Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir og Valdimar Gylfason skrifa 20. september 2025 16:02 Í dag er íslenskt barnaefni meira en bara afþreying – það er líka menntun og mikilvægt forvarnartæki í samfélagi sem breytist hratt og verður sífellt fjölbreyttara. Í því samhengi ætti íslenskt barnaefni að styrkja sjálfsmynd barna, efla félagsfærni þeirra og auka skilning á fjölbreytileikanum í kringum þau. Samkvæmt UNESCO er læsi víðtæk hæfni sem nær út fyrir lestur og ritun; það felur einnig í sér hæfni til tjáningar, skilnings og samkenndar, að geta sett sig í spor annarra. Þetta er lykilatriði fyrir börn á okkar tímum og kemur skýrt fram í Menntastefnu Íslands til 2030, þar sem jöfn tækifæri, vellíðan og þátttaka allra eru í forgrunni. En endurspeglar íslenskt barnaefni þessi gildi nægilega vel? Nágrannalönd eins og Noregur hafa lengi stutt við fjölbreytileika máls og raddar í barnaefni, þannig að börn heyri sínar eigin mállýskur og finna að þau tilheyra. Þetta styrkir sjálfsmynd þeirra og eykur félagslega vellíðan. Hér á landi er tækifæri til bætingar hvað þetta varðar, þar sem íslenska barnaefnið er oft með tiltölulega einsleitan „staðlaðan“ framburð, sem getur haft þau áhrif að börn með aðra mállýsku eða hreim líði eins og þau tilheyri síður. Íslenska kvikmyndin Birta er gott dæmi um hvernig hægt er að nálgast þessi mál af virðingu og hlýju. Hún gefur börnum rödd og speglar fjölbreytileika án fordóma. Það er mikilvægur þáttur að íslenskt barnaefni sé ekki aðeins menntandi heldur einnig skemmtilegt – með slíku skemmtanagildi aukast líkurnar á að börn kjósi að horfa á það frekar en að eyða tíma sínum á erlendum samfélagsmiðlum og efnisveitum. Þannig hefur til að mynda Krakkaskaup undanfarinna ára náð að vera bæði skemmtilegt og endurtekningarhæft barnaefni sem heldur athygli og vekur áhuga barna um allt land. Til að styrkja íslenska menningu og samfélag teljum við mikilvægt að: - Fleiri mállýskur og fjölbreyttar raddir fái að heyrast í barnaefni. - Fjölbreytileiki samfélagsins birtist á eðlilegan og jákvæðan hátt í barnamenningu. - Barnaefni sé nýtt markvisst sem forvarnartæki sem styrkir læsi, sjálfsmynd og félagsfærni. Ef við viljum efla íslenska tungu, draga úr útilokun og byggja upp sterkt og opið samfélag, þurfum við að hlusta á börnin og láta þau heyra sjálf sig – með öllum þeim mismunandi hreimum og röddum sem gera samfélagið okkar ríkara. Verk eins og Birta og Krakkaskaupið sýna að við höfum þegar upphafspunkt sem við getum byggt á. Með fjölbreyttu, aðgengilegu og áhugaverðu barnaefni gerum við meira en að fylla skjáinn - við fyllum rýmið með röddum sem skipta máli og hafa áhrif á velferð komandi kynslóða. Höfundar eru foreldrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er íslenskt barnaefni meira en bara afþreying – það er líka menntun og mikilvægt forvarnartæki í samfélagi sem breytist hratt og verður sífellt fjölbreyttara. Í því samhengi ætti íslenskt barnaefni að styrkja sjálfsmynd barna, efla félagsfærni þeirra og auka skilning á fjölbreytileikanum í kringum þau. Samkvæmt UNESCO er læsi víðtæk hæfni sem nær út fyrir lestur og ritun; það felur einnig í sér hæfni til tjáningar, skilnings og samkenndar, að geta sett sig í spor annarra. Þetta er lykilatriði fyrir börn á okkar tímum og kemur skýrt fram í Menntastefnu Íslands til 2030, þar sem jöfn tækifæri, vellíðan og þátttaka allra eru í forgrunni. En endurspeglar íslenskt barnaefni þessi gildi nægilega vel? Nágrannalönd eins og Noregur hafa lengi stutt við fjölbreytileika máls og raddar í barnaefni, þannig að börn heyri sínar eigin mállýskur og finna að þau tilheyra. Þetta styrkir sjálfsmynd þeirra og eykur félagslega vellíðan. Hér á landi er tækifæri til bætingar hvað þetta varðar, þar sem íslenska barnaefnið er oft með tiltölulega einsleitan „staðlaðan“ framburð, sem getur haft þau áhrif að börn með aðra mállýsku eða hreim líði eins og þau tilheyri síður. Íslenska kvikmyndin Birta er gott dæmi um hvernig hægt er að nálgast þessi mál af virðingu og hlýju. Hún gefur börnum rödd og speglar fjölbreytileika án fordóma. Það er mikilvægur þáttur að íslenskt barnaefni sé ekki aðeins menntandi heldur einnig skemmtilegt – með slíku skemmtanagildi aukast líkurnar á að börn kjósi að horfa á það frekar en að eyða tíma sínum á erlendum samfélagsmiðlum og efnisveitum. Þannig hefur til að mynda Krakkaskaup undanfarinna ára náð að vera bæði skemmtilegt og endurtekningarhæft barnaefni sem heldur athygli og vekur áhuga barna um allt land. Til að styrkja íslenska menningu og samfélag teljum við mikilvægt að: - Fleiri mállýskur og fjölbreyttar raddir fái að heyrast í barnaefni. - Fjölbreytileiki samfélagsins birtist á eðlilegan og jákvæðan hátt í barnamenningu. - Barnaefni sé nýtt markvisst sem forvarnartæki sem styrkir læsi, sjálfsmynd og félagsfærni. Ef við viljum efla íslenska tungu, draga úr útilokun og byggja upp sterkt og opið samfélag, þurfum við að hlusta á börnin og láta þau heyra sjálf sig – með öllum þeim mismunandi hreimum og röddum sem gera samfélagið okkar ríkara. Verk eins og Birta og Krakkaskaupið sýna að við höfum þegar upphafspunkt sem við getum byggt á. Með fjölbreyttu, aðgengilegu og áhugaverðu barnaefni gerum við meira en að fylla skjáinn - við fyllum rýmið með röddum sem skipta máli og hafa áhrif á velferð komandi kynslóða. Höfundar eru foreldrar.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar