Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2025 12:20 Lögreglan hafði afskipti af þó nokkrum í gærkvöld. vísir/aðsend Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu við Auðbrekku skammt frá húsakynnum Vítisengla í gærkvöld en töluverður viðbúnaður var á svæðinu. Lögreglufulltrúi segir það viðbúið að lögreglan haldi áfram að skipta sér af samkomum samtakanna í framtíðinni en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð. Lögreglan lokaði fyrir umferð um Auðbrekku í Kópavogi í gærkvöldi og var þar með þó nokkurn viðbúnað í um tvær klukkustundir vegna samkomu Vítisengla í samkomuhúsi þeirra á svæðinu. Tvær vikur eru síðan að þrír voru handteknir í sambærilegri lögregluaðgerð á sama stað. Aðgerðin var á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var sérsveitin þeim til taks. Vítisenglar eða Hells Angels, eins og þeir eru þekktir fyrir utan landsteinanna, eru víðast hvar skilgreindir sem glæpasamtök. Vítisenglar hafa undanfarið aukið umsvif sín hér á landi og fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. „Brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla“ Jón Þór Karlsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni, segir í samtali við fréttastofu að aðgerðin í gær hafi verið töluvert minni í sniðum en sú fyrri. Enginn var handtekinn í gærkvöldi og ekki lagt hald á vopn eða muni. Hvert var tilefni aðgerðarinnar? „Það er þessi samkoma Hells Angels og veislan sem var í gangi. Lögreglan fylgist þarna með og hefur í gegnum árin gert það og er því engin breyting. Þessi samtök stunda skipulagða brotastarfsemi og lögreglan hefur skyldum að gegna gagnvart því og þess vegna er brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla.“ Viðbúið eftirlit Jón segir að aðgerðir hafi farið vel og friðsamlega fram. Lokunarpóstar stóðu yfir frá hálf níu til hálf ellefu í gærkvöld. Þó nokkur fjöldi lögreglumanna var á vettvangi „Það voru höfð afskipti af fólki sem var á leiðinni í samkvæmið en enginn handtekinn.“ Urðuð þið aftur varir við svona samkomu í gegnum einhverja auglýsingu? „Ég fer nú ekki nánar út í það en það voru spurnir um það að menn ætluðu að hittast þarna og þess vegna fórum við í svona eftirlit.“ Er þetta eitthvað sem er komið til að vera hjá lögreglunni að vera alltaf með eftirlit þarna þegar að þessi hópur kemur saman? „Það er viðbúið. Það er ekki búið að gera neina framtíðaráætlun hvað það varðar. En það er viðbúið að það verði eins og hefur verið í gegnum árin.“ Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Lögreglan lokaði fyrir umferð um Auðbrekku í Kópavogi í gærkvöldi og var þar með þó nokkurn viðbúnað í um tvær klukkustundir vegna samkomu Vítisengla í samkomuhúsi þeirra á svæðinu. Tvær vikur eru síðan að þrír voru handteknir í sambærilegri lögregluaðgerð á sama stað. Aðgerðin var á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var sérsveitin þeim til taks. Vítisenglar eða Hells Angels, eins og þeir eru þekktir fyrir utan landsteinanna, eru víðast hvar skilgreindir sem glæpasamtök. Vítisenglar hafa undanfarið aukið umsvif sín hér á landi og fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. „Brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla“ Jón Þór Karlsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni, segir í samtali við fréttastofu að aðgerðin í gær hafi verið töluvert minni í sniðum en sú fyrri. Enginn var handtekinn í gærkvöldi og ekki lagt hald á vopn eða muni. Hvert var tilefni aðgerðarinnar? „Það er þessi samkoma Hells Angels og veislan sem var í gangi. Lögreglan fylgist þarna með og hefur í gegnum árin gert það og er því engin breyting. Þessi samtök stunda skipulagða brotastarfsemi og lögreglan hefur skyldum að gegna gagnvart því og þess vegna er brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla.“ Viðbúið eftirlit Jón segir að aðgerðir hafi farið vel og friðsamlega fram. Lokunarpóstar stóðu yfir frá hálf níu til hálf ellefu í gærkvöld. Þó nokkur fjöldi lögreglumanna var á vettvangi „Það voru höfð afskipti af fólki sem var á leiðinni í samkvæmið en enginn handtekinn.“ Urðuð þið aftur varir við svona samkomu í gegnum einhverja auglýsingu? „Ég fer nú ekki nánar út í það en það voru spurnir um það að menn ætluðu að hittast þarna og þess vegna fórum við í svona eftirlit.“ Er þetta eitthvað sem er komið til að vera hjá lögreglunni að vera alltaf með eftirlit þarna þegar að þessi hópur kemur saman? „Það er viðbúið. Það er ekki búið að gera neina framtíðaráætlun hvað það varðar. En það er viðbúið að það verði eins og hefur verið í gegnum árin.“
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira