Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 14:44 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið. „Markmið breytinganna er að bregðast við vaxandi útgjöldum hins opinbera vegna lyfjakaupa en standa jafnframt vörð um grundvallarmarkmið greiðsluþátttökukerfisins sem er að verja einstaklinga fyrir háum útgjöldum sem og einstaka hópa, þ.e. öryrkja, aldraða og börn,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Í dag er greiðsluþátttökukerfið byggt á þremur afsláttarþrepum með stigvaxandi hækkun á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga eftir því sem lyfjakostnaður viðkomandi eykst. Ef viðkomandi nær ákveðinni upphæð þarf hann ekki að greiða neitt fyrir lyfin. Fyrir flesta er sú upphæð 62 þúsund krónur, en fyrir öryrkja, aldraða og yngri en 22 ára er upphæðin 41 þúsund krónur. Með breytingunni hyggst Alma Möller heilbrigðisráðherra bæta við einu þrepi svo þau verði fjögur í stað þriggja. Nýju þrepin fjögur skiptast þannig að í því fyrsta greiðir einstaklingur fyrir lyf sín að fullu og í öðru þrepi greiðir hann fjörutíu prósent af verði lyfsins. Í þriðja þrepi þarf að greiða fimmtán prósent af verði lyfsins og í fjórða 7,5 prósent. Með breytingunni er verið að bæta við þessu öðru þrepi, þar sem einstaklingur greiðir fjörutíu prósent af verði lyfsins. Samkvæmt tilkynningunni kynnu breytingarnar einungis að hafa áhrif á þá sem eru almennt með lyfjakostnað yfir fjörutíu þúsund krónum á ári. Þau þurfi að greiða 4300 krónum meira og þau í afsláttarhópnum greiða 3400 krónum meira. Hámarksupphæð þar til einstaklingur þarf ekki að greiða neitt fyrir lyfin breytist ekki. Greiðsluþátttökukerfið var innleitt árið 2013 en engar breytingar hafa verið gerðar á því síðan. Með þessari breytingu, sem tekur gildi 1. janúar 2026, er áætlað að útgjöld Sjúkratrygginga Íslands dragist saman um fjögur hundruð til 450 milljónir króna á ári. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Markmið breytinganna er að bregðast við vaxandi útgjöldum hins opinbera vegna lyfjakaupa en standa jafnframt vörð um grundvallarmarkmið greiðsluþátttökukerfisins sem er að verja einstaklinga fyrir háum útgjöldum sem og einstaka hópa, þ.e. öryrkja, aldraða og börn,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Í dag er greiðsluþátttökukerfið byggt á þremur afsláttarþrepum með stigvaxandi hækkun á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga eftir því sem lyfjakostnaður viðkomandi eykst. Ef viðkomandi nær ákveðinni upphæð þarf hann ekki að greiða neitt fyrir lyfin. Fyrir flesta er sú upphæð 62 þúsund krónur, en fyrir öryrkja, aldraða og yngri en 22 ára er upphæðin 41 þúsund krónur. Með breytingunni hyggst Alma Möller heilbrigðisráðherra bæta við einu þrepi svo þau verði fjögur í stað þriggja. Nýju þrepin fjögur skiptast þannig að í því fyrsta greiðir einstaklingur fyrir lyf sín að fullu og í öðru þrepi greiðir hann fjörutíu prósent af verði lyfsins. Í þriðja þrepi þarf að greiða fimmtán prósent af verði lyfsins og í fjórða 7,5 prósent. Með breytingunni er verið að bæta við þessu öðru þrepi, þar sem einstaklingur greiðir fjörutíu prósent af verði lyfsins. Samkvæmt tilkynningunni kynnu breytingarnar einungis að hafa áhrif á þá sem eru almennt með lyfjakostnað yfir fjörutíu þúsund krónum á ári. Þau þurfi að greiða 4300 krónum meira og þau í afsláttarhópnum greiða 3400 krónum meira. Hámarksupphæð þar til einstaklingur þarf ekki að greiða neitt fyrir lyfin breytist ekki. Greiðsluþátttökukerfið var innleitt árið 2013 en engar breytingar hafa verið gerðar á því síðan. Með þessari breytingu, sem tekur gildi 1. janúar 2026, er áætlað að útgjöld Sjúkratrygginga Íslands dragist saman um fjögur hundruð til 450 milljónir króna á ári.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira