Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2025 15:00 José Mourinho faðmaði þessa konu sem hann þekkti vel frá því þegar þau voru bæði starfsmenn á Brúnni. Getty/Alex Broadway José Mourinho var afar vel tekið þegar hann sneri aftur á Stamford Bridge í gær, á blaðamannafund fyrir leik Chelsea og Benfica í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. „Ég verð alltaf blár,“ sagði Mourinho. Eftir að Mourinho var rekinn frá Fenerbahce í Tyrklandi fékk hann strax nýtt tækifæri þegar hans gamla félag Benfica, þar sem Portúgalinn hóf stjóraferilinn um aldamótin, hafði samband. Aðeins tólf dagar eru síðan Mourinho tók við Benfica og nú er hann mættur á sinn gamla heimavöll með liðið í Meistaradeildinni, í leik sem hefst klukkan 19 á Sýn Sport 3. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport. Óhætt er að segja að það hafi orðið fagnaðarfundir þegar Mourinho kom á blaðamannafundinn í gær, þar sem hann sást knúsa gamalt samstarfsfólk innilega. Vissulega er langt um liðið síðan hann stýrði Chelsea, árin 2004-07 og svo aftur 2013-15, en eftir standa þrír Englandsmeistaratitlar, þrír deildabikarmeistaratitlar og einn bikarmeistaratitill. Jose Mourinho bumped into a long-time Chelsea member of staff on his return to Stamford Bridge 💙 pic.twitter.com/9GyO1S08f1— Football on TNT Sports (@footballontnt) September 30, 2025 Mourinho var á fundinum í gær spurður á portúgölsku út í myndirnar af honum í salnum, eftir Englandsmeistaratitlana þrjá, og svaraði þá: „Ég er ekki blár lengur, ég er rauður núna og vil vinna,“ svaraði Mourinho en þegar leið á fundinn kom þó betur í ljós hve annt honum er um tímann hjá Chelsea: „Ég verð alltaf blár. Ég er hluti af þeirra sögu. Þau eru hluti af minni sögu. Ég hjálpaði þeim að verða að stærra Chelsea. Og þeir hjálpuðu mér að verða stærri José. Þegar ég segi að ég sé ekki blár er ég bara að tala um starfið sem ég á fyrir höndum [í kvöld],“ sagði Mourinho sem samkvæmt BBC lagði sig allan fram við að ræða við fólkið sem hann þekkti á Brúnni og gaf sér góðan tíma til þess. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
Eftir að Mourinho var rekinn frá Fenerbahce í Tyrklandi fékk hann strax nýtt tækifæri þegar hans gamla félag Benfica, þar sem Portúgalinn hóf stjóraferilinn um aldamótin, hafði samband. Aðeins tólf dagar eru síðan Mourinho tók við Benfica og nú er hann mættur á sinn gamla heimavöll með liðið í Meistaradeildinni, í leik sem hefst klukkan 19 á Sýn Sport 3. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport. Óhætt er að segja að það hafi orðið fagnaðarfundir þegar Mourinho kom á blaðamannafundinn í gær, þar sem hann sást knúsa gamalt samstarfsfólk innilega. Vissulega er langt um liðið síðan hann stýrði Chelsea, árin 2004-07 og svo aftur 2013-15, en eftir standa þrír Englandsmeistaratitlar, þrír deildabikarmeistaratitlar og einn bikarmeistaratitill. Jose Mourinho bumped into a long-time Chelsea member of staff on his return to Stamford Bridge 💙 pic.twitter.com/9GyO1S08f1— Football on TNT Sports (@footballontnt) September 30, 2025 Mourinho var á fundinum í gær spurður á portúgölsku út í myndirnar af honum í salnum, eftir Englandsmeistaratitlana þrjá, og svaraði þá: „Ég er ekki blár lengur, ég er rauður núna og vil vinna,“ svaraði Mourinho en þegar leið á fundinn kom þó betur í ljós hve annt honum er um tímann hjá Chelsea: „Ég verð alltaf blár. Ég er hluti af þeirra sögu. Þau eru hluti af minni sögu. Ég hjálpaði þeim að verða að stærra Chelsea. Og þeir hjálpuðu mér að verða stærri José. Þegar ég segi að ég sé ekki blár er ég bara að tala um starfið sem ég á fyrir höndum [í kvöld],“ sagði Mourinho sem samkvæmt BBC lagði sig allan fram við að ræða við fólkið sem hann þekkti á Brúnni og gaf sér góðan tíma til þess.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira