Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. september 2025 16:15 Halla Tómasdóttir er forseti Íslands. Breytingar hafa orðið og eru í vændum á skrifstofu embættis forseta Íslands. Prófessor í bókmenntafræði hefur tekið til starfa og forsætisráðherra hyggst leyfa forseta að ráða sér aðstoðarmann. Þrautreyndur skrifstofustjóri fer brátt á eftirlaun skömmu eftir að sérfræðingur leitaði á önnur mið. Jón Karl Helgason, prófessor í bókmenntafræði, hefur tekið til starfa hjá forseta Íslands. Á heimasíðu embættisins er hann titlaður sérfræðingur. Heimildir fréttastofu herma að einungis sé um tímabundna ráðningu að ræða en hún var gerð án auglýsingar. Á heimasíðu Háskóla Íslands er Jón Karl titlaður sem prófessor og kennari fyrir nemendur sem stunda nám í íslensku sem annað tungumál. Jón Karl stundaði nám í bókmenntafræði og íslensku við Háskóla Íslands og lauk síðar doktorsprófi í samanburðarbókmenntum í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð hans var rannsókn á sex ólíkum þýðingum og endurritunum á Njálu. Hann hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu og verið afkastamikill þýðandi skáldverka. Árni Sigurjónsson, skrifstofustjóri skrifstofu forseta, verður sjötugur á árinu og verður hann því að láta af störfum samkvæmt lögum. Árni hefur gegnt starfi skrifstofustjóra frá árinu 2006 en hann er líkt og Jón Karl með doktorsgráðu í bókmenntafræði. Að óbreyttu verður embættið að auglýsa starf skrifstofustjóra. Í byrjun sumars tilkynnti Una Sighvatsdóttir, fyrrverandi sérfræðingur á skrifstofu forseta, að hún hefði ákveðið að róa á ný mið. Í samtali við Vísi sagði hún ástæðuna þá að hún hefði ekki fundið sér stað í breytingum sem fram undan væru á skrifstofunni. Þá er möguleiki er á að það bætist við starfsmannafjöldann á næsta ári. Á þingmálaskrá Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra er frumvarp sem gerir forseta kleift að ráða sérstakan aðstoðarmann forseta. Nái frumvarpið í gegnum þingið fær Halla Tómasdóttir að handvelja sinn eigin aðstoðarmann án þess að auglýsa stöðuna, með sama hætti og ráðherrar ráða sér aðstoðarmenn. Aðstoðarmaðurinn verður þó að láta af störfum þegar Halla hættir að gegna embættinu. Ekki náðist í Jón Karl Helgason við vinnslu fréttarinnar. Forseti Íslands Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Halla Tómasdóttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Jón Karl Helgason, prófessor í bókmenntafræði, hefur tekið til starfa hjá forseta Íslands. Á heimasíðu embættisins er hann titlaður sérfræðingur. Heimildir fréttastofu herma að einungis sé um tímabundna ráðningu að ræða en hún var gerð án auglýsingar. Á heimasíðu Háskóla Íslands er Jón Karl titlaður sem prófessor og kennari fyrir nemendur sem stunda nám í íslensku sem annað tungumál. Jón Karl stundaði nám í bókmenntafræði og íslensku við Háskóla Íslands og lauk síðar doktorsprófi í samanburðarbókmenntum í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð hans var rannsókn á sex ólíkum þýðingum og endurritunum á Njálu. Hann hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu og verið afkastamikill þýðandi skáldverka. Árni Sigurjónsson, skrifstofustjóri skrifstofu forseta, verður sjötugur á árinu og verður hann því að láta af störfum samkvæmt lögum. Árni hefur gegnt starfi skrifstofustjóra frá árinu 2006 en hann er líkt og Jón Karl með doktorsgráðu í bókmenntafræði. Að óbreyttu verður embættið að auglýsa starf skrifstofustjóra. Í byrjun sumars tilkynnti Una Sighvatsdóttir, fyrrverandi sérfræðingur á skrifstofu forseta, að hún hefði ákveðið að róa á ný mið. Í samtali við Vísi sagði hún ástæðuna þá að hún hefði ekki fundið sér stað í breytingum sem fram undan væru á skrifstofunni. Þá er möguleiki er á að það bætist við starfsmannafjöldann á næsta ári. Á þingmálaskrá Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra er frumvarp sem gerir forseta kleift að ráða sérstakan aðstoðarmann forseta. Nái frumvarpið í gegnum þingið fær Halla Tómasdóttir að handvelja sinn eigin aðstoðarmann án þess að auglýsa stöðuna, með sama hætti og ráðherrar ráða sér aðstoðarmenn. Aðstoðarmaðurinn verður þó að láta af störfum þegar Halla hættir að gegna embættinu. Ekki náðist í Jón Karl Helgason við vinnslu fréttarinnar.
Forseti Íslands Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Halla Tómasdóttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira