Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. október 2025 21:39 Leikskólinn á Stöðvarfirði er deild á vegum Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla. Vísir/Vilhelm Leikskóladeild Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Stöðvarfirði verður að öllu óbreyttu lokað vegna mönnunarvanda. Foreldrar barnanna þurfa að keyra börnin sín á leikskóladeild skólans á Breiðdalsvík. Leikskólinn, sem fellur undir Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla, hýsir nú þrjú leikskólabörn sem eru öll á sínu síðasta leikskólaári samkvæmt umfjöllun Austurfréttar sem greindi frá málinu. Þar hafa starfað tveir starfsmenn en annar þeirra hyggst láta af störfum en samkvæmt lögum verða að minnsta kosti tveir starfsmenn að starfa í leikskólum landsins. Að öllu óbreyttu verði leikskóladeildinni lokað síðar í þessum mánuði. Engar umsóknir bárust um stöðu starfsmannsins á leikskólanum og því ákvað Steinþór Snær Þrastarson, skólastjóri Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla, að bjóða krökkunum að koma yfir á leikskólann í Breiðdalsvík. Þar eru núþegar þrettán börn og með því að stækka leikskóladeildina um eina stofu sé hægt að bæta þremur börnum við með góðu móti. Þá hafi engin umsókn borist fyrir næsta skólaár um vist í leikskóladeildinni á Stöðvarfirði. „Þannig má einnig nýta starfsfólkið betur og jafnvel bæta kennsluna þegar börnin öll verða á sama staðnum,“ segir Steinþór Snær í samtali við Austurfrétt. Líklega þurfi foreldrar barnanna þriggja sjálfir að keyra og sækja börnin sín í leikskólann en um tuttugu mínútur tekur að keyra á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Bjarni Stefán Vilhjálmsson, formaður íbúasamtaka Stöðvarfjarðar, segir það vera óhagræði, sérstaklega fyrir foreldra sem vinna á Reyðarfirði eða Fáskrúðsfirði. Hann segir íbúarnir hefðu viljað að betur hefði verið komið til móts við hópinn. Fjarðabyggð Leikskólar Skóla- og menntamál Byggðamál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Leikskólinn, sem fellur undir Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla, hýsir nú þrjú leikskólabörn sem eru öll á sínu síðasta leikskólaári samkvæmt umfjöllun Austurfréttar sem greindi frá málinu. Þar hafa starfað tveir starfsmenn en annar þeirra hyggst láta af störfum en samkvæmt lögum verða að minnsta kosti tveir starfsmenn að starfa í leikskólum landsins. Að öllu óbreyttu verði leikskóladeildinni lokað síðar í þessum mánuði. Engar umsóknir bárust um stöðu starfsmannsins á leikskólanum og því ákvað Steinþór Snær Þrastarson, skólastjóri Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla, að bjóða krökkunum að koma yfir á leikskólann í Breiðdalsvík. Þar eru núþegar þrettán börn og með því að stækka leikskóladeildina um eina stofu sé hægt að bæta þremur börnum við með góðu móti. Þá hafi engin umsókn borist fyrir næsta skólaár um vist í leikskóladeildinni á Stöðvarfirði. „Þannig má einnig nýta starfsfólkið betur og jafnvel bæta kennsluna þegar börnin öll verða á sama staðnum,“ segir Steinþór Snær í samtali við Austurfrétt. Líklega þurfi foreldrar barnanna þriggja sjálfir að keyra og sækja börnin sín í leikskólann en um tuttugu mínútur tekur að keyra á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Bjarni Stefán Vilhjálmsson, formaður íbúasamtaka Stöðvarfjarðar, segir það vera óhagræði, sérstaklega fyrir foreldra sem vinna á Reyðarfirði eða Fáskrúðsfirði. Hann segir íbúarnir hefðu viljað að betur hefði verið komið til móts við hópinn.
Fjarðabyggð Leikskólar Skóla- og menntamál Byggðamál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira