Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2025 10:16 Í lögum um almannavarnir fer verðmætabjörgun á hættusvæði út frá forgangsröðun á verðmætum eigna. Í lögunum eru dýr ekki skilgreind sérstaklega heldur teljast þau til verðmæta. Dýr hafa því ítrekað verið skilin eftir á hættusvæðum í viðbragði almannavarna á meðan dauðum hlutum hefur verið forðað sem er óásættanlegt og ekki í samræmi við lög um velferð dýra. Gæludýr og búfénaður skilinn eftir Þegar eldgos hófst norðan við Grindavík í nóvember 2023 varð mikill fjöldi dýra eftir við rýmingu og aftur þegar gos hófst á svæðinu í janúar og maí 2024. Björgun dýra var ekki í forgangi þegar fólki hafði verið komið í öruggt skjól heldur björgun dauðra hluta. Þurfti samhent átak fjölda dýraverndarsamtaka að þrýsta á yfirvöld að koma dýrunum, bæði gæludýrum og búfénaði, til bjargar. Samtökin komu einnig að skipulagningu björgunar þar sem mikið skorti upp á verkferla. Hross skilin eftir í dauðagildru í Neskaupsstað Í Neskaupstað standa hesthús á svæði þar sem þekkt er að snjóflóðahætta geti verið mikil. Í mars 2023 voru hross skilin eftir í hesthúsi innan rýmingarsvæðis og voru þau þar í sjálfheldu án fóðurs í tvo daga. Í janúar á þessu ári voru hross skilin eftir í hesthúsi í Neskaupstað við rýmingu vegna snjóflóðahættu, en nægur tími hafði gefist til að flytja þau burt. Samkvæmt heimildum Dýraverndarsambandsins féll snjóflóð sem stöðvaðist skammt ofan við hesthúsin, bæði í mars 2023 og í janúar á þessu ári. Ljóst er að þessi hross voru í mikilli hættu. Ekki í samræmi við dýravelferðarlög Dýr eru skyni gæddar verur sem eiga að hafa vernd frá þjáningu samkvæmt lögum um velferð dýra og gildir hjálparskylda þegar vart verður við að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða sé bjargarlaust. Við setningu nýrra dýravelferðarlaga árið 2013 voru engar breytingar gerðar á lögum um almannavarnir, en þau viðbrögð yfirvalda að bjarga dauðum hlutum á undan dýrum í náttúruvá er ekki í samræmi við dýravelferðarlög. Nú er unnið að heildarendurskoðun laga um almannavarnir og hefur Dýraverndarsambandið kallað eftir nauðsynlegum breytingum á lögunum svo staða dýra verði bætt í almannavarnaástandi. Brýnt er dýr verði skilgreind sérstaklega í lögum um almannavarnir og að skýrir verkferlar séu fyrir hendi um björgun þeirra í náttúruvá. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í lögum um almannavarnir fer verðmætabjörgun á hættusvæði út frá forgangsröðun á verðmætum eigna. Í lögunum eru dýr ekki skilgreind sérstaklega heldur teljast þau til verðmæta. Dýr hafa því ítrekað verið skilin eftir á hættusvæðum í viðbragði almannavarna á meðan dauðum hlutum hefur verið forðað sem er óásættanlegt og ekki í samræmi við lög um velferð dýra. Gæludýr og búfénaður skilinn eftir Þegar eldgos hófst norðan við Grindavík í nóvember 2023 varð mikill fjöldi dýra eftir við rýmingu og aftur þegar gos hófst á svæðinu í janúar og maí 2024. Björgun dýra var ekki í forgangi þegar fólki hafði verið komið í öruggt skjól heldur björgun dauðra hluta. Þurfti samhent átak fjölda dýraverndarsamtaka að þrýsta á yfirvöld að koma dýrunum, bæði gæludýrum og búfénaði, til bjargar. Samtökin komu einnig að skipulagningu björgunar þar sem mikið skorti upp á verkferla. Hross skilin eftir í dauðagildru í Neskaupsstað Í Neskaupstað standa hesthús á svæði þar sem þekkt er að snjóflóðahætta geti verið mikil. Í mars 2023 voru hross skilin eftir í hesthúsi innan rýmingarsvæðis og voru þau þar í sjálfheldu án fóðurs í tvo daga. Í janúar á þessu ári voru hross skilin eftir í hesthúsi í Neskaupstað við rýmingu vegna snjóflóðahættu, en nægur tími hafði gefist til að flytja þau burt. Samkvæmt heimildum Dýraverndarsambandsins féll snjóflóð sem stöðvaðist skammt ofan við hesthúsin, bæði í mars 2023 og í janúar á þessu ári. Ljóst er að þessi hross voru í mikilli hættu. Ekki í samræmi við dýravelferðarlög Dýr eru skyni gæddar verur sem eiga að hafa vernd frá þjáningu samkvæmt lögum um velferð dýra og gildir hjálparskylda þegar vart verður við að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða sé bjargarlaust. Við setningu nýrra dýravelferðarlaga árið 2013 voru engar breytingar gerðar á lögum um almannavarnir, en þau viðbrögð yfirvalda að bjarga dauðum hlutum á undan dýrum í náttúruvá er ekki í samræmi við dýravelferðarlög. Nú er unnið að heildarendurskoðun laga um almannavarnir og hefur Dýraverndarsambandið kallað eftir nauðsynlegum breytingum á lögunum svo staða dýra verði bætt í almannavarnaástandi. Brýnt er dýr verði skilgreind sérstaklega í lögum um almannavarnir og að skýrir verkferlar séu fyrir hendi um björgun þeirra í náttúruvá. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun