„Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Lovísa Arnardóttir skrifar 2. október 2025 08:50 Brynjar Níelsson tók við sem dómari við héraðsdóm Reykjavíkur fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, héraðsdómari og fyrrverandi þingmaður, segir 90 prósent þeirra sem eiga að greiða bætur fyrir ýmis brot sem þeir fremja ekki gera það. Ríkið greiði bætur þeirra sem ekki geta það en það sé hámark og lágmark og því stundum ekki hægt að innheimta allar bæturnar. Upphæðir bóta hafa verið þær sömu í þrettán ár. „Það gilda um þetta sérstök lög, menn geta sótt bætur til ríkisins vegna tjóns á munum og líkamanum vegna brota á almennum hegningarlögum, það má ekki vera hvaða brot sem er,“ segir Brynjar sem fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að til dæmis greiði ríki ekki fyrir brot á ærumeiðingum og friðhelgi. „Sá kafli í hegningarlögum er undanskilinn skyldu ríkisins í þessu,“ segir hann en að líklegra sé að menn sem séu dæmdir fyrir slík brot séu borgunarmenn en þeir sem dæmdir eru fyrir líkamsárásir eða annað ofbeldi. Hann útskýrir að þegar manneskja er dæmd fyrir brot og á að greiða þolanda bætur en á ekki fyrir því þá geti fólk sótt bæturnar til ríkisins. Það geti þó vel verið að fólk fái ekki allar bæturnar því hjá ríkinu sé bæði lágmark og hámark. Hámark og lágmark Sé upphæðin undir 400 þúsund krónum greiði ríki það ekki og hámark fyrir líkamstjón, varanlegan miska og örorku, sé fimm milljónir. Þá séu hámark þrjár milljónir fyrir miska og 2,5 milljónir fyrir missi framfærenda og 1,5 milljón fyrir útfararkostnað. Bæturnar hafa ekki verið hækkaðar síðan árið 2012 og höfðu þá ekki verið hækkaðar í sextán ár. Þá var einnig bætt við ákvæði sem heimilaði ríkissjóði að aðstoða þolendur við að innheimta það sem ríkissjóður greiðir ekki. Sem dæmi um nýlegt mál þar sem fólki voru dæmdar bætur er Gufunesmálið svokallaða. Þar voru ekkju Hjörleifs Hauks Guðmundssonar dæmdar ellefu milljónir í bætur og syni hans sex milljónir. 90 prósent krafna falli á ríkið Hann segir ríkið eiga endurkröfurétt og það geti tekið því langan tíma að innheimta. „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn,“ segir Brynjar og að meirihluti slíkra krafna, eða yfir 90 prósent, falli á ríkið. Séu fólki dæmdar hærri bætur en ríkið greiðir standi restin af kröfunni á hendur brotamanninum en líklegt sé að hún verði ekki greidd og jafnvel fyrnist. „Allir brotaþolar fá sérstakan lögmann fyrir sig sem væntanlega mun upplýsa þau um allt þetta. Rétt þeirra til að sækja bætur til ríkisins.“ Spurður hvað honum finnist um upphæðir bótanna segir Brynjar að honum finnist þær of lágar fyrir mikið tjón og of háar fyrir lítið tjón. „Það er bara mín skoðun,“ segir hann. Dómstólar Dómsmál Rekstur hins opinbera Bítið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Það gilda um þetta sérstök lög, menn geta sótt bætur til ríkisins vegna tjóns á munum og líkamanum vegna brota á almennum hegningarlögum, það má ekki vera hvaða brot sem er,“ segir Brynjar sem fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að til dæmis greiði ríki ekki fyrir brot á ærumeiðingum og friðhelgi. „Sá kafli í hegningarlögum er undanskilinn skyldu ríkisins í þessu,“ segir hann en að líklegra sé að menn sem séu dæmdir fyrir slík brot séu borgunarmenn en þeir sem dæmdir eru fyrir líkamsárásir eða annað ofbeldi. Hann útskýrir að þegar manneskja er dæmd fyrir brot og á að greiða þolanda bætur en á ekki fyrir því þá geti fólk sótt bæturnar til ríkisins. Það geti þó vel verið að fólk fái ekki allar bæturnar því hjá ríkinu sé bæði lágmark og hámark. Hámark og lágmark Sé upphæðin undir 400 þúsund krónum greiði ríki það ekki og hámark fyrir líkamstjón, varanlegan miska og örorku, sé fimm milljónir. Þá séu hámark þrjár milljónir fyrir miska og 2,5 milljónir fyrir missi framfærenda og 1,5 milljón fyrir útfararkostnað. Bæturnar hafa ekki verið hækkaðar síðan árið 2012 og höfðu þá ekki verið hækkaðar í sextán ár. Þá var einnig bætt við ákvæði sem heimilaði ríkissjóði að aðstoða þolendur við að innheimta það sem ríkissjóður greiðir ekki. Sem dæmi um nýlegt mál þar sem fólki voru dæmdar bætur er Gufunesmálið svokallaða. Þar voru ekkju Hjörleifs Hauks Guðmundssonar dæmdar ellefu milljónir í bætur og syni hans sex milljónir. 90 prósent krafna falli á ríkið Hann segir ríkið eiga endurkröfurétt og það geti tekið því langan tíma að innheimta. „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn,“ segir Brynjar og að meirihluti slíkra krafna, eða yfir 90 prósent, falli á ríkið. Séu fólki dæmdar hærri bætur en ríkið greiðir standi restin af kröfunni á hendur brotamanninum en líklegt sé að hún verði ekki greidd og jafnvel fyrnist. „Allir brotaþolar fá sérstakan lögmann fyrir sig sem væntanlega mun upplýsa þau um allt þetta. Rétt þeirra til að sækja bætur til ríkisins.“ Spurður hvað honum finnist um upphæðir bótanna segir Brynjar að honum finnist þær of lágar fyrir mikið tjón og of háar fyrir lítið tjón. „Það er bara mín skoðun,“ segir hann.
Dómstólar Dómsmál Rekstur hins opinbera Bítið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira