Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. september 2025 10:30 Ofurunnin matvæli og matvælamarkaður sem stuðlar að óheilbrigðu neyslumynstri er sagt meðal skýringa samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF um fjölgun barna með offitu. Getty Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust reynast fleiri börn og unglingar á skólaaldri á heimsvísu glíma við offitu en undirþyngd samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Eitt af hverjum tíu börnum á heimsvísu glíma við offitu samkvæmt skýrslunni og er markaðssetning mikið unninna matvæla sögð meðal mögulegra sökudólga. Greiningin byggir á gögnum frá yfir 190 löndum og gefa niðurstöður meðal annars til kynna að fjöldi barna á aldrinum fimm til nítján ára sem eru í undirþyngd hafi lækkað hlutfallslega úr 13% á árinu 2000 og niður í 9,2%. Á sama tíma hefur hlutfall barna með offitu farið vaxandi, en um 3% barna glímdu við offitu árið 2000 samanborið við 9,4% nú. Kúvending í neyslumynstri í ákveðnum ríkjum frá aldamótum Þannig mælast fleiri börn með offitu en þau sem eru í undirþyngd í nær öllum heimshlutum, að frátalinni Afríku sunnan Sahara og í Suður-Asíu. Hlutfall barna í offitu mælist einna hæst í Kyrrahafslöndum þar sem allt að 38% barna á aldrinum fimm til nítján ára teljast vera of feit. Þar er um að ræða tvöföldun á fjölda barna með offitu frá aldamótum en þróunin er einkum rakin til breyttra matarvenja vegna aukins innflutnings á ódýrum og óhollum matvælum. Sælgætishillur verslana eru jafnan troðfullar af sykruðum vörum, bæði hér á landi og erlendis.Vísir/Vilhelm Ríkari lönd á borð við Síle, Bandaríkin og Sameinuðu arabísku furstadæmin komast einnig á blað þar sem hlutfall offitu meðal barna er hvað hæst að því er fram kemur í tilkynningu um helstu niðurstöður sem birtar voru um miðjan september. Vannæring skilgreind með víðtækari hætti en áður „Þegar við tölum um vannæringu, þá erum við ekki lengur bara að tala um of létt börn,“ er haft eftir Catherine Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, í tilkynningunni. „Vannæring er vaxandi áhyggjuefni sem getur haft áhrif á heilsu og þroska barna. Ofur-unnin matvæli eru í auknum mæli að taka við af ávöxtum, grænmeti og prótíni á tímum þar sem næring gegnir mikilvægu hlutverki í vexti, hugræns þroska og andlegri heilsu,“ segir Russell. Börn eru metin í ofþyngd þegar þau eru umtalsvert þyngri en talið er hollt miðað við aldur þeirra, kyn og hæð. Offita aftur á móti er alvarlegt tilfelli ofþyngdar sem leitt getur meðal annars til aukinnar hættu á háum blóðþrýstingi og lífshættulegum sjúkdómum síðar á lífsleiðinni, á borð við sykursýki tvö, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Mæðgin versla í Múmbæ á Indlandi.Getty/Indranil Aditya Ofurunnin matvæli tröllríði markaðnum Á meðan vannæring sem orsakar undirþyngd er enn viðvarandi vandamál, einkum meðal yngri barna í fátækari ríkjum, virðist offita vera vaxandi vandamál víðast hvar um heiminn meðal barna og unglinga á aldrinum fimm til nítján ára samkvæmt skýrslunni. Nýjustu gögn gefi til kynna að eitt af hverjum fimm börnum á þeim aldri séu í yfirþyngd, og þar af mörg með offitu. Varað er við því í skýrslunni að ofurunnin matvæli og skyndibiti, sem ríkur er af sykri, unninni sterkju, salti, óhollri fitu og aukaefnum, móti mataræði barna í gegnum óheilbrigt matvælaumhverfi og því sé ekki hægt að skella skuldinni á persónulegt val einstaklinga á þeim mat sem það neytir. Óhollar matvörur af þessum toga tröllríði markaðnum, bæði í verslunum og skólum, á sama tíma og stafræn markaðssetning gefi framleiðendum drykkjar- og matvæla mikil völd og aðgang að ungum neytendum. Fjallað var um ofþyngd barna í Kompás árið 2019. Sameinuðu þjóðirnar Börn og uppeldi Heilbrigðismál Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira
Greiningin byggir á gögnum frá yfir 190 löndum og gefa niðurstöður meðal annars til kynna að fjöldi barna á aldrinum fimm til nítján ára sem eru í undirþyngd hafi lækkað hlutfallslega úr 13% á árinu 2000 og niður í 9,2%. Á sama tíma hefur hlutfall barna með offitu farið vaxandi, en um 3% barna glímdu við offitu árið 2000 samanborið við 9,4% nú. Kúvending í neyslumynstri í ákveðnum ríkjum frá aldamótum Þannig mælast fleiri börn með offitu en þau sem eru í undirþyngd í nær öllum heimshlutum, að frátalinni Afríku sunnan Sahara og í Suður-Asíu. Hlutfall barna í offitu mælist einna hæst í Kyrrahafslöndum þar sem allt að 38% barna á aldrinum fimm til nítján ára teljast vera of feit. Þar er um að ræða tvöföldun á fjölda barna með offitu frá aldamótum en þróunin er einkum rakin til breyttra matarvenja vegna aukins innflutnings á ódýrum og óhollum matvælum. Sælgætishillur verslana eru jafnan troðfullar af sykruðum vörum, bæði hér á landi og erlendis.Vísir/Vilhelm Ríkari lönd á borð við Síle, Bandaríkin og Sameinuðu arabísku furstadæmin komast einnig á blað þar sem hlutfall offitu meðal barna er hvað hæst að því er fram kemur í tilkynningu um helstu niðurstöður sem birtar voru um miðjan september. Vannæring skilgreind með víðtækari hætti en áður „Þegar við tölum um vannæringu, þá erum við ekki lengur bara að tala um of létt börn,“ er haft eftir Catherine Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, í tilkynningunni. „Vannæring er vaxandi áhyggjuefni sem getur haft áhrif á heilsu og þroska barna. Ofur-unnin matvæli eru í auknum mæli að taka við af ávöxtum, grænmeti og prótíni á tímum þar sem næring gegnir mikilvægu hlutverki í vexti, hugræns þroska og andlegri heilsu,“ segir Russell. Börn eru metin í ofþyngd þegar þau eru umtalsvert þyngri en talið er hollt miðað við aldur þeirra, kyn og hæð. Offita aftur á móti er alvarlegt tilfelli ofþyngdar sem leitt getur meðal annars til aukinnar hættu á háum blóðþrýstingi og lífshættulegum sjúkdómum síðar á lífsleiðinni, á borð við sykursýki tvö, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Mæðgin versla í Múmbæ á Indlandi.Getty/Indranil Aditya Ofurunnin matvæli tröllríði markaðnum Á meðan vannæring sem orsakar undirþyngd er enn viðvarandi vandamál, einkum meðal yngri barna í fátækari ríkjum, virðist offita vera vaxandi vandamál víðast hvar um heiminn meðal barna og unglinga á aldrinum fimm til nítján ára samkvæmt skýrslunni. Nýjustu gögn gefi til kynna að eitt af hverjum fimm börnum á þeim aldri séu í yfirþyngd, og þar af mörg með offitu. Varað er við því í skýrslunni að ofurunnin matvæli og skyndibiti, sem ríkur er af sykri, unninni sterkju, salti, óhollri fitu og aukaefnum, móti mataræði barna í gegnum óheilbrigt matvælaumhverfi og því sé ekki hægt að skella skuldinni á persónulegt val einstaklinga á þeim mat sem það neytir. Óhollar matvörur af þessum toga tröllríði markaðnum, bæði í verslunum og skólum, á sama tíma og stafræn markaðssetning gefi framleiðendum drykkjar- og matvæla mikil völd og aðgang að ungum neytendum. Fjallað var um ofþyngd barna í Kompás árið 2019.
Sameinuðu þjóðirnar Börn og uppeldi Heilbrigðismál Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira