Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 14:44 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið. „Markmið breytinganna er að bregðast við vaxandi útgjöldum hins opinbera vegna lyfjakaupa en standa jafnframt vörð um grundvallarmarkmið greiðsluþátttökukerfisins sem er að verja einstaklinga fyrir háum útgjöldum sem og einstaka hópa, þ.e. öryrkja, aldraða og börn,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Í dag er greiðsluþátttökukerfið byggt á þremur afsláttarþrepum með stigvaxandi hækkun á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga eftir því sem lyfjakostnaður viðkomandi eykst. Ef viðkomandi nær ákveðinni upphæð þarf hann ekki að greiða neitt fyrir lyfin. Fyrir flesta er sú upphæð 62 þúsund krónur, en fyrir öryrkja, aldraða og yngri en 22 ára er upphæðin 41 þúsund krónur. Með breytingunni hyggst Alma Möller heilbrigðisráðherra bæta við einu þrepi svo þau verði fjögur í stað þriggja. Nýju þrepin fjögur skiptast þannig að í því fyrsta greiðir einstaklingur fyrir lyf sín að fullu og í öðru þrepi greiðir hann fjörutíu prósent af verði lyfsins. Í þriðja þrepi þarf að greiða fimmtán prósent af verði lyfsins og í fjórða 7,5 prósent. Með breytingunni er verið að bæta við þessu öðru þrepi, þar sem einstaklingur greiðir fjörutíu prósent af verði lyfsins. Samkvæmt tilkynningunni kynnu breytingarnar einungis að hafa áhrif á þá sem eru almennt með lyfjakostnað yfir fjörutíu þúsund krónum á ári. Þau þurfi að greiða 4300 krónum meira og þau í afsláttarhópnum greiða 3400 krónum meira. Hámarksupphæð þar til einstaklingur þarf ekki að greiða neitt fyrir lyfin breytist ekki. Greiðsluþátttökukerfið var innleitt árið 2013 en engar breytingar hafa verið gerðar á því síðan. Með þessari breytingu, sem tekur gildi 1. janúar 2026, er áætlað að útgjöld Sjúkratrygginga Íslands dragist saman um fjögur hundruð til 450 milljónir króna á ári. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
„Markmið breytinganna er að bregðast við vaxandi útgjöldum hins opinbera vegna lyfjakaupa en standa jafnframt vörð um grundvallarmarkmið greiðsluþátttökukerfisins sem er að verja einstaklinga fyrir háum útgjöldum sem og einstaka hópa, þ.e. öryrkja, aldraða og börn,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Í dag er greiðsluþátttökukerfið byggt á þremur afsláttarþrepum með stigvaxandi hækkun á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga eftir því sem lyfjakostnaður viðkomandi eykst. Ef viðkomandi nær ákveðinni upphæð þarf hann ekki að greiða neitt fyrir lyfin. Fyrir flesta er sú upphæð 62 þúsund krónur, en fyrir öryrkja, aldraða og yngri en 22 ára er upphæðin 41 þúsund krónur. Með breytingunni hyggst Alma Möller heilbrigðisráðherra bæta við einu þrepi svo þau verði fjögur í stað þriggja. Nýju þrepin fjögur skiptast þannig að í því fyrsta greiðir einstaklingur fyrir lyf sín að fullu og í öðru þrepi greiðir hann fjörutíu prósent af verði lyfsins. Í þriðja þrepi þarf að greiða fimmtán prósent af verði lyfsins og í fjórða 7,5 prósent. Með breytingunni er verið að bæta við þessu öðru þrepi, þar sem einstaklingur greiðir fjörutíu prósent af verði lyfsins. Samkvæmt tilkynningunni kynnu breytingarnar einungis að hafa áhrif á þá sem eru almennt með lyfjakostnað yfir fjörutíu þúsund krónum á ári. Þau þurfi að greiða 4300 krónum meira og þau í afsláttarhópnum greiða 3400 krónum meira. Hámarksupphæð þar til einstaklingur þarf ekki að greiða neitt fyrir lyfin breytist ekki. Greiðsluþátttökukerfið var innleitt árið 2013 en engar breytingar hafa verið gerðar á því síðan. Með þessari breytingu, sem tekur gildi 1. janúar 2026, er áætlað að útgjöld Sjúkratrygginga Íslands dragist saman um fjögur hundruð til 450 milljónir króna á ári.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira