„Draumar geta ræst“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. október 2025 23:47 Björk Sigurðardóttir ásamt dóttur sinni og NPA þjónustunni Ástu Margréti Haraldsdóttur. Vísir/Lýður Valberg Móðir sem beið eftir NPA þjónustu í tvö ár segir líf sitt og dóttur sinnar gjörbreytt nú þegar að hún hefur fengið þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Hún segir draum hafa ræst og fagnar frelsinu sem fylgir því að geta loks gert hefðbundna hluti. - Tómas Arnar hitti mæðgurnar á leikvelli Síðast þegar að fréttastofa hitti Björk Sigurðardóttur í mars var hún nýbökuð móðir og hafði verið á biðlista eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð eða NPA þjónustu frá Reykjavíkurborg í um tvö ár. Án aðstoðar eyddi hún nær öllum stundum heima fyrir og lýsti tilverunni sem stofufangelsi. „Ég kemst ekki út með hana neitt. Út í göngutúra eða til vina og fjölskyldu eða kaffihús eða hvað sem það er,“ sagði hún á þeim tíma. Tveimur mánuðum seinna hlaut Björk loksins þá þjónustu sem hún á rétt á og slær nú við gjörnýjan tón í hennar lífi. Nú getur hún loks farið út á leikvöll með dóttur sinni en þær mæðgur fagna fegin frelsinu. „Úff þetta er náttúrulega algjör leikbreytir fyrir mitt líf. Ég get bara stjórnað mér sjálf. Hvenær ég vil vakna á morgnanna og ég get farið með Viktoríu á leikskólann. Ég get farið erlendis. Þetta er algjört frelsi ég get látið mig dreyma. Draumar geta ræst með NPA.“ Björk fær nú 320 klukkutíma aðstoð á mánuði. Líkamleg og andleg heilsa hafi batnað til muna. „Eins og núna fer ég í ræktina og geri bara það sem ég vil. Maður verður bara glaðari og lífið er bara skemmtilegra með NPA.“ Of margir séu enn á biðlista. „Haldið áfram að berjast og standið á ykkar rétti. Ég hvet öll sveitarfélögin til að vakna og veita þessa lögbundnu þjónustu. Maður er ekkert að sækja um þetta bara í djóki sko.“ Ásta Margrét Haraldsdóttir, NPA starfsmaður Bjarkar, segist mæla með starfinu fyrir hvern sem er. Hvernir er daglegt líf sem NPA starfsmaður? „Það er bara yndislegt. Þetta er bara lífið hennar Bjarkar. Ég fylgi því bara sem hún vill gera og allt sem hún vill gera er skemmtilegt. Og Viktoría dóttir hennar er yndisleg.“ Er ekki gaman að geta farið svona út að leika án þess að það sé nokkur fyrirhöfn? „Jú það breytir öllu. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég gæti ekki farið út að leika með dóttur minni,“ bætir Björk við. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Síðast þegar að fréttastofa hitti Björk Sigurðardóttur í mars var hún nýbökuð móðir og hafði verið á biðlista eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð eða NPA þjónustu frá Reykjavíkurborg í um tvö ár. Án aðstoðar eyddi hún nær öllum stundum heima fyrir og lýsti tilverunni sem stofufangelsi. „Ég kemst ekki út með hana neitt. Út í göngutúra eða til vina og fjölskyldu eða kaffihús eða hvað sem það er,“ sagði hún á þeim tíma. Tveimur mánuðum seinna hlaut Björk loksins þá þjónustu sem hún á rétt á og slær nú við gjörnýjan tón í hennar lífi. Nú getur hún loks farið út á leikvöll með dóttur sinni en þær mæðgur fagna fegin frelsinu. „Úff þetta er náttúrulega algjör leikbreytir fyrir mitt líf. Ég get bara stjórnað mér sjálf. Hvenær ég vil vakna á morgnanna og ég get farið með Viktoríu á leikskólann. Ég get farið erlendis. Þetta er algjört frelsi ég get látið mig dreyma. Draumar geta ræst með NPA.“ Björk fær nú 320 klukkutíma aðstoð á mánuði. Líkamleg og andleg heilsa hafi batnað til muna. „Eins og núna fer ég í ræktina og geri bara það sem ég vil. Maður verður bara glaðari og lífið er bara skemmtilegra með NPA.“ Of margir séu enn á biðlista. „Haldið áfram að berjast og standið á ykkar rétti. Ég hvet öll sveitarfélögin til að vakna og veita þessa lögbundnu þjónustu. Maður er ekkert að sækja um þetta bara í djóki sko.“ Ásta Margrét Haraldsdóttir, NPA starfsmaður Bjarkar, segist mæla með starfinu fyrir hvern sem er. Hvernir er daglegt líf sem NPA starfsmaður? „Það er bara yndislegt. Þetta er bara lífið hennar Bjarkar. Ég fylgi því bara sem hún vill gera og allt sem hún vill gera er skemmtilegt. Og Viktoría dóttir hennar er yndisleg.“ Er ekki gaman að geta farið svona út að leika án þess að það sé nokkur fyrirhöfn? „Jú það breytir öllu. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég gæti ekki farið út að leika með dóttur minni,“ bætir Björk við.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira