okkar í hljóði. Börn bera jafnvel áföll forfeðra sinna á bakinu – börn sem alast upp hjá foreldrum sem sjálfir bera óleyst áföll. Þannig verður áfallastreitan keðjuverkandi frá kynslóð til kynslóðar. Kannski er það ástæðan fyrir því að alkóhólismi er kallaður erfðasjúkdómur. - Þetta er hinn ósýnilegi flótti sá sem enginn sér, en margir lifa í. Birtingarmynd fíknar getur tekið á sig ótal form: lögleg og ólögleg vímuefni, lyf, kynlíf, fjárhættuspil, vinna, tölvuleikir, netnotkun og svona mætti lengi telja. Listinn er endalaus, en allt hefur þetta eitt sameiginlegt: að reyna að flýja sársauka sem er óbærilegur og virðist óviðráðanlegur. Þegar við tölum um fíkn heyrum við nær alltaf aðeins um neikvæðar hliðar hennar svo sem glæpi, heimilisleysi, ofbeldi og eyðileggingu. Allt er það satt en með því að horfa eingöngu á afleiðingarnar skiljum við aldrei hvað knýr fólk af stað. Til að skilja fíknina verðum við líka að horfa á það sem virkaði jákvætt í upphafi sem er leitin að vellíðan. Ef fólk sækist svona sterkt eftir vellíðan þá hljótum við að spyrja okkur: ,,Af hverju er allur þessi sársauki til staðar í fyrsta lagi?” Þetta snýst ekki bara um hegðun heldur um hvað gerist innra með manneskjunni. Hvernig reynslan, áföllin og aðstæðurnar móta viðbrögð hennar. Enginn velur sér að búa á götunni, lenda í afbrotum eða vera háður neyslu. En á einhverjum tímapunkti verður vanlíðanin svo sterk að þessi hættulega leið virðist vera eina útrásin sem veitir tímabundna vellíðan. Þunglyndi hjá börnum birtist oft í því að þau loka sig af og einangra sig. Þau flýja jafnvel í tölvur, síma eða tölvuleiki – því þar finna þau skjól frá vanlíðan sem þau geta ekki sett orð á. Þegar sótt er um þjónustu vegna barna tekur það marga mánuði áður en nokkuð gerist. Ef kalla þarf til sérfræðinga má jafnvel telja biðina í árum. Á meðan bíður barnið áfram í sama óöryggi, með sama sársauka – sem verður aðeins dýpri eftir því sem tíminn líður. Í hverjum mánuði horfum við síðan eftir ungu fólki sem tóku þá örlagaríku ákvörðun að binda endi á líf sitt. Hvort sem það er ákall um hjálp eða hvatvísi í örvæntingu, þá er staðreyndin alltaf sú sama: þeim leið illa. Fjölskyldur sitja eftir með endalausar spurningar – af hverju? Svarið er sárt, en einfalt: kerfið er að bregðast börnunum okkar. Sálfræðingar og einkareknar stofur eru ekki niðurgreidd þjónusta. Hver tími kostar um 30.000kr. ef ekki meira sem margir einfaldlega ráða ekki við, hvað þá þeir einstaklingar sem eru nýkomnir út úr meðferð? Ég hef sjaldnast séð fólk koma út úr meðferð eða af geðdeildum með fulla vasa af seðlum. En hvað gerir fólk þá? Það snýr sér að því sem er niðurgreitt sem er geðlæknisþjónusta. Þar fær sjúklingurinn kvíðastillandi eða róandi lyf, jafnvel svefntöflur til að sofa en enga raunverulega áfallavinnu. Það er eins og manneskja leiti til bráðamóttöku með beinbrot – en í stað þess að lækna brotið séu henni réttar hækjur og verkjatöflur, í þeirri von að þetta lagist af sjálfu sér með tímanum. Á meðan dælir ríkið milljörðum í skaðaminnkunarúrræði sem hjálpa þeim sem þegar eru djúpt sokknir í neyslu. Slík úrræði eru nauðsynleg en við erum samt að byrja á röngum enda. Við náum ekki til barnanna og ungmennanna sem eru rétt að hefja sinn flótta, þeirra sem enn væri hægt að grípa áður en þau þurfa á skaðaminnkunarúrræðum að halda. Þeir sem alast upp í áfallastreitu hvort sem hún er þeirra eigin eða arfleidd frá foreldrum sem aldrei fengu að vinna úr sínum sárum eru líka flóttamenn. Þeir þurfa hjálp áður en þeir flýja inn í vímu eða í versta falli út úr lífinu sjálfu. Ég hef upplifað hvernig það er að vera dæmdur fyrir flóttann minn. Að fólk sjái aðeins yfirborðið fíknina og mistökin en ekki það sem liggur að baki: Tilraun til að lifa af. Ég þekki þetta af eigin raun. Ég hætti að drekka fyrir tæplega tuttugu árum, en þrátt fyrir það hef ég alltaf borið með mér innra „element“ sem hvíslar að mér að flýja. Þegar aðstæður verða mér óþægilegar – til dæmis vegna óheiðarleika eða átaka – vill þessi rödd helst að ég hverfi, svo ég þurfi ekki að upplifa þann sársauka sem fylgir. En ég áttaði mig ekki á því fyrr en síðar hversu mikill sársauki fylgir sjálfum flóttanum – ekki aðeins fyrir mig heldur líka fyrir þá sem standa mér næst. Með því að rækta sjálfan mig á hverjum degi og taka ábyrgð á því sem ég á að gera hef ég smám saman lært að sjá þessar flóttaleiðir í kringum mig. Þrátt fyrir að vera orðinn edrú og virkur í 12 spora samtökum var ég lengi á annars konar flótta – í vinnu, samböndum, jafnvel í of mikilli ábyrgð. Ég bjó mér fjárhagslegt óöryggi til að geta unnið meira – allt til að forðast að horfast í augu við sjálfan mig og sársaukann. Ef ég hefði fengið áfallameðferð samhliða þeirri meðferð sem ég fór í vegna vímuefnanotkunar árið 2006 hefðu næstu sautján ár líklega litið allt öðruvísi út. Það var ekki fyrr en ég varð fyrir hrottalegri nauðgun á líkamsræktarstöð hér í bæ að Neyðarmóttaka Landspítalans opnaði dyrnar fyrir mér og veitti mér þá aðstoð sem ég þurfti – þar á meðal áfallavinnu með sálfræðingi – án þess að ég þyrfti að greiða krónu fyrir. En það er bitur staðreynd að manni þurfi að vera nauðgað til að fá viðeigandi aðstoð. Ég er flóttamaður. Og ég er ekki einn. Höfundur er þriggja barna faðir og virkur félagi í SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég er flóttamaður – flóttamaður í mínu eigin landi. Ég stend hvorki á flugvelli né við landamæri með ferðatösku eða bakpoka. Ég stend ekki í biðröð, með eða án vegabréfs og óska eftir hæli. Minn flótti er ósýnilegur. Ég er á stöðugum flótta undan tilfinningum, fólki, stöðum og minningum sem hafa brennt sig í sálarlíf mitt. Við tölum sjaldan um þessa flóttamenn sem búa við þennan flótta þar sem við erum ekki á forsíðumyndum dagblaða með poka í hendi. Við erum hér, allt í kringum ykkur – einstaklingar sem hafa orðið fyrir áföllum sem aldrei fengu að gróa. Í stað þess að vinna úr sársaukanum höfum við bitið á jaxlinn og burðast með harm okkar í hljóði. Börn bera jafnvel áföll forfeðra sinna á bakinu – börn sem alast upp hjá foreldrum sem sjálfir bera óleyst áföll. Þannig verður áfallastreitan keðjuverkandi frá kynslóð til kynslóðar. Kannski er það ástæðan fyrir því að alkóhólismi er kallaður erfðasjúkdómur. - Þetta er hinn ósýnilegi flótti sá sem enginn sér, en margir lifa í. Birtingarmynd fíknar getur tekið á sig ótal form: lögleg og ólögleg vímuefni, lyf, kynlíf, fjárhættuspil, vinna, tölvuleikir, netnotkun og svona mætti lengi telja. Listinn er endalaus, en allt hefur þetta eitt sameiginlegt: að reyna að flýja sársauka sem er óbærilegur og virðist óviðráðanlegur. Þegar við tölum um fíkn heyrum við nær alltaf aðeins um neikvæðar hliðar hennar svo sem glæpi, heimilisleysi, ofbeldi og eyðileggingu. Allt er það satt en með því að horfa eingöngu á afleiðingarnar skiljum við aldrei hvað knýr fólk af stað. Til að skilja fíknina verðum við líka að horfa á það sem virkaði jákvætt í upphafi sem er leitin að vellíðan. Ef fólk sækist svona sterkt eftir vellíðan þá hljótum við að spyrja okkur: ,,Af hverju er allur þessi sársauki til staðar í fyrsta lagi?” Þetta snýst ekki bara um hegðun heldur um hvað gerist innra með manneskjunni. Hvernig reynslan, áföllin og aðstæðurnar móta viðbrögð hennar. Enginn velur sér að búa á götunni, lenda í afbrotum eða vera háður neyslu. En á einhverjum tímapunkti verður vanlíðanin svo sterk að þessi hættulega leið virðist vera eina útrásin sem veitir tímabundna vellíðan. Þunglyndi hjá börnum birtist oft í því að þau loka sig af og einangra sig. Þau flýja jafnvel í tölvur, síma eða tölvuleiki – því þar finna þau skjól frá vanlíðan sem þau geta ekki sett orð á. Þegar sótt er um þjónustu vegna barna tekur það marga mánuði áður en nokkuð gerist. Ef kalla þarf til sérfræðinga má jafnvel telja biðina í árum. Á meðan bíður barnið áfram í sama óöryggi, með sama sársauka – sem verður aðeins dýpri eftir því sem tíminn líður. Í hverjum mánuði horfum við síðan eftir ungu fólki sem tóku þá örlagaríku ákvörðun að binda endi á líf sitt. Hvort sem það er ákall um hjálp eða hvatvísi í örvæntingu, þá er staðreyndin alltaf sú sama: þeim leið illa. Fjölskyldur sitja eftir með endalausar spurningar – af hverju? Svarið er sárt, en einfalt: kerfið er að bregðast börnunum okkar. Sálfræðingar og einkareknar stofur eru ekki niðurgreidd þjónusta. Hver tími kostar um 30.000kr. ef ekki meira sem margir einfaldlega ráða ekki við, hvað þá þeir einstaklingar sem eru nýkomnir út úr meðferð? Ég hef sjaldnast séð fólk koma út úr meðferð eða af geðdeildum með fulla vasa af seðlum. En hvað gerir fólk þá? Það snýr sér að því sem er niðurgreitt sem er geðlæknisþjónusta. Þar fær sjúklingurinn kvíðastillandi eða róandi lyf, jafnvel svefntöflur til að sofa en enga raunverulega áfallavinnu. Það er eins og manneskja leiti til bráðamóttöku með beinbrot – en í stað þess að lækna brotið séu henni réttar hækjur og verkjatöflur, í þeirri von að þetta lagist af sjálfu sér með tímanum. Á meðan dælir ríkið milljörðum í skaðaminnkunarúrræði sem hjálpa þeim sem þegar eru djúpt sokknir í neyslu. Slík úrræði eru nauðsynleg en við erum samt að byrja á röngum enda. Við náum ekki til barnanna og ungmennanna sem eru rétt að hefja sinn flótta, þeirra sem enn væri hægt að grípa áður en þau þurfa á skaðaminnkunarúrræðum að halda. Þeir sem alast upp í áfallastreitu hvort sem hún er þeirra eigin eða arfleidd frá foreldrum sem aldrei fengu að vinna úr sínum sárum eru líka flóttamenn. Þeir þurfa hjálp áður en þeir flýja inn í vímu eða í versta falli út úr lífinu sjálfu. Ég hef upplifað hvernig það er að vera dæmdur fyrir flóttann minn. Að fólk sjái aðeins yfirborðið fíknina og mistökin en ekki það sem liggur að baki: Tilraun til að lifa af. Ég þekki þetta af eigin raun. Ég hætti að drekka fyrir tæplega tuttugu árum, en þrátt fyrir það hef ég alltaf borið með mér innra „element“ sem hvíslar að mér að flýja. Þegar aðstæður verða mér óþægilegar – til dæmis vegna óheiðarleika eða átaka – vill þessi rödd helst að ég hverfi, svo ég þurfi ekki að upplifa þann sársauka sem fylgir. En ég áttaði mig ekki á því fyrr en síðar hversu mikill sársauki fylgir sjálfum flóttanum – ekki aðeins fyrir mig heldur líka fyrir þá sem standa mér næst. Með því að rækta sjálfan mig á hverjum degi og taka ábyrgð á því sem ég á að gera hef ég smám saman lært að sjá þessar flóttaleiðir í kringum mig. Þrátt fyrir að vera orðinn edrú og virkur í 12 spora samtökum var ég lengi á annars konar flótta – í vinnu, samböndum, jafnvel í of mikilli ábyrgð. Ég bjó mér fjárhagslegt óöryggi til að geta unnið meira – allt til að forðast að horfast í augu við sjálfan mig og sársaukann. Ef ég hefði fengið áfallameðferð samhliða þeirri meðferð sem ég fór í vegna vímuefnanotkunar árið 2006 hefðu næstu sautján ár líklega litið allt öðruvísi út. Það var ekki fyrr en ég varð fyrir hrottalegri nauðgun á líkamsræktarstöð hér í bæ að Neyðarmóttaka Landspítalans opnaði dyrnar fyrir mér og veitti mér þá aðstoð sem ég þurfti – þar á meðal áfallavinnu með sálfræðingi – án þess að ég þyrfti að greiða krónu fyrir. En það er bitur staðreynd að manni þurfi að vera nauðgað til að fá viðeigandi aðstoð. Ég er flóttamaður. Og ég er ekki einn. Höfundur er þriggja barna faðir og virkur félagi í SÁÁ.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun