Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2025 06:00 Hjálmtýr segir íbúa langþreytta á ástandinu. Íbúar við Grettisgötu í Reykjavík hafa hrundið af stað undirskriftarsöfnun þar sem þeir krefjast þess að framkvæmdir í götunni verði stöðvaðar og verkið endurskipulagt. Verkið hófst í apríl og átti að vera lokið í júní en nú er útlit fyrir að það standi út október. Íbúi segir borgina hafi látið vera að svara athugasemdum. „Við erum bara búin að fá upp í kok bæði við og fólkið hér í kring. Við höfum gengið í hús og það eru um þrjátíu íbúar búnir að skrifa undir, kannski fleiri,“ segir Hjálmtýr Heiðdal íbúi að Grettisgötu. Umræddar framkvæmdir eru við Grettisgötu 20a og 20b. Hús Hjálmtýs er til vinstri á myndinni, rétt við framkvæmdirnar.Vísir/Anton Brink „Við fengum bréf í maí 2024 þar sem það var kynnt að þarna yrði rifið hús og annað byggt á grunni þess. Við svöruðum því að við hefðum ekkert á móti því, enda myndi það ekki skerða okkar birtu eða neitt. Svo í byrjun þessa árs var þetta aftur kynnt, hvenær það myndu hefjast framkvæmdir og í apríl byrjuðu þeir að brjóta niður gamalt hús hérna og höggbora ofan í klett sem er undir öllum húsunum. Hér er enginn kjallari hjá okkur og ekki heldur í húsunum í kring vegna þessa.“ Að sögn Hjálmtýs á þarna að vera tvöfaldur kjallari, tvær hæðir niður. Því um mikið verk að ræða. Þeir byrji gjarnan átta að morgni og borið standi yfir til klukkan fimm, stundum til klukkan sex. Nú séu líkur á því að þetta standi yfir út október. Vörubíll keyrir úr portinu með tilheyrandi hávaða.Vísir/Anton Brink Mikil röskun í langan tíma „Þeir sögðust ætla að hætta 30. júní en þetta hefur haldið áfram og heldur ennþá áfram. Svo fara þeir alltaf inn á okkar lóð og við höfum sýnt þeim fulla kurteisi og fært okkar bíla þegar það á við en það hefur aldrei verið haft samband við okkur fyrirfram eða verið beðið um leyfi frá þeim sem eru á bakvið þetta.“ Hjálmtýr segir íbúa ítrekað hafa haft samband við borgina vegna málsins. Skrifað bæði heilbrigðiseftirlitinu og bygginga-og skipulagsnefnd en engin svör fengið. „Næst erum við þá komin með lögfræðing í málið sem er að skrifa bréf af því að við teljum að þessi ákvörðun um að leyfa þessa framkvæmd sé algjörlega út úr kortinu. Þetta er mikil röskun á okkar lífi í þetta langan tíma og er ekki viðbúið.“ Framkvæmdunum fylgir gríðarleg röskun fyrir nærliggjandi íbúa. Vísir/Anton Brink Verði að læra af málinu Sjálfur hefur Hjálmtýr tekið myndband af því hvernig er að lifa við hávaðann og birt á íbúahópi miðborgarinnar á Facebook. Hann segir það afar þreytandi að geta ekki haft opna glugga heima hjá sér og segir að íbúar vilji að borgaryfirvöld læri af málinu. „Það verður nú líklega engu breytt héðan af, framkvæmdin er að verða búin en við erum aðallega að þessu því að borgin verður að læra af þessu. Þetta er sama vitleysan og með græna skrímslið uppi í Breiðholti. Það er gefið leyfi til framkvæmda sem aldrei hefði átt að leyfa. Það er lærdómurinn.“ Klippa: Morgun á Grettisgötu vegna framkvæmda Reykjavík Skipulag Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Við erum bara búin að fá upp í kok bæði við og fólkið hér í kring. Við höfum gengið í hús og það eru um þrjátíu íbúar búnir að skrifa undir, kannski fleiri,“ segir Hjálmtýr Heiðdal íbúi að Grettisgötu. Umræddar framkvæmdir eru við Grettisgötu 20a og 20b. Hús Hjálmtýs er til vinstri á myndinni, rétt við framkvæmdirnar.Vísir/Anton Brink „Við fengum bréf í maí 2024 þar sem það var kynnt að þarna yrði rifið hús og annað byggt á grunni þess. Við svöruðum því að við hefðum ekkert á móti því, enda myndi það ekki skerða okkar birtu eða neitt. Svo í byrjun þessa árs var þetta aftur kynnt, hvenær það myndu hefjast framkvæmdir og í apríl byrjuðu þeir að brjóta niður gamalt hús hérna og höggbora ofan í klett sem er undir öllum húsunum. Hér er enginn kjallari hjá okkur og ekki heldur í húsunum í kring vegna þessa.“ Að sögn Hjálmtýs á þarna að vera tvöfaldur kjallari, tvær hæðir niður. Því um mikið verk að ræða. Þeir byrji gjarnan átta að morgni og borið standi yfir til klukkan fimm, stundum til klukkan sex. Nú séu líkur á því að þetta standi yfir út október. Vörubíll keyrir úr portinu með tilheyrandi hávaða.Vísir/Anton Brink Mikil röskun í langan tíma „Þeir sögðust ætla að hætta 30. júní en þetta hefur haldið áfram og heldur ennþá áfram. Svo fara þeir alltaf inn á okkar lóð og við höfum sýnt þeim fulla kurteisi og fært okkar bíla þegar það á við en það hefur aldrei verið haft samband við okkur fyrirfram eða verið beðið um leyfi frá þeim sem eru á bakvið þetta.“ Hjálmtýr segir íbúa ítrekað hafa haft samband við borgina vegna málsins. Skrifað bæði heilbrigðiseftirlitinu og bygginga-og skipulagsnefnd en engin svör fengið. „Næst erum við þá komin með lögfræðing í málið sem er að skrifa bréf af því að við teljum að þessi ákvörðun um að leyfa þessa framkvæmd sé algjörlega út úr kortinu. Þetta er mikil röskun á okkar lífi í þetta langan tíma og er ekki viðbúið.“ Framkvæmdunum fylgir gríðarleg röskun fyrir nærliggjandi íbúa. Vísir/Anton Brink Verði að læra af málinu Sjálfur hefur Hjálmtýr tekið myndband af því hvernig er að lifa við hávaðann og birt á íbúahópi miðborgarinnar á Facebook. Hann segir það afar þreytandi að geta ekki haft opna glugga heima hjá sér og segir að íbúar vilji að borgaryfirvöld læri af málinu. „Það verður nú líklega engu breytt héðan af, framkvæmdin er að verða búin en við erum aðallega að þessu því að borgin verður að læra af þessu. Þetta er sama vitleysan og með græna skrímslið uppi í Breiðholti. Það er gefið leyfi til framkvæmda sem aldrei hefði átt að leyfa. Það er lærdómurinn.“ Klippa: Morgun á Grettisgötu vegna framkvæmda
Reykjavík Skipulag Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira