Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2025 15:00 José Mourinho faðmaði þessa konu sem hann þekkti vel frá því þegar þau voru bæði starfsmenn á Brúnni. Getty/Alex Broadway José Mourinho var afar vel tekið þegar hann sneri aftur á Stamford Bridge í gær, á blaðamannafund fyrir leik Chelsea og Benfica í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. „Ég verð alltaf blár,“ sagði Mourinho. Eftir að Mourinho var rekinn frá Fenerbahce í Tyrklandi fékk hann strax nýtt tækifæri þegar hans gamla félag Benfica, þar sem Portúgalinn hóf stjóraferilinn um aldamótin, hafði samband. Aðeins tólf dagar eru síðan Mourinho tók við Benfica og nú er hann mættur á sinn gamla heimavöll með liðið í Meistaradeildinni, í leik sem hefst klukkan 19 á Sýn Sport 3. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport. Óhætt er að segja að það hafi orðið fagnaðarfundir þegar Mourinho kom á blaðamannafundinn í gær, þar sem hann sást knúsa gamalt samstarfsfólk innilega. Vissulega er langt um liðið síðan hann stýrði Chelsea, árin 2004-07 og svo aftur 2013-15, en eftir standa þrír Englandsmeistaratitlar, þrír deildabikarmeistaratitlar og einn bikarmeistaratitill. Jose Mourinho bumped into a long-time Chelsea member of staff on his return to Stamford Bridge 💙 pic.twitter.com/9GyO1S08f1— Football on TNT Sports (@footballontnt) September 30, 2025 Mourinho var á fundinum í gær spurður á portúgölsku út í myndirnar af honum í salnum, eftir Englandsmeistaratitlana þrjá, og svaraði þá: „Ég er ekki blár lengur, ég er rauður núna og vil vinna,“ svaraði Mourinho en þegar leið á fundinn kom þó betur í ljós hve annt honum er um tímann hjá Chelsea: „Ég verð alltaf blár. Ég er hluti af þeirra sögu. Þau eru hluti af minni sögu. Ég hjálpaði þeim að verða að stærra Chelsea. Og þeir hjálpuðu mér að verða stærri José. Þegar ég segi að ég sé ekki blár er ég bara að tala um starfið sem ég á fyrir höndum [í kvöld],“ sagði Mourinho sem samkvæmt BBC lagði sig allan fram við að ræða við fólkið sem hann þekkti á Brúnni og gaf sér góðan tíma til þess. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Sjá meira
Eftir að Mourinho var rekinn frá Fenerbahce í Tyrklandi fékk hann strax nýtt tækifæri þegar hans gamla félag Benfica, þar sem Portúgalinn hóf stjóraferilinn um aldamótin, hafði samband. Aðeins tólf dagar eru síðan Mourinho tók við Benfica og nú er hann mættur á sinn gamla heimavöll með liðið í Meistaradeildinni, í leik sem hefst klukkan 19 á Sýn Sport 3. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport. Óhætt er að segja að það hafi orðið fagnaðarfundir þegar Mourinho kom á blaðamannafundinn í gær, þar sem hann sást knúsa gamalt samstarfsfólk innilega. Vissulega er langt um liðið síðan hann stýrði Chelsea, árin 2004-07 og svo aftur 2013-15, en eftir standa þrír Englandsmeistaratitlar, þrír deildabikarmeistaratitlar og einn bikarmeistaratitill. Jose Mourinho bumped into a long-time Chelsea member of staff on his return to Stamford Bridge 💙 pic.twitter.com/9GyO1S08f1— Football on TNT Sports (@footballontnt) September 30, 2025 Mourinho var á fundinum í gær spurður á portúgölsku út í myndirnar af honum í salnum, eftir Englandsmeistaratitlana þrjá, og svaraði þá: „Ég er ekki blár lengur, ég er rauður núna og vil vinna,“ svaraði Mourinho en þegar leið á fundinn kom þó betur í ljós hve annt honum er um tímann hjá Chelsea: „Ég verð alltaf blár. Ég er hluti af þeirra sögu. Þau eru hluti af minni sögu. Ég hjálpaði þeim að verða að stærra Chelsea. Og þeir hjálpuðu mér að verða stærri José. Þegar ég segi að ég sé ekki blár er ég bara að tala um starfið sem ég á fyrir höndum [í kvöld],“ sagði Mourinho sem samkvæmt BBC lagði sig allan fram við að ræða við fólkið sem hann þekkti á Brúnni og gaf sér góðan tíma til þess.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Sjá meira