„Það var smá stress og drama“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2025 08:03 Janus verður frá í tvo til þrjá mánuði en óttast var að tímabili hans væri lokið. Javier Borrego/Europa Press via Getty Images Betur fór en áhorfðist hjá handboltamanninum Janusi Daða Smárasyni sem varð fyrir hroðalegum hnémeiðslum á dögunum. Hann vonast til að ná komandi Evrópumóti í janúar. Janus Daði hafði farið vel af stað með liði sínu Pick Szeged í Ungverjalandi í haust og var meðal annars markahæstur í frábærum sigri á PSG í Meistaradeildinni á dögunum. Í leik við Tatabanya í ungversku deildinni varð hann hins vegar fyrir slysi. „Það var bleyta á vellinum sem ég asnast til að stíga í og reyni að bremsa. Ég flýg bara á hausinn og þunginn fer allur innan á hnéð. Maður heyrði eitthvað aðeins en ég var aðallega svo pirraður yfir bleytunni að ég pældi ekki mikið í þessu. Svo kom verkur og með því,“ segir Janus í Sportpakkanum á Sýn. Fótur Janusar skekktist illa og leit hreint ekki vel út með stöðuna. „Þeir sem voru þarna sögðu að þetta hefði litið mjög óheppilega út. Það var smá stress og drama. En ég er voða ánægður að þetta var ekki meira og að ég geti einbeitt mér á fullu núna að því að koma til baka.“ Bjartsýnn að vera góður í janúar Óttast var um krossbandsslit en nú tekur við kapphlaup við tímann hjá Janusi, sem verður frá næstu tíu til tólf vikurnar. Um fjórtán vikur eru þar til EM í handbolta fer af stað og er það gulrót fyrir Selfyssinginn í endurhæfingunni. „Eins og staðan er núna er það bara á dagskránni hjá mér. Það er fínt að hafa það fyrir framan sig að hver vika telur. Ef ég er nógu duglegur og heppinn með hvernig líkaminn bregst við. Þá er aldrei að vita nema ég geti sprikklað aðeins fyrr og verði í toppstandi þegar kemur að janúar,“ segir Janus. Móðirin fær aukna hvíld Janus getur þá beitt sér meira heima fyrir á meðan endurhæfingunni stendur. „Þetta er svekkjandi, en það gefst ekki tími í að svekkja sig á þessu. Ég er heppinn að eiga ellefu mánaða dóttur hérna sem heldur mér við efnið. Dagsdaglega rútínin verður örugglega bara sú sama og ég reyni að vera jafn aktívur heima við og í gymminu,“ „Við fjölskyldan höfum það bara nokkuð gott hérna. Krakkinn er að byrja í leikskóla. Það er kannski að maður taki nokkrar nætur núna fyrir mömmuna að fá smá hvíld,“ segir Janus. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Ungverski handboltinn Handbolti Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að kom út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Sjá meira
Janus Daði hafði farið vel af stað með liði sínu Pick Szeged í Ungverjalandi í haust og var meðal annars markahæstur í frábærum sigri á PSG í Meistaradeildinni á dögunum. Í leik við Tatabanya í ungversku deildinni varð hann hins vegar fyrir slysi. „Það var bleyta á vellinum sem ég asnast til að stíga í og reyni að bremsa. Ég flýg bara á hausinn og þunginn fer allur innan á hnéð. Maður heyrði eitthvað aðeins en ég var aðallega svo pirraður yfir bleytunni að ég pældi ekki mikið í þessu. Svo kom verkur og með því,“ segir Janus í Sportpakkanum á Sýn. Fótur Janusar skekktist illa og leit hreint ekki vel út með stöðuna. „Þeir sem voru þarna sögðu að þetta hefði litið mjög óheppilega út. Það var smá stress og drama. En ég er voða ánægður að þetta var ekki meira og að ég geti einbeitt mér á fullu núna að því að koma til baka.“ Bjartsýnn að vera góður í janúar Óttast var um krossbandsslit en nú tekur við kapphlaup við tímann hjá Janusi, sem verður frá næstu tíu til tólf vikurnar. Um fjórtán vikur eru þar til EM í handbolta fer af stað og er það gulrót fyrir Selfyssinginn í endurhæfingunni. „Eins og staðan er núna er það bara á dagskránni hjá mér. Það er fínt að hafa það fyrir framan sig að hver vika telur. Ef ég er nógu duglegur og heppinn með hvernig líkaminn bregst við. Þá er aldrei að vita nema ég geti sprikklað aðeins fyrr og verði í toppstandi þegar kemur að janúar,“ segir Janus. Móðirin fær aukna hvíld Janus getur þá beitt sér meira heima fyrir á meðan endurhæfingunni stendur. „Þetta er svekkjandi, en það gefst ekki tími í að svekkja sig á þessu. Ég er heppinn að eiga ellefu mánaða dóttur hérna sem heldur mér við efnið. Dagsdaglega rútínin verður örugglega bara sú sama og ég reyni að vera jafn aktívur heima við og í gymminu,“ „Við fjölskyldan höfum það bara nokkuð gott hérna. Krakkinn er að byrja í leikskóla. Það er kannski að maður taki nokkrar nætur núna fyrir mömmuna að fá smá hvíld,“ segir Janus. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Ungverski handboltinn Handbolti Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að kom út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Sjá meira