Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 18. september 2025 12:01 Í ár fagna starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks 25 ára afmæli. Sjóðirnir voru stofnaðir árið 2000 á grundvelli kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins með það að markmiði að styrkja menntun og byggja upp hæfni starfsfólks fyrirtækja á almennum vinnumarkaði. Áður höfðu iðnarmenn stofnað sjóði og síðar fylgdu fjöldi starfsmenntasjóða í kjölfarið, sem allir eru enn starfræktir í dag. Óhætt er að segja að stofnun sjóðanna hafi markað tímamót í starfs-, sí- og endurmenntun hérlendis en aðilar vinnumarkaðarins sáu að með hraðri þróun og breytingum á vinnumarkaði yrði öflug og aðgengileg færniuppbygging lykill að samkeppnishæfni fyrirtækja og starfsþróun starfsfólks. Með stofnun sjóðanna var komið á sameiginlegu fyrirkomulagi þar sem bæði atvinnurekendur og stéttarfélög leggja sitt af mörkum til að efla menntun og stuðla að aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði. Árangur starfsmenntasjóðanna er óumdeildur en á undanförnum 25 árum hafa tugþúsundir launafólks og þúsundir fyrirtækja nýtt sér úrræði starfsmenntasjóðanna. Þótt starfsmenntasjóðirnir starfi sjálfstætt hefur samstarf þeirra á milli reynst árangursríkt. Samstarfið felst einkum í samnýtingu reynslu og þekkingar og mikið framfaraskref tekið þegar að Áttin, sameiginleg vefgátt sjóðanna, var tekin í notkun fyrir 10 árum. Áttin er vefgátt sem tekur á móti umsóknum fyrirtækja um fræðslustyrki og kemur þeim til viðkomandi starfsmenntasjóðs. Að Áttinni standa, auk fyrrnefndra sjóða, Iðan fræðslusetur, Samband Stjórnendafélaga, Rafmennt, Starfsmenntasjóður Verslunarinnar og Sjómennt. Sjóðirnir hafa talað einum rómi um mikilvægi starfs-, sí- og endurmenntunar, ekki síst til að mæta hraðri tækniþróun og breytingum á vinnumarkaði sem sífellt krefst nýrrar hæfni starfsfólks. Það er ljóst að vinnumarkaður framtíðarinnar kallar á nýja og breytta hæfni, ekki síst í ljósi stafrænnar umbreytingar og tilkomu gervigreindar og áhrifum hennar á störf. Ef mæta á þeirri þróun, svo vel sé, skiptir menntun lykilmáli, hvort sem er að ræða bók-, iðn-, tækni- eða starfs- , sí- og endurmenntun. Mun hlutverk starfsmenntasjóðanna því einungis verða mikilvægara. Til að fjármagn starfsmenntasjóðanna nýtist sem best er nauðsynlegt að gera hæfni- og færniþörf á vinnumarkaði góð skil. Marktæk spá um færniþörf er þar lykilatriði. Aðgerðir í mennta- og fræðslumálum er varða námsframboð gagnast best ef þær byggja á áreiðanlegum gögnum. Slík gögn eru ekki nothæf í dag sem hindrar mótun framtíðaráætlana. Síðastliðin 25 ár hafa atvinnurekendur og stéttarfélög sammælst um að fjárfesta sameiginlega í aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði, starfsfólki og fyrirtækjum til heilla. Starfsmenntasjóðirnir eru nú í krafti stærðar og samvinnu betur í stakk búnir en nokkru sinni fyrr til að efla íslenskan vinnumarkað til framtíðar. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins og stjórnarkona í Landsmennt, Starfsafli og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár fagna starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks 25 ára afmæli. Sjóðirnir voru stofnaðir árið 2000 á grundvelli kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins með það að markmiði að styrkja menntun og byggja upp hæfni starfsfólks fyrirtækja á almennum vinnumarkaði. Áður höfðu iðnarmenn stofnað sjóði og síðar fylgdu fjöldi starfsmenntasjóða í kjölfarið, sem allir eru enn starfræktir í dag. Óhætt er að segja að stofnun sjóðanna hafi markað tímamót í starfs-, sí- og endurmenntun hérlendis en aðilar vinnumarkaðarins sáu að með hraðri þróun og breytingum á vinnumarkaði yrði öflug og aðgengileg færniuppbygging lykill að samkeppnishæfni fyrirtækja og starfsþróun starfsfólks. Með stofnun sjóðanna var komið á sameiginlegu fyrirkomulagi þar sem bæði atvinnurekendur og stéttarfélög leggja sitt af mörkum til að efla menntun og stuðla að aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði. Árangur starfsmenntasjóðanna er óumdeildur en á undanförnum 25 árum hafa tugþúsundir launafólks og þúsundir fyrirtækja nýtt sér úrræði starfsmenntasjóðanna. Þótt starfsmenntasjóðirnir starfi sjálfstætt hefur samstarf þeirra á milli reynst árangursríkt. Samstarfið felst einkum í samnýtingu reynslu og þekkingar og mikið framfaraskref tekið þegar að Áttin, sameiginleg vefgátt sjóðanna, var tekin í notkun fyrir 10 árum. Áttin er vefgátt sem tekur á móti umsóknum fyrirtækja um fræðslustyrki og kemur þeim til viðkomandi starfsmenntasjóðs. Að Áttinni standa, auk fyrrnefndra sjóða, Iðan fræðslusetur, Samband Stjórnendafélaga, Rafmennt, Starfsmenntasjóður Verslunarinnar og Sjómennt. Sjóðirnir hafa talað einum rómi um mikilvægi starfs-, sí- og endurmenntunar, ekki síst til að mæta hraðri tækniþróun og breytingum á vinnumarkaði sem sífellt krefst nýrrar hæfni starfsfólks. Það er ljóst að vinnumarkaður framtíðarinnar kallar á nýja og breytta hæfni, ekki síst í ljósi stafrænnar umbreytingar og tilkomu gervigreindar og áhrifum hennar á störf. Ef mæta á þeirri þróun, svo vel sé, skiptir menntun lykilmáli, hvort sem er að ræða bók-, iðn-, tækni- eða starfs- , sí- og endurmenntun. Mun hlutverk starfsmenntasjóðanna því einungis verða mikilvægara. Til að fjármagn starfsmenntasjóðanna nýtist sem best er nauðsynlegt að gera hæfni- og færniþörf á vinnumarkaði góð skil. Marktæk spá um færniþörf er þar lykilatriði. Aðgerðir í mennta- og fræðslumálum er varða námsframboð gagnast best ef þær byggja á áreiðanlegum gögnum. Slík gögn eru ekki nothæf í dag sem hindrar mótun framtíðaráætlana. Síðastliðin 25 ár hafa atvinnurekendur og stéttarfélög sammælst um að fjárfesta sameiginlega í aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði, starfsfólki og fyrirtækjum til heilla. Starfsmenntasjóðirnir eru nú í krafti stærðar og samvinnu betur í stakk búnir en nokkru sinni fyrr til að efla íslenskan vinnumarkað til framtíðar. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins og stjórnarkona í Landsmennt, Starfsafli og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun