Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2025 07:01 Maður frá Suður-Kóreu ætlaði sér að sjá Brighton spila. Það gekk ekki eftir. EPA/Vince Mignott Maður frá Suður-Kóreu ferðaðist nærri 9000 kílómetra til að komast á leik Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni. Þegar á staðinn var kominn kom í ljós að miði hans, sem kostaði 150 þúsund íslenskar krónur, var falsaður og honum neitaður aðgangur á Amex-völlinn. Breska ríkisútvarpið, BBC, opinberaði nýverið að fjölmargir miðar á leiki í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta væru seldir á svörtum markaði. Margir þeirra eru falsaðir og því situr stuðningsfólk eftir með sárt ennið. „Ég er vonsvikinn. Ég skil ekki þessa reglu. Mér hefur verið sagt að ég ætti að reyna fá miðann endurgreiddan,“ sagði James – maðurinn frá Suður-Kóreu – í viðtali við BBC. Talið er að 200 aðrir hafi lent í því sama og James á téðum Brighton leik. 'I flew 5,500 miles and paid £900 for a Premier League ticket but was turned away' https://t.co/WdaqNPn7ND— BBC News (UK) (@BBCNews) September 23, 2025 Að endurselja miða er bannað í Bretlandi en fjöldinn allur af vefsíðum býður þó upp á slíka miða. „Langtíma stuðningsfólk á erfitt með að fá miða því þeir eru allir keyptir af þessum aðilum sem selja þá svo áfram,“ segir Tom Greatrex, formaður Í grein BBC um málið er rætt við Brighton sem gaf breska ríkisútvarpinu innsýn í hvernig félagið – sem og önnur lið úrvalsdeildarinnar – eru að tækla vandamálið. Notaður er hugbúnaður sem aðstoðar við að greina hver er að kaupa miðana og ef í ljós kemur að um vefsíðu sem selur þá áfram á ólögmætan hátt fer salan ekki í gegn. Allt er þetta gert til að koma í veg fyrir að fólk eins og James geri sér ferð og eyði fúlgum fjár í miða sem virka svo ekki þegar á hólminn er komið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Breska ríkisútvarpið, BBC, opinberaði nýverið að fjölmargir miðar á leiki í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta væru seldir á svörtum markaði. Margir þeirra eru falsaðir og því situr stuðningsfólk eftir með sárt ennið. „Ég er vonsvikinn. Ég skil ekki þessa reglu. Mér hefur verið sagt að ég ætti að reyna fá miðann endurgreiddan,“ sagði James – maðurinn frá Suður-Kóreu – í viðtali við BBC. Talið er að 200 aðrir hafi lent í því sama og James á téðum Brighton leik. 'I flew 5,500 miles and paid £900 for a Premier League ticket but was turned away' https://t.co/WdaqNPn7ND— BBC News (UK) (@BBCNews) September 23, 2025 Að endurselja miða er bannað í Bretlandi en fjöldinn allur af vefsíðum býður þó upp á slíka miða. „Langtíma stuðningsfólk á erfitt með að fá miða því þeir eru allir keyptir af þessum aðilum sem selja þá svo áfram,“ segir Tom Greatrex, formaður Í grein BBC um málið er rætt við Brighton sem gaf breska ríkisútvarpinu innsýn í hvernig félagið – sem og önnur lið úrvalsdeildarinnar – eru að tækla vandamálið. Notaður er hugbúnaður sem aðstoðar við að greina hver er að kaupa miðana og ef í ljós kemur að um vefsíðu sem selur þá áfram á ólögmætan hátt fer salan ekki í gegn. Allt er þetta gert til að koma í veg fyrir að fólk eins og James geri sér ferð og eyði fúlgum fjár í miða sem virka svo ekki þegar á hólminn er komið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira