Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar 23. september 2025 14:30 Spánn hefur lengi vel verið einn helsti, ef ekki helsti, áfangastaður ferðaþyrstra Íslendinga. Frá því að fyrstu sólarlandaferðirnar til Benidorm og Majorka hófust á 8. áratugnum, leituðu Íslendingar í auknum mæli til Miðjarðarhafsstrandar Íberíuskagans. Þar var ódýrt að gera vel við sig í mat og drykk, njóta sólarinnar og afslappaðs andrúmslofts heimamanna. „Á Spáni er gott að djamma og djúsa“ söng Brunaliðið 1978 og íslenskur almenningur tók undir. Spánn var komið á kortið. En um aldamótin fór að bera á breytingum, Íslendingar fóru að festa rætur í sumarlandinu í suðri og fleiri og fleiri að leiða hugann að flutningum. Bæði Spánn og Ísland voru á þessum tíma í Schengen og EES, sem gaf Íslendingum sömu réttindi og sama aðgang að opinberri þjónustu og innfæddir. Spánn lagði pesetanum - tók upp evruna, nýjan gjaldmiðil sem fól í sér fjárfestingatækifæri sem Íslendingar og Evrópubúar gerðu sér grein fyrir og létu ekki fram hjá sér fara. Mikil sprenging varð á fasteignamarkaðnum á Spáni um þetta leyti og erlend fjárfesting flæddi inn í landið sem aldrei fyrr. Spánn var ekki lengur land þar sem þú fórst bara til að eyða pesetum í frí eða skammtímaskemmtun, heldur land til að fjárfesta í framtíðinni. Á þessum tíma varð mikil aukning á því að Íslendingar á eftirlauna aldri flyttust til Spánar. Þessi þróun hefur verið nær óslitin síðan, ef frá er talið tímabilið eftir kreppuna 2008, þar sem minnkandi hagsæld á Íslandi og gjaldeyrishöft fólu í sér að Íslendingar þurftu að halda að sér höndunum. Ekki er til nákvæm tala yfir fjölda þeirra Íslendinga sem búsettir eru á Spáni meirihluta ársins, en samkvæmt spænskum yfirvöldum eru 1.506 Íslendingar með lögheimili í landinu á sama tíma og Þjóðskrá segir þá tölu vera mun lægri eða 952. Ólíklegt er að þessar tölur endurspegli raunveruleikann, þar sem flestir Íslendingar sem staðsettir eru á Spáni meirihluta árs kjósa að halda lögheimili sínu á Íslandi og enn fleiri búa með annan fótinn í hvoru landi. Alls konar tölum hefur verið slegið fram um raunverulegan fjölda Íslendinga á Spáni, 4.000, 5.000, 6.000 og allt að 10.000 Íslendingar gætu hugsanlega verið búsettir þar án þess að vera skráðir sem slíkir. En slíkar tölur er erfitt að staðfesta. Það sem við vitum þó, er að fjölgun landans á Spáni er í sífelldum vexti og fátt sem bendir til að draga muni úr þeirri aukningu. Undanfarin ár, hefur stærsta breytingin verið stöðug fjölgun á ungu fólki sem flutt hefur suður á bóginn, barnafjölskyldur sem hafa þann kost að vinna á netinu, eða við árstíðarbundin störf ( í sjómennsku eða ferðaþjónstu). Þannig mætti segja að meðalaldur suður-íslendinga sé sífellt að lækka þrátt fyrir að íslenskir eftirlaunaþegar séu án efa enn þá fremstir meðal jafningja. Fólk sem eftir langa starfsævi getur loks uppskorið árangur erfiðis síns og veitt sér að njóta mildara loftslags, gera vel við sig í mat og drykk og um leið þrefaldað kaupmátt ellilífeyrisins. Og e.t.v. Mætti segja að það sem þessir tveir ólíku hópar Íslendinga sem hingað flytja eigi sameiginlegt sé að þeir séu að sækja í meiri lífsgæði, hægari lífsstíl, það að eiga meira eftir í lok mánaðar og ekki síst að snúa baki við afkomukvíðanum. Sem dæmi er kostnaðurinn við það að búa á Torrevieja svæðinu 1/3 af því sem það kostar að búa á stórhöfuðborgarsvæðinu. Veðurfar er með því besta sem gerist um allan heim, lífsstíllinn fjölskylduvænn, samgöngur til fyrirmyndar, landið öruggt og Íslendingar með sömu réttindi og hver annar Evrópubúi í frjálsu og lýðræðislegu velferðarríki. Mörg okkar sem hér búa halda þó enn sterk tengsl við Ísland og eins er hér starfandi virkt Íslendinga samfélag fyrir þá sem sækjast í samveru við landann. Og svo eru aðrir sem kjósa það frekar að aðlagast spænskri menningu, þannig að það er allur gangur á. Ekki er óalgengt að Íslendingar sem hér búa hluta úr ári haldi út sínu öðru heimili á Íslandi, og fljúgi eins og sumarfuglarnir norður á bóginn yfir heitustu mánuði ársins á meðan spænska heimilið er leigt út til fjölskyldu og vina í fjarveru þeirra. Allur gangur er þó í þessum málum. En eitt er þó víst, að sú þróun sem tók sín fyrstu spor á 8.áratug síðustu aldar er hvergi nærri lokið og fólksflutningar Íslendinga til Spánar í örum vexti enn þann dag í dag. Á meðan Ísland er ríkt land þar sem dýrt er að búa- á meðan ekki er hægt að rækta pálmatré í Nauthólsvík - á meðan samgöngur til Spánar eru öruggar og innan seilingar, þá munu allir vegir liggja til miðjaðarhafstrandar Spánar. E.t.v. Ekki til að liggja „sólbrenndur með „Quick tan“ brúsa“ en sannarlega í „sandölum og ermalausum bol“. Eða eins við sem búum hérna heyrum svo oft frá nýfluttum löndum okkar „Elskan mín, af hverju gerðum við þetta ekki fyrr!“. Höfundur er löggildur fasteignasali á Spáni, með BA gráðu í Alþjóðasamskiptum frá Evrópuháskólann í Valensíaborg á Spáni þar sem hann hefur verið búsettur síðan 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Spánn hefur lengi vel verið einn helsti, ef ekki helsti, áfangastaður ferðaþyrstra Íslendinga. Frá því að fyrstu sólarlandaferðirnar til Benidorm og Majorka hófust á 8. áratugnum, leituðu Íslendingar í auknum mæli til Miðjarðarhafsstrandar Íberíuskagans. Þar var ódýrt að gera vel við sig í mat og drykk, njóta sólarinnar og afslappaðs andrúmslofts heimamanna. „Á Spáni er gott að djamma og djúsa“ söng Brunaliðið 1978 og íslenskur almenningur tók undir. Spánn var komið á kortið. En um aldamótin fór að bera á breytingum, Íslendingar fóru að festa rætur í sumarlandinu í suðri og fleiri og fleiri að leiða hugann að flutningum. Bæði Spánn og Ísland voru á þessum tíma í Schengen og EES, sem gaf Íslendingum sömu réttindi og sama aðgang að opinberri þjónustu og innfæddir. Spánn lagði pesetanum - tók upp evruna, nýjan gjaldmiðil sem fól í sér fjárfestingatækifæri sem Íslendingar og Evrópubúar gerðu sér grein fyrir og létu ekki fram hjá sér fara. Mikil sprenging varð á fasteignamarkaðnum á Spáni um þetta leyti og erlend fjárfesting flæddi inn í landið sem aldrei fyrr. Spánn var ekki lengur land þar sem þú fórst bara til að eyða pesetum í frí eða skammtímaskemmtun, heldur land til að fjárfesta í framtíðinni. Á þessum tíma varð mikil aukning á því að Íslendingar á eftirlauna aldri flyttust til Spánar. Þessi þróun hefur verið nær óslitin síðan, ef frá er talið tímabilið eftir kreppuna 2008, þar sem minnkandi hagsæld á Íslandi og gjaldeyrishöft fólu í sér að Íslendingar þurftu að halda að sér höndunum. Ekki er til nákvæm tala yfir fjölda þeirra Íslendinga sem búsettir eru á Spáni meirihluta ársins, en samkvæmt spænskum yfirvöldum eru 1.506 Íslendingar með lögheimili í landinu á sama tíma og Þjóðskrá segir þá tölu vera mun lægri eða 952. Ólíklegt er að þessar tölur endurspegli raunveruleikann, þar sem flestir Íslendingar sem staðsettir eru á Spáni meirihluta árs kjósa að halda lögheimili sínu á Íslandi og enn fleiri búa með annan fótinn í hvoru landi. Alls konar tölum hefur verið slegið fram um raunverulegan fjölda Íslendinga á Spáni, 4.000, 5.000, 6.000 og allt að 10.000 Íslendingar gætu hugsanlega verið búsettir þar án þess að vera skráðir sem slíkir. En slíkar tölur er erfitt að staðfesta. Það sem við vitum þó, er að fjölgun landans á Spáni er í sífelldum vexti og fátt sem bendir til að draga muni úr þeirri aukningu. Undanfarin ár, hefur stærsta breytingin verið stöðug fjölgun á ungu fólki sem flutt hefur suður á bóginn, barnafjölskyldur sem hafa þann kost að vinna á netinu, eða við árstíðarbundin störf ( í sjómennsku eða ferðaþjónstu). Þannig mætti segja að meðalaldur suður-íslendinga sé sífellt að lækka þrátt fyrir að íslenskir eftirlaunaþegar séu án efa enn þá fremstir meðal jafningja. Fólk sem eftir langa starfsævi getur loks uppskorið árangur erfiðis síns og veitt sér að njóta mildara loftslags, gera vel við sig í mat og drykk og um leið þrefaldað kaupmátt ellilífeyrisins. Og e.t.v. Mætti segja að það sem þessir tveir ólíku hópar Íslendinga sem hingað flytja eigi sameiginlegt sé að þeir séu að sækja í meiri lífsgæði, hægari lífsstíl, það að eiga meira eftir í lok mánaðar og ekki síst að snúa baki við afkomukvíðanum. Sem dæmi er kostnaðurinn við það að búa á Torrevieja svæðinu 1/3 af því sem það kostar að búa á stórhöfuðborgarsvæðinu. Veðurfar er með því besta sem gerist um allan heim, lífsstíllinn fjölskylduvænn, samgöngur til fyrirmyndar, landið öruggt og Íslendingar með sömu réttindi og hver annar Evrópubúi í frjálsu og lýðræðislegu velferðarríki. Mörg okkar sem hér búa halda þó enn sterk tengsl við Ísland og eins er hér starfandi virkt Íslendinga samfélag fyrir þá sem sækjast í samveru við landann. Og svo eru aðrir sem kjósa það frekar að aðlagast spænskri menningu, þannig að það er allur gangur á. Ekki er óalgengt að Íslendingar sem hér búa hluta úr ári haldi út sínu öðru heimili á Íslandi, og fljúgi eins og sumarfuglarnir norður á bóginn yfir heitustu mánuði ársins á meðan spænska heimilið er leigt út til fjölskyldu og vina í fjarveru þeirra. Allur gangur er þó í þessum málum. En eitt er þó víst, að sú þróun sem tók sín fyrstu spor á 8.áratug síðustu aldar er hvergi nærri lokið og fólksflutningar Íslendinga til Spánar í örum vexti enn þann dag í dag. Á meðan Ísland er ríkt land þar sem dýrt er að búa- á meðan ekki er hægt að rækta pálmatré í Nauthólsvík - á meðan samgöngur til Spánar eru öruggar og innan seilingar, þá munu allir vegir liggja til miðjaðarhafstrandar Spánar. E.t.v. Ekki til að liggja „sólbrenndur með „Quick tan“ brúsa“ en sannarlega í „sandölum og ermalausum bol“. Eða eins við sem búum hérna heyrum svo oft frá nýfluttum löndum okkar „Elskan mín, af hverju gerðum við þetta ekki fyrr!“. Höfundur er löggildur fasteignasali á Spáni, með BA gráðu í Alþjóðasamskiptum frá Evrópuháskólann í Valensíaborg á Spáni þar sem hann hefur verið búsettur síðan 2000.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun