Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 14:44 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið. „Markmið breytinganna er að bregðast við vaxandi útgjöldum hins opinbera vegna lyfjakaupa en standa jafnframt vörð um grundvallarmarkmið greiðsluþátttökukerfisins sem er að verja einstaklinga fyrir háum útgjöldum sem og einstaka hópa, þ.e. öryrkja, aldraða og börn,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Í dag er greiðsluþátttökukerfið byggt á þremur afsláttarþrepum með stigvaxandi hækkun á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga eftir því sem lyfjakostnaður viðkomandi eykst. Ef viðkomandi nær ákveðinni upphæð þarf hann ekki að greiða neitt fyrir lyfin. Fyrir flesta er sú upphæð 62 þúsund krónur, en fyrir öryrkja, aldraða og yngri en 22 ára er upphæðin 41 þúsund krónur. Með breytingunni hyggst Alma Möller heilbrigðisráðherra bæta við einu þrepi svo þau verði fjögur í stað þriggja. Nýju þrepin fjögur skiptast þannig að í því fyrsta greiðir einstaklingur fyrir lyf sín að fullu og í öðru þrepi greiðir hann fjörutíu prósent af verði lyfsins. Í þriðja þrepi þarf að greiða fimmtán prósent af verði lyfsins og í fjórða 7,5 prósent. Með breytingunni er verið að bæta við þessu öðru þrepi, þar sem einstaklingur greiðir fjörutíu prósent af verði lyfsins. Samkvæmt tilkynningunni kynnu breytingarnar einungis að hafa áhrif á þá sem eru almennt með lyfjakostnað yfir fjörutíu þúsund krónum á ári. Þau þurfi að greiða 4300 krónum meira og þau í afsláttarhópnum greiða 3400 krónum meira. Hámarksupphæð þar til einstaklingur þarf ekki að greiða neitt fyrir lyfin breytist ekki. Greiðsluþátttökukerfið var innleitt árið 2013 en engar breytingar hafa verið gerðar á því síðan. Með þessari breytingu, sem tekur gildi 1. janúar 2026, er áætlað að útgjöld Sjúkratrygginga Íslands dragist saman um fjögur hundruð til 450 milljónir króna á ári. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
„Markmið breytinganna er að bregðast við vaxandi útgjöldum hins opinbera vegna lyfjakaupa en standa jafnframt vörð um grundvallarmarkmið greiðsluþátttökukerfisins sem er að verja einstaklinga fyrir háum útgjöldum sem og einstaka hópa, þ.e. öryrkja, aldraða og börn,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Í dag er greiðsluþátttökukerfið byggt á þremur afsláttarþrepum með stigvaxandi hækkun á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga eftir því sem lyfjakostnaður viðkomandi eykst. Ef viðkomandi nær ákveðinni upphæð þarf hann ekki að greiða neitt fyrir lyfin. Fyrir flesta er sú upphæð 62 þúsund krónur, en fyrir öryrkja, aldraða og yngri en 22 ára er upphæðin 41 þúsund krónur. Með breytingunni hyggst Alma Möller heilbrigðisráðherra bæta við einu þrepi svo þau verði fjögur í stað þriggja. Nýju þrepin fjögur skiptast þannig að í því fyrsta greiðir einstaklingur fyrir lyf sín að fullu og í öðru þrepi greiðir hann fjörutíu prósent af verði lyfsins. Í þriðja þrepi þarf að greiða fimmtán prósent af verði lyfsins og í fjórða 7,5 prósent. Með breytingunni er verið að bæta við þessu öðru þrepi, þar sem einstaklingur greiðir fjörutíu prósent af verði lyfsins. Samkvæmt tilkynningunni kynnu breytingarnar einungis að hafa áhrif á þá sem eru almennt með lyfjakostnað yfir fjörutíu þúsund krónum á ári. Þau þurfi að greiða 4300 krónum meira og þau í afsláttarhópnum greiða 3400 krónum meira. Hámarksupphæð þar til einstaklingur þarf ekki að greiða neitt fyrir lyfin breytist ekki. Greiðsluþátttökukerfið var innleitt árið 2013 en engar breytingar hafa verið gerðar á því síðan. Með þessari breytingu, sem tekur gildi 1. janúar 2026, er áætlað að útgjöld Sjúkratrygginga Íslands dragist saman um fjögur hundruð til 450 milljónir króna á ári.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira