„Þetta var bara draumi líkast“ Hjörvar Ólafsson skrifar 25. september 2025 23:01 Darri Aronsson var vitanlega kampakátur með endurkomuna. Mynd/Haukar Þriggja ára þrautargöngu Darra Aronssonar, leikmanns Hauka, lauk í kvöld þegar hann snéri aftur inn á parketið að lokinni langri og erfiðri fjarveru vegna þrálátra meiðsla. Darri var augljóslega og eins og gefur að skilja himinlifandi að hafa getað sett harpix á puttana í keppnisleik að nýju. „Þetta var bara draumi líkast ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta hefur verið gríðarlega langur og erfiður tími. Ég hef lagt á mig mikla vinnu til þess að geta látið þetta verða að veruleika og nú er ég að uppskera eins og ég hef sáð. Það er gjörsamlega frábær tilfinning,“ sagði Darri sem kom inn í miðja vörn Haukaliðsins þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leik liðsins gegn Fram. Darri stóð sig feykilega vel í varnarleik sínum og lagði þung lóð á vogarskálina við að tryggja Haukum sigurinn. Darri hefur gengið í gegnum ýmislegt á handboltaferli sínum sem hefur verið þyrnum stráður. „Þetta hefur klárlega tekið töluvert á og reynt mikið á andlegu hliðina. Ég hélt að ég hefði masterað þolinmæði þegar ég sleit krossband ungur en ég hlaut mastersgráðuna endanlega að loknum þessum erfiða kafla. Nú bara tek ég einn dag í einu eins og ég hef gert síðustu þrjú árin. Ég er orðinn vel sjóaður í því að taka bara eitt skref í einu,“ sagði þessi sterki leikmaður. „Ég gæti ekki verið í betri höndum en hjá Ella sjúkraþjálfari sem hefur hjálpað mér ofboðslega mikið að komast á þann stað að geta spilað aftur. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir það. Framhaldið er algjörlega undir honum komið og ég fæ skýrslu á morgun hvernig næstu skref verða hjá mér,“ sagði hann. „Það voru alls konar tilfinningar sem bærðust innra með mér í aðdraganda leiksins. Fiðrildin voru mætt í magann, ég var mjög spenntur en á sama tíma auðvitað læðist að hræðsla um það hvernig líkaminn mun bregðast við í ljósi meiðslasögunnar. Það er bara mannlegt og eðlilegt,“ sagði Darri hálf meyr. „Þegar út í leikinn var hins vegar komið var ég ekkert að pæla í því hvað gæti gerst. Adrenalínið bara tók yfir og gleðin að vera kominn aftur inn á parketið í keppnisleik og geta látið til mín taka. Tilfinningin var nánast ólýsanleg, þetta er svakalega þýðingamikið fyrir mig,“ sagði Haukamaðurinn sem ljómaði allur þegar hann var beðinn um að lýsa því hvernig honum væri innanbrjósts. Olís-deild karla Haukar Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Sjá meira
„Þetta var bara draumi líkast ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta hefur verið gríðarlega langur og erfiður tími. Ég hef lagt á mig mikla vinnu til þess að geta látið þetta verða að veruleika og nú er ég að uppskera eins og ég hef sáð. Það er gjörsamlega frábær tilfinning,“ sagði Darri sem kom inn í miðja vörn Haukaliðsins þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leik liðsins gegn Fram. Darri stóð sig feykilega vel í varnarleik sínum og lagði þung lóð á vogarskálina við að tryggja Haukum sigurinn. Darri hefur gengið í gegnum ýmislegt á handboltaferli sínum sem hefur verið þyrnum stráður. „Þetta hefur klárlega tekið töluvert á og reynt mikið á andlegu hliðina. Ég hélt að ég hefði masterað þolinmæði þegar ég sleit krossband ungur en ég hlaut mastersgráðuna endanlega að loknum þessum erfiða kafla. Nú bara tek ég einn dag í einu eins og ég hef gert síðustu þrjú árin. Ég er orðinn vel sjóaður í því að taka bara eitt skref í einu,“ sagði þessi sterki leikmaður. „Ég gæti ekki verið í betri höndum en hjá Ella sjúkraþjálfari sem hefur hjálpað mér ofboðslega mikið að komast á þann stað að geta spilað aftur. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir það. Framhaldið er algjörlega undir honum komið og ég fæ skýrslu á morgun hvernig næstu skref verða hjá mér,“ sagði hann. „Það voru alls konar tilfinningar sem bærðust innra með mér í aðdraganda leiksins. Fiðrildin voru mætt í magann, ég var mjög spenntur en á sama tíma auðvitað læðist að hræðsla um það hvernig líkaminn mun bregðast við í ljósi meiðslasögunnar. Það er bara mannlegt og eðlilegt,“ sagði Darri hálf meyr. „Þegar út í leikinn var hins vegar komið var ég ekkert að pæla í því hvað gæti gerst. Adrenalínið bara tók yfir og gleðin að vera kominn aftur inn á parketið í keppnisleik og geta látið til mín taka. Tilfinningin var nánast ólýsanleg, þetta er svakalega þýðingamikið fyrir mig,“ sagði Haukamaðurinn sem ljómaði allur þegar hann var beðinn um að lýsa því hvernig honum væri innanbrjósts.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Sjá meira