Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 17. september 2025 21:26 Einar Þorsteinsson vill fleiri bílastæði við nýbyggingar. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn lagði fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær um að reglur er varða fjölda bílastæða við nýbyggingar verði endurskoðaðar. Borgarfulltrúi sakar flokka sem hafa stýrt undanfarin ár um of stífar reglur hvað varði fjölda bílastæða. Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar þann 16. september lagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, fram tillögu um að endurskoða ætti reglur um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík með það að markmiði að almennt myndi eitt bílastæði fylgja hverri íbúð í nýbyggingu. Samkvæmt reglunum sem nú eru í gildi mættu til dæmis við nýbyggingu sem er með fjórar tveggja herbergja íbúðir einungis vera þrjú bílastæði. „Við sjáum það að fólk hefur ekki áhuga á að búa svona. Það er að hægjast á sölu nýrra íbúða vegna þess að það eru einfaldlega of fá bílastæði við íbúðirnar sem er verið að byggja. Borgin hefur verið með þessar stífu reglur undanfarin ár og áratug, það eru þessir flokkar sem hafa stýrt borginni í gegnum tíðina, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri grænir, sem hafa viljað þrengja að uppbyggingaraðilum,“ segir Einar í kvöldfréttum Sýnar. „Uppbyggingaraðilarnir vilja fá fleiri stæði, íbúar vilja fá fleiri stæði, fasteignasalar benda á það að þessar íbúðir seljast ekki svo mér finnst eðlilegt að við stjórnum borginni í þágu borgarbúa ekki út frá pólitískri kreddu um hvernig borgin gæti orðið.“ Einar tekur undir að halli á notendum bíla en sé jafnframt talsmaður almenningssamgangna. „Hvað þetta varðar, já. Nú er ég þeirra skoðunar að við eigum að byggja upp almenningssamgöngur og hjólastíga og endilega reyna að fjölga þeim sem nota almenningssamgöngur,“ segir hann. „Þá spyr maður sig, eigum við að vera neyða íbúa og uppbyggingaraðila til að byggja hverfi sem þjónar ekki íbúunum því að þjónustan sem Borgarlínan á að veita er ekki komin. Fólk verður að hafa val.“ Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Bílastæði Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar þann 16. september lagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, fram tillögu um að endurskoða ætti reglur um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík með það að markmiði að almennt myndi eitt bílastæði fylgja hverri íbúð í nýbyggingu. Samkvæmt reglunum sem nú eru í gildi mættu til dæmis við nýbyggingu sem er með fjórar tveggja herbergja íbúðir einungis vera þrjú bílastæði. „Við sjáum það að fólk hefur ekki áhuga á að búa svona. Það er að hægjast á sölu nýrra íbúða vegna þess að það eru einfaldlega of fá bílastæði við íbúðirnar sem er verið að byggja. Borgin hefur verið með þessar stífu reglur undanfarin ár og áratug, það eru þessir flokkar sem hafa stýrt borginni í gegnum tíðina, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri grænir, sem hafa viljað þrengja að uppbyggingaraðilum,“ segir Einar í kvöldfréttum Sýnar. „Uppbyggingaraðilarnir vilja fá fleiri stæði, íbúar vilja fá fleiri stæði, fasteignasalar benda á það að þessar íbúðir seljast ekki svo mér finnst eðlilegt að við stjórnum borginni í þágu borgarbúa ekki út frá pólitískri kreddu um hvernig borgin gæti orðið.“ Einar tekur undir að halli á notendum bíla en sé jafnframt talsmaður almenningssamgangna. „Hvað þetta varðar, já. Nú er ég þeirra skoðunar að við eigum að byggja upp almenningssamgöngur og hjólastíga og endilega reyna að fjölga þeim sem nota almenningssamgöngur,“ segir hann. „Þá spyr maður sig, eigum við að vera neyða íbúa og uppbyggingaraðila til að byggja hverfi sem þjónar ekki íbúunum því að þjónustan sem Borgarlínan á að veita er ekki komin. Fólk verður að hafa val.“
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Bílastæði Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira