Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2025 19:02 Gavi í leik á undirbúningstímabilinu. EPA/JEON HEON-KYUN Spánarmeistarar Barcelona verða án þeirra Gavi og Fermín López næstu vikurnar. ESPN greinir frá. Þar segir að hinn 21 árs gamli Gavi þurfi að gangast undir smávægilega aðgerð á hné til að athuga hvað sé að valda þeim verkjum sem herja nú á hann. Ungstirnið sneri til baka eftir krossbandsslit á sama hné á síðasta ári en virðist ekki hafa náð sér að fullu. Hann kom við sögu í fyrstu tveimur leikjum Barcelona á tímabilinu en hefur verið frá keppni síðan þá. Talið er að hann verði frá allt fram í nóvember. ESPN segir að forráðamenn Barca hafi vonast til að hægt væri að forðast að skera Gavi upp en það er ekki raunin. Undir hnífinn hann skal fara. Fermín meiddist lítillega í 3-0 sigrinum á Getafe á sunnudag. Hann verður frá keppni næstu þrjár vikurnar eða svo. Mun hann missa af leikjum gegn Real Oviedo, Orra Steini Óskarssyni og félögum í Real Sociedad ásamt viðureign Barcelona við Evrópumeistara París Saint-Germain. López í leik fyrr á tímabilinu.EPA/Toni Albir Í öðrum fréttum er það helst að Alejandro Balde og undrabarnið Lamine Yamal nálgast endurkomu eftir að hafa glímt við meiðsli undanfarið. Barcelona er sem stendur í 2. sæti La Liga, efstu deildar Spánar, tveimur stigum á eftir Real Madríd þegar fimm umferðir eru búnar. Þá unnu Börsungar útisigur á Newcastle United í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu þökk sé tvennu Marcus Rashford. Fótbolti Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
ESPN greinir frá. Þar segir að hinn 21 árs gamli Gavi þurfi að gangast undir smávægilega aðgerð á hné til að athuga hvað sé að valda þeim verkjum sem herja nú á hann. Ungstirnið sneri til baka eftir krossbandsslit á sama hné á síðasta ári en virðist ekki hafa náð sér að fullu. Hann kom við sögu í fyrstu tveimur leikjum Barcelona á tímabilinu en hefur verið frá keppni síðan þá. Talið er að hann verði frá allt fram í nóvember. ESPN segir að forráðamenn Barca hafi vonast til að hægt væri að forðast að skera Gavi upp en það er ekki raunin. Undir hnífinn hann skal fara. Fermín meiddist lítillega í 3-0 sigrinum á Getafe á sunnudag. Hann verður frá keppni næstu þrjár vikurnar eða svo. Mun hann missa af leikjum gegn Real Oviedo, Orra Steini Óskarssyni og félögum í Real Sociedad ásamt viðureign Barcelona við Evrópumeistara París Saint-Germain. López í leik fyrr á tímabilinu.EPA/Toni Albir Í öðrum fréttum er það helst að Alejandro Balde og undrabarnið Lamine Yamal nálgast endurkomu eftir að hafa glímt við meiðsli undanfarið. Barcelona er sem stendur í 2. sæti La Liga, efstu deildar Spánar, tveimur stigum á eftir Real Madríd þegar fimm umferðir eru búnar. Þá unnu Börsungar útisigur á Newcastle United í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu þökk sé tvennu Marcus Rashford.
Fótbolti Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira