Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2025 10:16 Í lögum um almannavarnir fer verðmætabjörgun á hættusvæði út frá forgangsröðun á verðmætum eigna. Í lögunum eru dýr ekki skilgreind sérstaklega heldur teljast þau til verðmæta. Dýr hafa því ítrekað verið skilin eftir á hættusvæðum í viðbragði almannavarna á meðan dauðum hlutum hefur verið forðað sem er óásættanlegt og ekki í samræmi við lög um velferð dýra. Gæludýr og búfénaður skilinn eftir Þegar eldgos hófst norðan við Grindavík í nóvember 2023 varð mikill fjöldi dýra eftir við rýmingu og aftur þegar gos hófst á svæðinu í janúar og maí 2024. Björgun dýra var ekki í forgangi þegar fólki hafði verið komið í öruggt skjól heldur björgun dauðra hluta. Þurfti samhent átak fjölda dýraverndarsamtaka að þrýsta á yfirvöld að koma dýrunum, bæði gæludýrum og búfénaði, til bjargar. Samtökin komu einnig að skipulagningu björgunar þar sem mikið skorti upp á verkferla. Hross skilin eftir í dauðagildru í Neskaupsstað Í Neskaupstað standa hesthús á svæði þar sem þekkt er að snjóflóðahætta geti verið mikil. Í mars 2023 voru hross skilin eftir í hesthúsi innan rýmingarsvæðis og voru þau þar í sjálfheldu án fóðurs í tvo daga. Í janúar á þessu ári voru hross skilin eftir í hesthúsi í Neskaupstað við rýmingu vegna snjóflóðahættu, en nægur tími hafði gefist til að flytja þau burt. Samkvæmt heimildum Dýraverndarsambandsins féll snjóflóð sem stöðvaðist skammt ofan við hesthúsin, bæði í mars 2023 og í janúar á þessu ári. Ljóst er að þessi hross voru í mikilli hættu. Ekki í samræmi við dýravelferðarlög Dýr eru skyni gæddar verur sem eiga að hafa vernd frá þjáningu samkvæmt lögum um velferð dýra og gildir hjálparskylda þegar vart verður við að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða sé bjargarlaust. Við setningu nýrra dýravelferðarlaga árið 2013 voru engar breytingar gerðar á lögum um almannavarnir, en þau viðbrögð yfirvalda að bjarga dauðum hlutum á undan dýrum í náttúruvá er ekki í samræmi við dýravelferðarlög. Nú er unnið að heildarendurskoðun laga um almannavarnir og hefur Dýraverndarsambandið kallað eftir nauðsynlegum breytingum á lögunum svo staða dýra verði bætt í almannavarnaástandi. Brýnt er dýr verði skilgreind sérstaklega í lögum um almannavarnir og að skýrir verkferlar séu fyrir hendi um björgun þeirra í náttúruvá. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Í lögum um almannavarnir fer verðmætabjörgun á hættusvæði út frá forgangsröðun á verðmætum eigna. Í lögunum eru dýr ekki skilgreind sérstaklega heldur teljast þau til verðmæta. Dýr hafa því ítrekað verið skilin eftir á hættusvæðum í viðbragði almannavarna á meðan dauðum hlutum hefur verið forðað sem er óásættanlegt og ekki í samræmi við lög um velferð dýra. Gæludýr og búfénaður skilinn eftir Þegar eldgos hófst norðan við Grindavík í nóvember 2023 varð mikill fjöldi dýra eftir við rýmingu og aftur þegar gos hófst á svæðinu í janúar og maí 2024. Björgun dýra var ekki í forgangi þegar fólki hafði verið komið í öruggt skjól heldur björgun dauðra hluta. Þurfti samhent átak fjölda dýraverndarsamtaka að þrýsta á yfirvöld að koma dýrunum, bæði gæludýrum og búfénaði, til bjargar. Samtökin komu einnig að skipulagningu björgunar þar sem mikið skorti upp á verkferla. Hross skilin eftir í dauðagildru í Neskaupsstað Í Neskaupstað standa hesthús á svæði þar sem þekkt er að snjóflóðahætta geti verið mikil. Í mars 2023 voru hross skilin eftir í hesthúsi innan rýmingarsvæðis og voru þau þar í sjálfheldu án fóðurs í tvo daga. Í janúar á þessu ári voru hross skilin eftir í hesthúsi í Neskaupstað við rýmingu vegna snjóflóðahættu, en nægur tími hafði gefist til að flytja þau burt. Samkvæmt heimildum Dýraverndarsambandsins féll snjóflóð sem stöðvaðist skammt ofan við hesthúsin, bæði í mars 2023 og í janúar á þessu ári. Ljóst er að þessi hross voru í mikilli hættu. Ekki í samræmi við dýravelferðarlög Dýr eru skyni gæddar verur sem eiga að hafa vernd frá þjáningu samkvæmt lögum um velferð dýra og gildir hjálparskylda þegar vart verður við að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða sé bjargarlaust. Við setningu nýrra dýravelferðarlaga árið 2013 voru engar breytingar gerðar á lögum um almannavarnir, en þau viðbrögð yfirvalda að bjarga dauðum hlutum á undan dýrum í náttúruvá er ekki í samræmi við dýravelferðarlög. Nú er unnið að heildarendurskoðun laga um almannavarnir og hefur Dýraverndarsambandið kallað eftir nauðsynlegum breytingum á lögunum svo staða dýra verði bætt í almannavarnaástandi. Brýnt er dýr verði skilgreind sérstaklega í lögum um almannavarnir og að skýrir verkferlar séu fyrir hendi um björgun þeirra í náttúruvá. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun