Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir og Valdimar Gylfason skrifa 20. september 2025 16:02 Í dag er íslenskt barnaefni meira en bara afþreying – það er líka menntun og mikilvægt forvarnartæki í samfélagi sem breytist hratt og verður sífellt fjölbreyttara. Í því samhengi ætti íslenskt barnaefni að styrkja sjálfsmynd barna, efla félagsfærni þeirra og auka skilning á fjölbreytileikanum í kringum þau. Samkvæmt UNESCO er læsi víðtæk hæfni sem nær út fyrir lestur og ritun; það felur einnig í sér hæfni til tjáningar, skilnings og samkenndar, að geta sett sig í spor annarra. Þetta er lykilatriði fyrir börn á okkar tímum og kemur skýrt fram í Menntastefnu Íslands til 2030, þar sem jöfn tækifæri, vellíðan og þátttaka allra eru í forgrunni. En endurspeglar íslenskt barnaefni þessi gildi nægilega vel? Nágrannalönd eins og Noregur hafa lengi stutt við fjölbreytileika máls og raddar í barnaefni, þannig að börn heyri sínar eigin mállýskur og finna að þau tilheyra. Þetta styrkir sjálfsmynd þeirra og eykur félagslega vellíðan. Hér á landi er tækifæri til bætingar hvað þetta varðar, þar sem íslenska barnaefnið er oft með tiltölulega einsleitan „staðlaðan“ framburð, sem getur haft þau áhrif að börn með aðra mállýsku eða hreim líði eins og þau tilheyri síður. Íslenska kvikmyndin Birta er gott dæmi um hvernig hægt er að nálgast þessi mál af virðingu og hlýju. Hún gefur börnum rödd og speglar fjölbreytileika án fordóma. Það er mikilvægur þáttur að íslenskt barnaefni sé ekki aðeins menntandi heldur einnig skemmtilegt – með slíku skemmtanagildi aukast líkurnar á að börn kjósi að horfa á það frekar en að eyða tíma sínum á erlendum samfélagsmiðlum og efnisveitum. Þannig hefur til að mynda Krakkaskaup undanfarinna ára náð að vera bæði skemmtilegt og endurtekningarhæft barnaefni sem heldur athygli og vekur áhuga barna um allt land. Til að styrkja íslenska menningu og samfélag teljum við mikilvægt að: - Fleiri mállýskur og fjölbreyttar raddir fái að heyrast í barnaefni. - Fjölbreytileiki samfélagsins birtist á eðlilegan og jákvæðan hátt í barnamenningu. - Barnaefni sé nýtt markvisst sem forvarnartæki sem styrkir læsi, sjálfsmynd og félagsfærni. Ef við viljum efla íslenska tungu, draga úr útilokun og byggja upp sterkt og opið samfélag, þurfum við að hlusta á börnin og láta þau heyra sjálf sig – með öllum þeim mismunandi hreimum og röddum sem gera samfélagið okkar ríkara. Verk eins og Birta og Krakkaskaupið sýna að við höfum þegar upphafspunkt sem við getum byggt á. Með fjölbreyttu, aðgengilegu og áhugaverðu barnaefni gerum við meira en að fylla skjáinn - við fyllum rýmið með röddum sem skipta máli og hafa áhrif á velferð komandi kynslóða. Höfundar eru foreldrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er íslenskt barnaefni meira en bara afþreying – það er líka menntun og mikilvægt forvarnartæki í samfélagi sem breytist hratt og verður sífellt fjölbreyttara. Í því samhengi ætti íslenskt barnaefni að styrkja sjálfsmynd barna, efla félagsfærni þeirra og auka skilning á fjölbreytileikanum í kringum þau. Samkvæmt UNESCO er læsi víðtæk hæfni sem nær út fyrir lestur og ritun; það felur einnig í sér hæfni til tjáningar, skilnings og samkenndar, að geta sett sig í spor annarra. Þetta er lykilatriði fyrir börn á okkar tímum og kemur skýrt fram í Menntastefnu Íslands til 2030, þar sem jöfn tækifæri, vellíðan og þátttaka allra eru í forgrunni. En endurspeglar íslenskt barnaefni þessi gildi nægilega vel? Nágrannalönd eins og Noregur hafa lengi stutt við fjölbreytileika máls og raddar í barnaefni, þannig að börn heyri sínar eigin mállýskur og finna að þau tilheyra. Þetta styrkir sjálfsmynd þeirra og eykur félagslega vellíðan. Hér á landi er tækifæri til bætingar hvað þetta varðar, þar sem íslenska barnaefnið er oft með tiltölulega einsleitan „staðlaðan“ framburð, sem getur haft þau áhrif að börn með aðra mállýsku eða hreim líði eins og þau tilheyri síður. Íslenska kvikmyndin Birta er gott dæmi um hvernig hægt er að nálgast þessi mál af virðingu og hlýju. Hún gefur börnum rödd og speglar fjölbreytileika án fordóma. Það er mikilvægur þáttur að íslenskt barnaefni sé ekki aðeins menntandi heldur einnig skemmtilegt – með slíku skemmtanagildi aukast líkurnar á að börn kjósi að horfa á það frekar en að eyða tíma sínum á erlendum samfélagsmiðlum og efnisveitum. Þannig hefur til að mynda Krakkaskaup undanfarinna ára náð að vera bæði skemmtilegt og endurtekningarhæft barnaefni sem heldur athygli og vekur áhuga barna um allt land. Til að styrkja íslenska menningu og samfélag teljum við mikilvægt að: - Fleiri mállýskur og fjölbreyttar raddir fái að heyrast í barnaefni. - Fjölbreytileiki samfélagsins birtist á eðlilegan og jákvæðan hátt í barnamenningu. - Barnaefni sé nýtt markvisst sem forvarnartæki sem styrkir læsi, sjálfsmynd og félagsfærni. Ef við viljum efla íslenska tungu, draga úr útilokun og byggja upp sterkt og opið samfélag, þurfum við að hlusta á börnin og láta þau heyra sjálf sig – með öllum þeim mismunandi hreimum og röddum sem gera samfélagið okkar ríkara. Verk eins og Birta og Krakkaskaupið sýna að við höfum þegar upphafspunkt sem við getum byggt á. Með fjölbreyttu, aðgengilegu og áhugaverðu barnaefni gerum við meira en að fylla skjáinn - við fyllum rýmið með röddum sem skipta máli og hafa áhrif á velferð komandi kynslóða. Höfundar eru foreldrar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun