Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2025 12:10 Þór Austmar og Björn Gíslason búa báðir í Ártúnsholti. Fréttastofa ræddi við þá um fyrirhugaðar breytingar fyrr í þessum mánuði. Vísir/Sigurjón Reykjavíkurborg hefur fallið frá framkvæmdum við Streng þar sem átti að koma fyrir grenndargámastöð. Íbúar höfðu kvartað yfir fyrirhugaðri staðsetningu og sendu fjölda áskorana á borgina. Grenndargámasvæði Ártúnsholts er nú við stórbílaplan við Straum, rétt austan við N1-stöð hverfisins. Svæðið er í jaðri hverfisins og borgin viljað færa hana lengra inn í hverfið til að auka aðgengi gangandi og hjólandi. Fyrirhugað var að færa hana á bílastæði við Straum, nálægt suðvesturhorni leikskólans Regnbogans. Hér fyrir neðan má sjá hvar grenndarstöðin átti að vera. Stæðin sem ferðavagnarnir eru áttu að víkja fyrir stöðinni. Íbúar kvörtuðu yfir staðsetningunni, líkt og fréttastofa fjallaði um fyrir tveimur vikum. Stöðin yrði of nálægt grunnskóla og báðum leikskólum hverfisins, en henni fylgdi mávager og umferð stórra ökutækja. „Við íbúar erum bara mjög áhyggjufullir. Þessu fylgir umferð stórra bíla og tilheyrandi ónæði af mávum eins og gerist niður frá. Vonandi verður ekki rusl fjúkandi, en við höfum miklar áhyggjur,“ sagði Þór Austmar, íbúi í Ártúnsholti, í kvöldfréttum Sýnar. Nú hafa gátskildir sem settir voru upp til að afmarka framkvæmdasvæðið verið fjarlægðir og á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að fallið hafi verið frá framkvæmdunum. Leitað sé að annarri staðsetningu fyrir grenndarstöðina. Guðmundur B Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg, segir í samtali við fréttastofu að um fimmtíu ábendingar hafi borist vegna breytinganna og því hafi verið ákveðið að staldra aðeins við. Skoða eigi athugasemdirnar og meta hvort það sé betri staðsetning í hverfinu fyrir grenndarstöð sem íbúum hugnast. Íbúar Ártúnsholts hrósa því sigri, í það minnsta í bili. Reykjavík Skipulag Sorphirða Borgarstjórn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Grenndargámasvæði Ártúnsholts er nú við stórbílaplan við Straum, rétt austan við N1-stöð hverfisins. Svæðið er í jaðri hverfisins og borgin viljað færa hana lengra inn í hverfið til að auka aðgengi gangandi og hjólandi. Fyrirhugað var að færa hana á bílastæði við Straum, nálægt suðvesturhorni leikskólans Regnbogans. Hér fyrir neðan má sjá hvar grenndarstöðin átti að vera. Stæðin sem ferðavagnarnir eru áttu að víkja fyrir stöðinni. Íbúar kvörtuðu yfir staðsetningunni, líkt og fréttastofa fjallaði um fyrir tveimur vikum. Stöðin yrði of nálægt grunnskóla og báðum leikskólum hverfisins, en henni fylgdi mávager og umferð stórra ökutækja. „Við íbúar erum bara mjög áhyggjufullir. Þessu fylgir umferð stórra bíla og tilheyrandi ónæði af mávum eins og gerist niður frá. Vonandi verður ekki rusl fjúkandi, en við höfum miklar áhyggjur,“ sagði Þór Austmar, íbúi í Ártúnsholti, í kvöldfréttum Sýnar. Nú hafa gátskildir sem settir voru upp til að afmarka framkvæmdasvæðið verið fjarlægðir og á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að fallið hafi verið frá framkvæmdunum. Leitað sé að annarri staðsetningu fyrir grenndarstöðina. Guðmundur B Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg, segir í samtali við fréttastofu að um fimmtíu ábendingar hafi borist vegna breytinganna og því hafi verið ákveðið að staldra aðeins við. Skoða eigi athugasemdirnar og meta hvort það sé betri staðsetning í hverfinu fyrir grenndarstöð sem íbúum hugnast. Íbúar Ártúnsholts hrósa því sigri, í það minnsta í bili.
Reykjavík Skipulag Sorphirða Borgarstjórn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira