Erlent

Vill mikil­vægt flug­skýli aftur og hótar Af­gönum öllu illu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Trump segir mikilvægt að Bandaríkjamenn fái aftur að stjórna Bagram flugskýlinu.
Trump segir mikilvægt að Bandaríkjamenn fái aftur að stjórna Bagram flugskýlinu. AP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að „vondir hlutir“ muni gerast við Afganistan ef Talíbanar láta ekki af stjórn Bagram flugskýlisins sem tilheyrði Bandaríkjunum þangað til 2022.

Bandaríkjamenn sækjast nú eftir því að endurheimta stjórn yfir flugskýlinu, sem var mikilvæg hernaðarmiðstöð Atlantshafsbandalagsins í tvo áratugi, en skýlið var afhent afgönskum yfirvöldum skömmu áður en Talíbanar tóku yfir stjórn landsins.

Trump hefur látið hafa eftir sér að mögulegt væri að endurheimta stjórn yfir svæðinu, en hann segir að Afganir þurfi á aðstoð Bandaríkjamanna að halda í öðrum málum.

Þá sagði Trump á blaðamannafundi á fimmtudaginn að Bandaríkjamenn hefðu gefið Afgönum skýlið og ekkert fengið í staðinn. 

Færsla Trumps á Truth Social.

Í fyrri embættistíð Trumps á forsetastóli 2020 var unnið að samkomulagi við Afganistan sem fól meðal annars í sér að allir bandarískir hermenn skyldu yfirgefa landið, og var samningurinn að lokum undirritaður árið eftir þegar Joe Biden var við völd.

Trump sagði í mars á þessu ári að hann hefði aldrei viljað missa Bagram skýlið, en hann segir mikilvægt að halda í það vegna Kínverja. Kínverjar séu að framleiða kjarnorkuvopn í aðeins klukkutíma fjarlægð frá skýlinu. Samkvæmt umfjöllun BBC liggur er ekkert staðfest í þeim efnum.

Talíbanar hafa hafnað hugmyndum Trumps en í færslu á samfélagsmiðlum í dag sagði Trump að vondir hlutir muni gerast við Afganistan ef þeir skila ekki skýlinu til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×