Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 18:08 Sigurdís segir hreyfingu af hinu góða en vert sé að kanna betur áhrif ofurhlaupa á líkamann og möguleg tengsl við ristilkrabbamein. Krabbameinslæknir segir að full ástæða sé til að fylgja eftir rannsóknum bandarískra krabbameinslækna á tengslum svokallaðra ofurhlaupa líkt og bakgarðshlaupa við ristilkrabbamein. Mikilvægt sé að muna að hreyfing dragi úr áhættu á krabbameini. Sigurdís Haraldsdóttir ræddi rannsóknina í Reykjavík síðdegis, en rannsóknin var kynnt á stærstu krabbameinsráðstefnu í heimi í Bandaríkjunum í júní. Rannsóknin gefur til kynna að vísbendingar séu um tengsl milli ofurhlaupa og ristilkrabbameins en Sigurdís tekur fram að enn eigi eftir að birta rannsóknina, auk þess sem í hana vanti samanburðarhóp. Ekki sé hægt að fullyrða að orsakasamhengi sé á milli hlaupa og krabbameins en niðurstöðurnar séu þó sláandi. Kannað hvort ofurhlaupin valdi sepamyndun Í þættinum er Sigurdís spurð að því hvort það sé óhollt að hlaupa. Því svarar hún neitandi. Læknarnir sem framkvæmt hafi rannsóknina hafi tekið eftir því að á spítala þar sem þeir eru starfandi hafi komið upp tilfelli ultramaraþonhlaupara með ristilkraba. „Hér er verið að skoða fólk sem hefur hlaupið ultramaraþon eða fimm maraþon að minnsta kosti. Og við vitum það að þegar fólk hleypur þessi löngu maraþon þá getur orðið svona minnkað blóðflæði til garnar og jafnvel blóðþurrð í görn. Hér er verið að skoða það þá hvort það gæti jafnvel mögulega valdið sepamyndun og/eða ristilkrabbameinum.“ Þegar hlaupið sé svo langar vegalengdir þá minnki blóðstreymi til innyfla. Hundrað manns hafi verið skoðaðir í rannsókninni, allir höfðu hlaupið ultramaraþon eða fimm maraaþon eða fleiri og voru þau á aldrinum 35 til 50 ára og tekin í ristilspeglun. „Og svo var þá verið að skoða hversu margir höfðu sepa og niðurstöðurnar voru ansi sláandi því fimmtán prósent af fólki höfðu sepa sem voru annað hvort stórir eða voru með svona forstigsbreytingar ristilkrabbameins og þeir höfðu engan samanburðarhóp en bera í rauninni saman við sögulega tíðni sem hefði átt að vera nær kannski einu og hálfu prósenti.“ Sigurdís tekur fram að setja þurfi fyrirvara við niðurstöður rannsóknarinnar á þessum tímapunkti. Enginn samanburðarhópur hafi verið til staðar og ekki sé alveg ljóst hvort þarna sé orsakasamhengi á milli. Þá sé rannsóknin enn óbirt en ástæða sé til að skoða þetta betur. Hreyfing almennt af hinu góða Sigurdís minnir á að fyrir meðaljón sé mjög mikilvægt að hreyfa sig og það dragi hreinlega úr áhættu á því að fá krabbamein líkt og ristilkrabbamein. Rannsókn af sömu ráðstefnu í Bandaríkjunum hafi leitt það í ljós. Fólk með krabbamein sem hafi hreyft sig hafi lifað lengur. „Síðan varðandi aðra áhættuþætti sem geta haft áhrif, þá er að forðast áfengi og reykingar. Hreyfa sig og maður þarf að hugsa um mataræði og þá sér í lagi að borða trefjar, ávexti, grænmeti, forðast mikið kjöt og unnar kjötvörur sérstaklega,“ segir Sigurdís. Hún bætir því við að ristilkrabbi leiti í fjölskyldur. Sé fólk með fjölskyldusögu af ristilkrabbameini sé mikilvægt að fara fyrr í skimun, frá fjörutíu ára aldri. Ofurhlauparar fylgist með einkennum Full ástæða sé til að fylgja eftir rannsókninni á tengslum ofurhlaupa og krabbameins. Þörf sé á fleiri rannsóknum og stærri. „En við þurfum að hafa það í huga að nýgengni í ristilkrabbameini eru á uppleið í ungu fólki, þannig að við þetta fólk sem og annað myndi ég segja ef fólk er með einhver einkenni þá ætti það auðvitað að tala við lækni. Og hvaða einkenni? Ég meina það er eins og blóð í hægðum, blóðskortur sem er óútskýrður, hægðabreytingar eða þyngdartap, verkir í kvið, þetta eru allt einkenni sem fólk ætti að leita til læknis út af.“ Krabbamein Heilsa Hlaup Reykjavík síðdegis Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Sigurdís Haraldsdóttir ræddi rannsóknina í Reykjavík síðdegis, en rannsóknin var kynnt á stærstu krabbameinsráðstefnu í heimi í Bandaríkjunum í júní. Rannsóknin gefur til kynna að vísbendingar séu um tengsl milli ofurhlaupa og ristilkrabbameins en Sigurdís tekur fram að enn eigi eftir að birta rannsóknina, auk þess sem í hana vanti samanburðarhóp. Ekki sé hægt að fullyrða að orsakasamhengi sé á milli hlaupa og krabbameins en niðurstöðurnar séu þó sláandi. Kannað hvort ofurhlaupin valdi sepamyndun Í þættinum er Sigurdís spurð að því hvort það sé óhollt að hlaupa. Því svarar hún neitandi. Læknarnir sem framkvæmt hafi rannsóknina hafi tekið eftir því að á spítala þar sem þeir eru starfandi hafi komið upp tilfelli ultramaraþonhlaupara með ristilkraba. „Hér er verið að skoða fólk sem hefur hlaupið ultramaraþon eða fimm maraþon að minnsta kosti. Og við vitum það að þegar fólk hleypur þessi löngu maraþon þá getur orðið svona minnkað blóðflæði til garnar og jafnvel blóðþurrð í görn. Hér er verið að skoða það þá hvort það gæti jafnvel mögulega valdið sepamyndun og/eða ristilkrabbameinum.“ Þegar hlaupið sé svo langar vegalengdir þá minnki blóðstreymi til innyfla. Hundrað manns hafi verið skoðaðir í rannsókninni, allir höfðu hlaupið ultramaraþon eða fimm maraaþon eða fleiri og voru þau á aldrinum 35 til 50 ára og tekin í ristilspeglun. „Og svo var þá verið að skoða hversu margir höfðu sepa og niðurstöðurnar voru ansi sláandi því fimmtán prósent af fólki höfðu sepa sem voru annað hvort stórir eða voru með svona forstigsbreytingar ristilkrabbameins og þeir höfðu engan samanburðarhóp en bera í rauninni saman við sögulega tíðni sem hefði átt að vera nær kannski einu og hálfu prósenti.“ Sigurdís tekur fram að setja þurfi fyrirvara við niðurstöður rannsóknarinnar á þessum tímapunkti. Enginn samanburðarhópur hafi verið til staðar og ekki sé alveg ljóst hvort þarna sé orsakasamhengi á milli. Þá sé rannsóknin enn óbirt en ástæða sé til að skoða þetta betur. Hreyfing almennt af hinu góða Sigurdís minnir á að fyrir meðaljón sé mjög mikilvægt að hreyfa sig og það dragi hreinlega úr áhættu á því að fá krabbamein líkt og ristilkrabbamein. Rannsókn af sömu ráðstefnu í Bandaríkjunum hafi leitt það í ljós. Fólk með krabbamein sem hafi hreyft sig hafi lifað lengur. „Síðan varðandi aðra áhættuþætti sem geta haft áhrif, þá er að forðast áfengi og reykingar. Hreyfa sig og maður þarf að hugsa um mataræði og þá sér í lagi að borða trefjar, ávexti, grænmeti, forðast mikið kjöt og unnar kjötvörur sérstaklega,“ segir Sigurdís. Hún bætir því við að ristilkrabbi leiti í fjölskyldur. Sé fólk með fjölskyldusögu af ristilkrabbameini sé mikilvægt að fara fyrr í skimun, frá fjörutíu ára aldri. Ofurhlauparar fylgist með einkennum Full ástæða sé til að fylgja eftir rannsókninni á tengslum ofurhlaupa og krabbameins. Þörf sé á fleiri rannsóknum og stærri. „En við þurfum að hafa það í huga að nýgengni í ristilkrabbameini eru á uppleið í ungu fólki, þannig að við þetta fólk sem og annað myndi ég segja ef fólk er með einhver einkenni þá ætti það auðvitað að tala við lækni. Og hvaða einkenni? Ég meina það er eins og blóð í hægðum, blóðskortur sem er óútskýrður, hægðabreytingar eða þyngdartap, verkir í kvið, þetta eru allt einkenni sem fólk ætti að leita til læknis út af.“
Krabbamein Heilsa Hlaup Reykjavík síðdegis Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira