Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 25. september 2025 07:03 Ríkisstjórnin heldur því fram að afnám samsköttunar snerti aðeins fámennan hóp. Þessi „fámenni“ hópur er reyndar 6% allra fjölskyldna í landinu. Flest tengja hjónaband við hjartnæma og táknræna athöfn þar sem ást tveggja aðila er innsigluð. Hjónabandið er þó meira en hátíðleg stund og falleg fyrirheit. Það er lagalegt samkomulag tveggja einstaklinga um ákveðin réttindi og skyldur gagnvart hvort öðru. Löggjafinn hefur einnig ákveðið að í hjónabandi felist hagræði og öryggi sem ætlað er að styðja við fjölskyldur og sameiginlega ábyrgð þeirra. Samsköttun hjóna er dæmi um það. Framfærsluskylda Ein helsta skylda giftra einstaklinga er framfærsluskylda sem felur í sér að gift fólk er framfærsluskylt gagnvart hvort öðru. Víða í löggjöf og reglum er komið inn á þessa skyldu t.a.m. í hjúskaparlögum en þar stendur skýrt að „hjón bera sameiginlega ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar.“ Framfærsluframlagið samkvæmt sömu lögum getur verið í formi perningagreiðslna, vinnu á heimili eða öðrum stuðningi við fjölskyldu og skiptist það á milli hjóna eftir getu og aðstæðum. Samsköttun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú boðað breytingar á skattalöggjöfinni með það fyrir augum að afnema samsköttun hjóna og sambúðarfólks. Samsköttun felst í því að einstaklingar í hjónabandi eða sambúð geta deilt skattalegu svigrúmi sínu. Ef annar aðilinn er með tekjur í efsta skattþrepi en hinn með engar eða lægri tekjur, getur fjölskyldan þannig lækkað samanlagða skattbyrði sína, en þó aðeins að ákveðnu hámarki. Samkvæmt ríkisstjórninni snýst þessi breyting um að „bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum“ í skattkerfinu. Ríkisstjórnin heldur því jafnframt fram að afnámið snerti aðeins fámennan hóp. Þessi „fámenni“ hópur er reyndar 6% allra fjölskyldna í landinu. Afnám samsköttunar hefur því bein áhrif á fjölda íslenskra heimila. Það þýðir að tekjulægri aðilinn getur ekki lengur nýtt skattaleg réttindi sín til að bæta fjárhagsstöðu fjölskyldunnar með auknum ráðstöfunartekjum. Sú glufa sem ríkisstjórnin ætlar að loka er því í raun ráðstöfunartekjur heimilanna í landinu sem verið er að skerða. Tökum dæmi: Fyrsta dæmið eru hjón með lítil börn. Annað foreldrið starfar á togara, fer í langa túra á sjó og er með tekjur í efsta skattþrepi. Hitt foreldrið er heima með börnin, tekjulaust, þar sem yngsta barnið er ekki komið með dagvistun og fæðingarorlofsrétti beggja foreldra er lokið. Ef samsköttunin verður afnumin missa hjónin skattalegt hagræði af því að vera gift en eru engu að síður enn framfærsluskyld samkvæmt lögum Annað dæmið eru tvær fjölskyldur sem báðar saman standa af sambúðarfólki og tveimur börnum. Báðar fjölskyldurnar eru með sömu heildartekjur fyrir skatt. Í fyrri fjölskyldunni eru tekjur foreldranna svipaðar. Í þeirri síðari er annar aðilinn með mun lægri tekjur en hinn með tekjur í efsta skattþrepi. Með afnámi samsköttunar hækkar skattbyrði síðari fjölskyldunnar þrátt fyrir sömu heildartekjur beggja fjölskyldna. Hversu sanngjarnt er það að sambærilegar fjölskyldur sitji uppi með ólíka skattbyrði? Þriðja dæmið eru hjón á miðjum aldri með einn ungling á heimilinu. Annar einstaklingurinn hefur nýlega veikst alvarlega, er frá vinnu og með nánast engar tekjur. Hinn einstaklingurinn rekur eigið fyrirtæki og er með tekjur sem rétt ná yfir efsta skattþrepið. Með afnám samsköttunar skerðast tekjur heimilisins um að lágmarki 100.000 krónur á ársgrundvelli. Það munar um minna í þrálátri verðbólgu. Skattar munu „ekki“ hækka á einstaklinga „Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. [....] Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimila [...]“ skrifaði Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar í aðdraganda alþingiskosningana 2024. Raunin virðist hins vegar vera önnur. Skattalegt hagræði hjóna og sambúðarfólks með ólíkar tekjur skerðist verulega með afnámi samsköttunar, á sama tíma og hjón bera áfram sameiginlega ábyrgð á skattaskuldum. Þá er ekkert sem bendir til þess að kostnaður heimilanna í landinu fari lækkandi. Sleggjan hefur ekki virkað á vextina, verðbólgan er þrálát og nú liggur fyrir að ráðstöfunartekjur 6% heimila í landinu lækka vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar! Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin heldur því fram að afnám samsköttunar snerti aðeins fámennan hóp. Þessi „fámenni“ hópur er reyndar 6% allra fjölskyldna í landinu. Flest tengja hjónaband við hjartnæma og táknræna athöfn þar sem ást tveggja aðila er innsigluð. Hjónabandið er þó meira en hátíðleg stund og falleg fyrirheit. Það er lagalegt samkomulag tveggja einstaklinga um ákveðin réttindi og skyldur gagnvart hvort öðru. Löggjafinn hefur einnig ákveðið að í hjónabandi felist hagræði og öryggi sem ætlað er að styðja við fjölskyldur og sameiginlega ábyrgð þeirra. Samsköttun hjóna er dæmi um það. Framfærsluskylda Ein helsta skylda giftra einstaklinga er framfærsluskylda sem felur í sér að gift fólk er framfærsluskylt gagnvart hvort öðru. Víða í löggjöf og reglum er komið inn á þessa skyldu t.a.m. í hjúskaparlögum en þar stendur skýrt að „hjón bera sameiginlega ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar.“ Framfærsluframlagið samkvæmt sömu lögum getur verið í formi perningagreiðslna, vinnu á heimili eða öðrum stuðningi við fjölskyldu og skiptist það á milli hjóna eftir getu og aðstæðum. Samsköttun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú boðað breytingar á skattalöggjöfinni með það fyrir augum að afnema samsköttun hjóna og sambúðarfólks. Samsköttun felst í því að einstaklingar í hjónabandi eða sambúð geta deilt skattalegu svigrúmi sínu. Ef annar aðilinn er með tekjur í efsta skattþrepi en hinn með engar eða lægri tekjur, getur fjölskyldan þannig lækkað samanlagða skattbyrði sína, en þó aðeins að ákveðnu hámarki. Samkvæmt ríkisstjórninni snýst þessi breyting um að „bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum“ í skattkerfinu. Ríkisstjórnin heldur því jafnframt fram að afnámið snerti aðeins fámennan hóp. Þessi „fámenni“ hópur er reyndar 6% allra fjölskyldna í landinu. Afnám samsköttunar hefur því bein áhrif á fjölda íslenskra heimila. Það þýðir að tekjulægri aðilinn getur ekki lengur nýtt skattaleg réttindi sín til að bæta fjárhagsstöðu fjölskyldunnar með auknum ráðstöfunartekjum. Sú glufa sem ríkisstjórnin ætlar að loka er því í raun ráðstöfunartekjur heimilanna í landinu sem verið er að skerða. Tökum dæmi: Fyrsta dæmið eru hjón með lítil börn. Annað foreldrið starfar á togara, fer í langa túra á sjó og er með tekjur í efsta skattþrepi. Hitt foreldrið er heima með börnin, tekjulaust, þar sem yngsta barnið er ekki komið með dagvistun og fæðingarorlofsrétti beggja foreldra er lokið. Ef samsköttunin verður afnumin missa hjónin skattalegt hagræði af því að vera gift en eru engu að síður enn framfærsluskyld samkvæmt lögum Annað dæmið eru tvær fjölskyldur sem báðar saman standa af sambúðarfólki og tveimur börnum. Báðar fjölskyldurnar eru með sömu heildartekjur fyrir skatt. Í fyrri fjölskyldunni eru tekjur foreldranna svipaðar. Í þeirri síðari er annar aðilinn með mun lægri tekjur en hinn með tekjur í efsta skattþrepi. Með afnámi samsköttunar hækkar skattbyrði síðari fjölskyldunnar þrátt fyrir sömu heildartekjur beggja fjölskyldna. Hversu sanngjarnt er það að sambærilegar fjölskyldur sitji uppi með ólíka skattbyrði? Þriðja dæmið eru hjón á miðjum aldri með einn ungling á heimilinu. Annar einstaklingurinn hefur nýlega veikst alvarlega, er frá vinnu og með nánast engar tekjur. Hinn einstaklingurinn rekur eigið fyrirtæki og er með tekjur sem rétt ná yfir efsta skattþrepið. Með afnám samsköttunar skerðast tekjur heimilisins um að lágmarki 100.000 krónur á ársgrundvelli. Það munar um minna í þrálátri verðbólgu. Skattar munu „ekki“ hækka á einstaklinga „Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. [....] Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimila [...]“ skrifaði Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar í aðdraganda alþingiskosningana 2024. Raunin virðist hins vegar vera önnur. Skattalegt hagræði hjóna og sambúðarfólks með ólíkar tekjur skerðist verulega með afnámi samsköttunar, á sama tíma og hjón bera áfram sameiginlega ábyrgð á skattaskuldum. Þá er ekkert sem bendir til þess að kostnaður heimilanna í landinu fari lækkandi. Sleggjan hefur ekki virkað á vextina, verðbólgan er þrálát og nú liggur fyrir að ráðstöfunartekjur 6% heimila í landinu lækka vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar! Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun