Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 2. október 2025 10:16 Á síðustu árum hafa orðið miklar samfélagslegar breytingar og tækniþróun sem umbreytt hafa allri umgjörð náms og kennslu. Við stöndum á tímamótum og þurfum að spyrja okkur grundvallarspurninga um hvaða hæfni og þekkingu skipti mestu máli að leggja grunn að í menntakerfinu okkar. Víða um heim er kallað eftir auknum áherslum á verklega og skapandi starfshætti þar sem leitast er við að tengja saman hug og hönd, efla sjálfstæða og skapandi hugsun, hlúa að samskiptahæfni og samkennd, og síðast en ekki síst, gera öllum kleift að njóta sín og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nú á haustmánuðum hófst starfsemi Menntavísindasviðs Háskóla Ísland í Sögu, þeirri sögufrægu byggingu sem áður hýsti hótel. Markmið flutningsins er að stórbæta náms- og kennsluaðstöðu og efla fjölbreytni í námsumhverfi háskólanema, ekki síst þeirra sem stefna á að starfa innan menntakerfisins og verða þannig áhrifavaldar í lífi annarra. Það er stór áfangi að taka í notkun glæsileg ný kennslurými og gera nemendum og starfsfólki Menntavísindasviðs kleift að vera virkari hluti af háskólasamfélaginu öllu. Nú hefur Háskólinn eignast í hjarta skólans fjölbreytta aðstöðu fyrir listir og skapandi greinar, en í Sögu verður meðal annars að finna leiklistarstofu, myndlistarstofu, textílrými, smíðastofu og tónlistarstofu. Þá verður hreyfirannsóknastofa fyrir íþrótta-og heilsufræði sem er mikið framfaraskref, sérhönnuð rými fyrir kennslu náttúruvísinda og stærðfræði og sérútbúnar leikstofur fyrir kennslu yngri barna. Þá er gaman að segja frá því að á fyrstu hæð er stefnt að því að opna stafrænt tækni- og sköpunarver í samvinnu við Reykjavíkurborg og Verkfræði-og náttúruvísindasvið sem mun stórbæta aðgengi háskólanema og fagfólks að stafrænum útbúnaði til sköpunar og miðlunar. Í dag hefst Menntakvika, stærsta menntaráðstefnu landsins, sem fer fram í Sögu dagana 2.-4. október. Á Menntakviku eru kynntar nýjustu rannsóknir á sviði menntavísinda og fjallað um brýn viðfangsefni á sviði náms, kennslu, velferðar, samfélags og íþrótta og tómstunda. Ráðstefnan er nú haldin í fyrsta sinn í Sögu og markar því spennandi tímamót. Markmið Menntakviku hefur frá upphafi verið að skapa vettvang fyrir fræða-og fagfólk í skóla- og frístundastarfi til að miðla þekkingu, hugmyndum og árangursríkum starfsháttum. Það verður gaman að sjá Sögu fyllast af lífi en margir bíða spenntir eftir að sjá hvernig hefur tekist til að breyta hóteli í háskóla. Kennaramenntun og skipulag hennar hefur töluvert borið á góma undanfarið. Það er því vel við hæfi að opnunarmálstofa Menntakviku fimmtudaginn 2. október kl. 14.30 ber heitið Kennaramenntun í deiglunni. Meðal efnis eru spurningar um hvort til sé sameiginleg sýn á kennaramenntun, hvernig gangi að brúa bil fræða og starfs í náminu, og hvernig kennaramenntun undirbýr nýliða fyrir starf. Föstudaginn 3. október verða flutt 235 erindi í 57 málstofum á Menntakviku og því verður úr nægu að velja. Hægt er að mæta á staðinn eða fylgjast með málstofum í beinu streymi á ZOOM. Ég vek sérstaka athygli á því að á laugardeginum 4. október verður boðið upp á skapandi vinnusmiðjur kl. 11.30 til 13.00 í Sögu og stendur skráning á þær enn yfir á heimasíðu ráðstefnunnar: https://menntakvika.hi.is/. Verið velkomin á Menntakviku 2025. Sjáumst í Sögu! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skóla- og menntamál Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa orðið miklar samfélagslegar breytingar og tækniþróun sem umbreytt hafa allri umgjörð náms og kennslu. Við stöndum á tímamótum og þurfum að spyrja okkur grundvallarspurninga um hvaða hæfni og þekkingu skipti mestu máli að leggja grunn að í menntakerfinu okkar. Víða um heim er kallað eftir auknum áherslum á verklega og skapandi starfshætti þar sem leitast er við að tengja saman hug og hönd, efla sjálfstæða og skapandi hugsun, hlúa að samskiptahæfni og samkennd, og síðast en ekki síst, gera öllum kleift að njóta sín og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nú á haustmánuðum hófst starfsemi Menntavísindasviðs Háskóla Ísland í Sögu, þeirri sögufrægu byggingu sem áður hýsti hótel. Markmið flutningsins er að stórbæta náms- og kennsluaðstöðu og efla fjölbreytni í námsumhverfi háskólanema, ekki síst þeirra sem stefna á að starfa innan menntakerfisins og verða þannig áhrifavaldar í lífi annarra. Það er stór áfangi að taka í notkun glæsileg ný kennslurými og gera nemendum og starfsfólki Menntavísindasviðs kleift að vera virkari hluti af háskólasamfélaginu öllu. Nú hefur Háskólinn eignast í hjarta skólans fjölbreytta aðstöðu fyrir listir og skapandi greinar, en í Sögu verður meðal annars að finna leiklistarstofu, myndlistarstofu, textílrými, smíðastofu og tónlistarstofu. Þá verður hreyfirannsóknastofa fyrir íþrótta-og heilsufræði sem er mikið framfaraskref, sérhönnuð rými fyrir kennslu náttúruvísinda og stærðfræði og sérútbúnar leikstofur fyrir kennslu yngri barna. Þá er gaman að segja frá því að á fyrstu hæð er stefnt að því að opna stafrænt tækni- og sköpunarver í samvinnu við Reykjavíkurborg og Verkfræði-og náttúruvísindasvið sem mun stórbæta aðgengi háskólanema og fagfólks að stafrænum útbúnaði til sköpunar og miðlunar. Í dag hefst Menntakvika, stærsta menntaráðstefnu landsins, sem fer fram í Sögu dagana 2.-4. október. Á Menntakviku eru kynntar nýjustu rannsóknir á sviði menntavísinda og fjallað um brýn viðfangsefni á sviði náms, kennslu, velferðar, samfélags og íþrótta og tómstunda. Ráðstefnan er nú haldin í fyrsta sinn í Sögu og markar því spennandi tímamót. Markmið Menntakviku hefur frá upphafi verið að skapa vettvang fyrir fræða-og fagfólk í skóla- og frístundastarfi til að miðla þekkingu, hugmyndum og árangursríkum starfsháttum. Það verður gaman að sjá Sögu fyllast af lífi en margir bíða spenntir eftir að sjá hvernig hefur tekist til að breyta hóteli í háskóla. Kennaramenntun og skipulag hennar hefur töluvert borið á góma undanfarið. Það er því vel við hæfi að opnunarmálstofa Menntakviku fimmtudaginn 2. október kl. 14.30 ber heitið Kennaramenntun í deiglunni. Meðal efnis eru spurningar um hvort til sé sameiginleg sýn á kennaramenntun, hvernig gangi að brúa bil fræða og starfs í náminu, og hvernig kennaramenntun undirbýr nýliða fyrir starf. Föstudaginn 3. október verða flutt 235 erindi í 57 málstofum á Menntakviku og því verður úr nægu að velja. Hægt er að mæta á staðinn eða fylgjast með málstofum í beinu streymi á ZOOM. Ég vek sérstaka athygli á því að á laugardeginum 4. október verður boðið upp á skapandi vinnusmiðjur kl. 11.30 til 13.00 í Sögu og stendur skráning á þær enn yfir á heimasíðu ráðstefnunnar: https://menntakvika.hi.is/. Verið velkomin á Menntakviku 2025. Sjáumst í Sögu! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun