Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. september 2025 08:02 Berglind Björg Þorvaldsdóttir veit sannarlega hvar markið er. Vísir/Sigurjón Berglind Björg Þorvaldsdóttir kveðst hvergi nærri hætt en hún er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna og varð um helgina markahæst í sögu Breiðabliks. Hún bankar hressilega á dyrnar hjá landsliðinu með framgöngu sinni í sumar. Berglind Björg fór mikinn í síðustu umferð Bestu deildar kvenna fyrir skiptingu er Breiðablik vann 9-2 sigur á Þór/KA um helgina. Hún skoraði heil fimm mörk og er þar með orðin markahæsta kona í sögu Breiðabliks og tók þar með fram úr Ástu B. Gunnlaugsdóttur, sem skoraði á sínum tíma 195 mörk en Berglind hefur með sínum fimm um helgina, nú skorað 198 mörk. „Ég er bara virkilega stolt af þessu og meyr yfir að hafa slegið þetta met. Ég heyrði í kallkerfinu þegar ég skoraði að ég væri búin að bæta metið hennar. Tilfinningar út um allt,“ segir Berglind. Berglind Björg er langmarkahæst í deildinni með 20 mörk, fimm mörkum á undan liðsfélaga sínum Birtu Georgsdóttur. Næstu konur þar á eftir hafa skorað tíu. Henni hefur því svo sannarlega gengið vel að finna netmöskvana í sumar. „Ég sá það alls ekki fyrir. Ég held ég hafi aldrei farið í 20 mörk. Ég er mjög ánægð með þetta og þakklát liðsfélögum mínum að mata mig,“ segir Berglind sem var ákveðin í að gera vel með Blikaliðinu eftir vonbrigðatímabil með Val í fyrra en Hlíðarendafélagið leysti hana undan samningi í kjölfarið. „Klárlega. Markmiðið var alltaf að koma til baka og sýna gömlu góðu Berglindi. Að ég gæti þetta ennþá, sem ég get klárlega. Ég er hvergi nærri hætt,“ segir hún. Ekki heyrt frá Þorsteini Berglind er lang markahæst í deildinni, fimm mörkum á undan næstu konu. Hún á 72 landsleiki að baki en hefur verið utan hópsins í rúm tvö og hálft ár. En gerir hún tilkall til landsliðssætis með frammistöðu sumarsins? „Það væri algjör bónus. Það eina sem ég get gert er að sýna inni á vellinum að ég geti þetta ennþá - að ég geti skorað mörk og svona. Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) verður bara að horfa á það,“ segir Berglind sem hefur ekki heyrt frá landsliðsþjálfaranum þegar um mánuður er í næsta verkefni. „Ég hef ekkert heyrt frá honum ennþá,“ segir Berglind. En þú bíður við símann? „Ég bíð við símann,“ segir Berglind og skellir upp úr. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í glæsilegum sigri Breiðabliks á móti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2025 17:28 Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Breiðablik og þá einkum og sér í lagi Bergldind Björg Þorvaldsdóttir lék á als oddi þegar liðið fékk Þór/KA í heimsókn á Kópavogsvöll í 18. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Berglind Björg skoraði fimm mörk í 9-2 sigri Blika en hún er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks. 20. september 2025 15:52 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Berglind Björg fór mikinn í síðustu umferð Bestu deildar kvenna fyrir skiptingu er Breiðablik vann 9-2 sigur á Þór/KA um helgina. Hún skoraði heil fimm mörk og er þar með orðin markahæsta kona í sögu Breiðabliks og tók þar með fram úr Ástu B. Gunnlaugsdóttur, sem skoraði á sínum tíma 195 mörk en Berglind hefur með sínum fimm um helgina, nú skorað 198 mörk. „Ég er bara virkilega stolt af þessu og meyr yfir að hafa slegið þetta met. Ég heyrði í kallkerfinu þegar ég skoraði að ég væri búin að bæta metið hennar. Tilfinningar út um allt,“ segir Berglind. Berglind Björg er langmarkahæst í deildinni með 20 mörk, fimm mörkum á undan liðsfélaga sínum Birtu Georgsdóttur. Næstu konur þar á eftir hafa skorað tíu. Henni hefur því svo sannarlega gengið vel að finna netmöskvana í sumar. „Ég sá það alls ekki fyrir. Ég held ég hafi aldrei farið í 20 mörk. Ég er mjög ánægð með þetta og þakklát liðsfélögum mínum að mata mig,“ segir Berglind sem var ákveðin í að gera vel með Blikaliðinu eftir vonbrigðatímabil með Val í fyrra en Hlíðarendafélagið leysti hana undan samningi í kjölfarið. „Klárlega. Markmiðið var alltaf að koma til baka og sýna gömlu góðu Berglindi. Að ég gæti þetta ennþá, sem ég get klárlega. Ég er hvergi nærri hætt,“ segir hún. Ekki heyrt frá Þorsteini Berglind er lang markahæst í deildinni, fimm mörkum á undan næstu konu. Hún á 72 landsleiki að baki en hefur verið utan hópsins í rúm tvö og hálft ár. En gerir hún tilkall til landsliðssætis með frammistöðu sumarsins? „Það væri algjör bónus. Það eina sem ég get gert er að sýna inni á vellinum að ég geti þetta ennþá - að ég geti skorað mörk og svona. Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) verður bara að horfa á það,“ segir Berglind sem hefur ekki heyrt frá landsliðsþjálfaranum þegar um mánuður er í næsta verkefni. „Ég hef ekkert heyrt frá honum ennþá,“ segir Berglind. En þú bíður við símann? „Ég bíð við símann,“ segir Berglind og skellir upp úr. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Breiðablik Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í glæsilegum sigri Breiðabliks á móti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2025 17:28 Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Breiðablik og þá einkum og sér í lagi Bergldind Björg Þorvaldsdóttir lék á als oddi þegar liðið fékk Þór/KA í heimsókn á Kópavogsvöll í 18. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Berglind Björg skoraði fimm mörk í 9-2 sigri Blika en hún er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks. 20. september 2025 15:52 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
„Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í glæsilegum sigri Breiðabliks á móti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2025 17:28
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Breiðablik og þá einkum og sér í lagi Bergldind Björg Þorvaldsdóttir lék á als oddi þegar liðið fékk Þór/KA í heimsókn á Kópavogsvöll í 18. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Berglind Björg skoraði fimm mörk í 9-2 sigri Blika en hún er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks. 20. september 2025 15:52