„Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2025 14:38 Katrín Júlíusdóttir hefur skilið við stjórnmálin. Foreldrahlutverkið og bókaskrif eiga hug hennar allan. Vísir/Vilhelm Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar og rithöfundur segir af og frá að hún íhugi framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framboðstankur hennar sé tómur og hugur hennar sé við glæpasagnaskrif. Katrín var þingmaður Samfylkingarinnar árin 2003 til 2016, iðnaðarráðherra frá 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra eitt ár til. Eftir skilin við stjórnmálin gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu í sex ár en hefur síðan sinnt ráðgjafaverkefnum og skrifað glæpabækur. Því var slegið upp í frétt á Mbl.is í dag að sá orðrómur gengi fjöllunum hærri að Katrín íhugaði að bjóða sig fram til oddvita Samfylkingarinnar gegn Heiðu Björgu Hilmisdóttur. Katrín hló þegar blaðamaður Vísis heyrði í henni hljóðið. Býr í Garðabæ og hjartað í Kópavogi „Þetta er svo mikið kast,“ segir Katrín. Hún svarar því heiðarlega að enginn hafi komið að máli við sig, eins og svo algengt er. Þá sé hún ekki einu sinni Reykvíkingur. „Ég bý í Garðabæ og hjartað er í Kópavogi svo líkurnar á þessu eru engar. Minn framboðstankur er tómur.“ Hún sé ekki á leið í nokkurt framboð. Eðlilegt sé að fólk velti ýmsu fyrir sér og hún hafi heyrt umræddan orðróm úr einni átt. En það sé allt og sumt. „Ég er bara mamma í Garðabæ sem er að gefa út bók fyrir jólin. Ég er með hugann þar.“ Alls enginn komið að máli við sig Sá frasi er algengur þegar fólk er orðað við hitt og þetta í íslensku samfélagi, meðal annars framboð, að fólk svari því til að það geti ekki neitað því að komið hafi verið að máli við það. „Ég er þakklát fyrir að einhver muni eftir mér en það hefur ekki verið komið beint að máli við mig,“ segir Katrín og bætir svo við: „Bara alls ekki!“ Mjög ánægð með Heiðu Hún segir von á spennandi sveitarstjórnarkosningum í mörgum sveitarfélögum. „Ég ætla að vona að það verði stuð og stemmning og fólk gefi sig í pólitíkina almennt. Það er rosalega mikilvægt að það sé góð þátttaka,“ segir Katrín. Hún hvetur öflugt fólk sem íhugi framboð til að láta vaða. „En ekkert endilega gegn Heiðu (Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra). Bara almennt í pólitík. Mér finnst Heiða hafa staðið sig rosalega vel og dytti aldrei í hug að bjóða mig fram gegn henni.“ Samfylkingin Bókmenntir Sveitarstjórnarkosningar 2026 Garðabær Reykjavík Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Katrín var þingmaður Samfylkingarinnar árin 2003 til 2016, iðnaðarráðherra frá 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra eitt ár til. Eftir skilin við stjórnmálin gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu í sex ár en hefur síðan sinnt ráðgjafaverkefnum og skrifað glæpabækur. Því var slegið upp í frétt á Mbl.is í dag að sá orðrómur gengi fjöllunum hærri að Katrín íhugaði að bjóða sig fram til oddvita Samfylkingarinnar gegn Heiðu Björgu Hilmisdóttur. Katrín hló þegar blaðamaður Vísis heyrði í henni hljóðið. Býr í Garðabæ og hjartað í Kópavogi „Þetta er svo mikið kast,“ segir Katrín. Hún svarar því heiðarlega að enginn hafi komið að máli við sig, eins og svo algengt er. Þá sé hún ekki einu sinni Reykvíkingur. „Ég bý í Garðabæ og hjartað er í Kópavogi svo líkurnar á þessu eru engar. Minn framboðstankur er tómur.“ Hún sé ekki á leið í nokkurt framboð. Eðlilegt sé að fólk velti ýmsu fyrir sér og hún hafi heyrt umræddan orðróm úr einni átt. En það sé allt og sumt. „Ég er bara mamma í Garðabæ sem er að gefa út bók fyrir jólin. Ég er með hugann þar.“ Alls enginn komið að máli við sig Sá frasi er algengur þegar fólk er orðað við hitt og þetta í íslensku samfélagi, meðal annars framboð, að fólk svari því til að það geti ekki neitað því að komið hafi verið að máli við það. „Ég er þakklát fyrir að einhver muni eftir mér en það hefur ekki verið komið beint að máli við mig,“ segir Katrín og bætir svo við: „Bara alls ekki!“ Mjög ánægð með Heiðu Hún segir von á spennandi sveitarstjórnarkosningum í mörgum sveitarfélögum. „Ég ætla að vona að það verði stuð og stemmning og fólk gefi sig í pólitíkina almennt. Það er rosalega mikilvægt að það sé góð þátttaka,“ segir Katrín. Hún hvetur öflugt fólk sem íhugi framboð til að láta vaða. „En ekkert endilega gegn Heiðu (Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra). Bara almennt í pólitík. Mér finnst Heiða hafa staðið sig rosalega vel og dytti aldrei í hug að bjóða mig fram gegn henni.“
Samfylkingin Bókmenntir Sveitarstjórnarkosningar 2026 Garðabær Reykjavík Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira