Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2025 16:07 Gylfi Magnússon er hugsi yfir stöðunni sem upp er komin hjá Ríkisendurskoðun. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og prófessor í viðskiptafræði segir stöðu Ríkisendurskoðunar óboðlega. Hann líkir því að ríkisendurskoðandi án löggildingar skrifi undir ársreikninga ríkisfyrirtækja og stofnana við það að lögfræðimenntaður forstjóri Landspítalans færi að skera upp sjúklinga. Lögregla hefur vísað málinu frá. Endurskoðendaráð tilkynnti Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda til lögreglu í júní í fyrra eftir að hafa tekið til skoðunar áritanir hans á ársreikninga Íslandspósts ofh., Isavia ohf. og Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. sem endurskoðandi. Guðmundur hafði einn undirritað ársreikningana án þess að vera löggiltur endurskoðandi. Samkvæmt upplýsingum frá ákærusviði lögreglu upplýsti lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu Endurskoðendaráð um það í síðustu viku að kæru ráðsins hefði verið vísað frá. Þá hefur Félag löggiltra endurskoðenda tilkynnt ríkisendurskoðanda til atvinnuvegaráðuneytisins og ESA, eftirlitsdómstóls EFTA. Endurskoðendur sviptir starfsleyfi Guðmundur Björgvin er annar ríkisendurskoðandinn í röð sem er ekki menntaður löggiltur endurskoðandi. Guðmundur tók við starfinu árið 2022 af Skúla Eggert Þórðarsyni en hafði verið starfandi ríkisendurskoðandi í aðdragandanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði Skúli Eggert þann háttinn á að ársreikningar voru áritaðir bæði af honum, fyrir hönd embættisins, og af löggiltum endurskoðanda. Forveri Skúla í embætti var Sveinn Arason. Hann tjáði RÚV í dag að hann teldi óeðlilegt að ríkisendurskoðandi áritaði einn ársreikninga án þess að vera löggiltur endurskoðandi. Skúli Eggert Þórðarson forveri Guðmundar í embætti ríkisendurskoðanda var heldur ekki löggiltur endurskoðandi.Vísir Til ársins 2016 var gerð krafa um að ríkisendurskoðandi yrði að vera löggiltur endurskoðandi. Með lagabreytingu var sú krafa felld út gildi þar sem ekki var talið að ríkisendurskoðandi myndi sjálfur sinna endurskoðun. Guðmundur Björgvin áritaði reikninga ásamt löggiltum endurskoðendum fyrstu tvö árin. Eftir að löggiltir endurskoðendur hjá embættinu voru sviptir starfsleyfi tímabundið eftir athugasemdir Endurskoðendaráðs hefur Guðmundur séð um að árita reikningana. Samkvæmt heimildum fréttastofu sneri málið að því að Endurskoðendaráði var hafnað aðgangur að gögnum sem viðkomandi endurskoðendur höfðu til skoðunar. „Á endanum gengur það einfaldlega ekki upp að embætti á vegum löggjafarvaldsins sé sett undir eftirlit framkvæmdavaldsins. Því hef ég hafnað. Þegar það er mín afstaða gengur það ekki að starfsfólk mitt sé með einhverjum hætti gert ábyrgt fyrir því,“ segir Guðmundur Björgvin. Endurskoðendaráð gerði athugasemd við þetta og er málið hjá lögreglu. Mjög sérstök staða Félag löggiltra endurskoðenda staldraði við viðbrögð Endurskoðendaráðs sem birtust í ársskýrslu ráðsins fyrir árið 2024. Kristrún Helga Ingólfsdóttir, formaður Félags löggiltra endurskoðenda, minnir á að það sé langt og strangt nám til að verða löggiltur endurskoðandi. Auk þess fylgi því endurmenntun og ákveðið eftirlit. „Okkur fannst mjög sérstakt að sjá að ríkisendurskoðandi sme er ekki löggiltur væri að árita ársreikninga sem eru endurskoðenda skildir,“ segir Kristrún Helga. Félagið leitaði til lögmanns sem komst að þeirri niðurstöðu að aðeins löggiltir endurskoðendur gætu áritað endurskoðaða ársreikninga. Ársreikningaskrá hefði engu að síður sett ársreikninga á skrá hjá sér sem Kristrún telur óeðlilegt enda reikningarnir ekki áritaðir af löggildum endurskoðanda. Fyrir vikið hefði félagið vísað málinu til ráðuneytisins og ESA til skoðunar. Dýralæknir hanni brýr Gylfi Magnússon er prófessor við viðskiptadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann stingur niður penna á Facebook í tilefni frétta dagsins. Hann segist efast um að lögreglurannsókn geti leyst úr þeirri flækju sem upp sé komin. Staðan sé hins vegar óboðleg. „Ríkisendurskoðun er auðvitað ekki hefðbundin endurskoðunarstofa og gegnir að sumu leyti allt öðru hlutverki en þær - en stofnuninni er þó falið með lögum að endurskoða og staðfesta ársreikninga fjölda ríkisfyrirtækja og stofnana. Slík endurskoðun þarf alltaf að vera á ábyrgð löggiltra endurskoðenda. Þeir hafa til þess sérfræðiþekkingu, eftir viðamikið nám, starfsþjálfun, erfið próf og símenntun eftir löggildingu,“ segir Gylfi. Forstjóri Ríkisendurskoðunar, sem sé titlaður Ríkisendurskoðandi, sem sé hluti flækjunnar þegar viðkomandi sé ekki endurskoðandi, geti auðvitað verið með menntun í öðru en endurskoðun. „En getur ekki borið faglega ábyrgð á verkum sem löggiltir endurskoðendur einir geta sinnt og getur ekki skrifað upp á ársreikninga sem endurskoðandi.“ Hann reynir að setja málið í samhengi. „Það væri eins og ef forstjóri Landspítalans væri lögfræðingur en myndi í krafti stöðu sinnar skera upp sjúklinga eða ávísa lyfjum. Eða ef Vegamálastjóri væri dýralæknir en myndi burðarþolsmæla brýr,“ segir Gylfi. Bergþóra Þorkelsdóttir Vegamálstjóri er reyndar menntaður dýralæknir en kemur ekki að því að hanna brýr. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Arnar „Þess má geta að stundum útvistar Ríkisendurskoðun endurskoðunarvinnu fyrir ríkisstofnun til einkarekinna endurskoðunarstofa og þar með skrifa löggiltir endurskoðendur upp á reikningana. Það er lausn en þó bara að hluta því að eftir sem áður ber Ríkisendurskoðun ábyrgð á endurskoðuninni samkvæmt lögum en hefur í reynd ekkert eftirlit með því hvernig vinnan er unnin og raunar varla faglega getu til slíks eftirlits.“ Starfsemin ekkert truflast Guðmundur Björgvin sagðist í samtali við Vísi í dag telja að embættið færi eftir öllum lögum. „Að þessu leyti er það galli ef einhverjir telja að sjónarmið sem eiga að gilda um endurskoðendur á almennum markaði geti gilt um starfsfólk Ríkisendurskoðunar,“ segir Guðmundur Björgvin. Málið hefði haft áhrif á starfsmennina sem voru sviptir starfsréttindum tímabundið. „Þeir eru reyndar komnir með þau réttindi aftur en voru áminntir fyrir hluti sem þeim var ómöguleiki að koma til móts við. Um þessi mál og framgang embættisins hefur verið full eining innan Ríkisendurskoðunar. Og starfsemin hefur ekkert truflast.“ Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisendurskoðun Lögreglumál Stjórnsýsla Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Endurskoðendaráð tilkynnti Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda til lögreglu í júní í fyrra eftir að hafa tekið til skoðunar áritanir hans á ársreikninga Íslandspósts ofh., Isavia ohf. og Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. sem endurskoðandi. Guðmundur hafði einn undirritað ársreikningana án þess að vera löggiltur endurskoðandi. Samkvæmt upplýsingum frá ákærusviði lögreglu upplýsti lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu Endurskoðendaráð um það í síðustu viku að kæru ráðsins hefði verið vísað frá. Þá hefur Félag löggiltra endurskoðenda tilkynnt ríkisendurskoðanda til atvinnuvegaráðuneytisins og ESA, eftirlitsdómstóls EFTA. Endurskoðendur sviptir starfsleyfi Guðmundur Björgvin er annar ríkisendurskoðandinn í röð sem er ekki menntaður löggiltur endurskoðandi. Guðmundur tók við starfinu árið 2022 af Skúla Eggert Þórðarsyni en hafði verið starfandi ríkisendurskoðandi í aðdragandanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði Skúli Eggert þann háttinn á að ársreikningar voru áritaðir bæði af honum, fyrir hönd embættisins, og af löggiltum endurskoðanda. Forveri Skúla í embætti var Sveinn Arason. Hann tjáði RÚV í dag að hann teldi óeðlilegt að ríkisendurskoðandi áritaði einn ársreikninga án þess að vera löggiltur endurskoðandi. Skúli Eggert Þórðarson forveri Guðmundar í embætti ríkisendurskoðanda var heldur ekki löggiltur endurskoðandi.Vísir Til ársins 2016 var gerð krafa um að ríkisendurskoðandi yrði að vera löggiltur endurskoðandi. Með lagabreytingu var sú krafa felld út gildi þar sem ekki var talið að ríkisendurskoðandi myndi sjálfur sinna endurskoðun. Guðmundur Björgvin áritaði reikninga ásamt löggiltum endurskoðendum fyrstu tvö árin. Eftir að löggiltir endurskoðendur hjá embættinu voru sviptir starfsleyfi tímabundið eftir athugasemdir Endurskoðendaráðs hefur Guðmundur séð um að árita reikningana. Samkvæmt heimildum fréttastofu sneri málið að því að Endurskoðendaráði var hafnað aðgangur að gögnum sem viðkomandi endurskoðendur höfðu til skoðunar. „Á endanum gengur það einfaldlega ekki upp að embætti á vegum löggjafarvaldsins sé sett undir eftirlit framkvæmdavaldsins. Því hef ég hafnað. Þegar það er mín afstaða gengur það ekki að starfsfólk mitt sé með einhverjum hætti gert ábyrgt fyrir því,“ segir Guðmundur Björgvin. Endurskoðendaráð gerði athugasemd við þetta og er málið hjá lögreglu. Mjög sérstök staða Félag löggiltra endurskoðenda staldraði við viðbrögð Endurskoðendaráðs sem birtust í ársskýrslu ráðsins fyrir árið 2024. Kristrún Helga Ingólfsdóttir, formaður Félags löggiltra endurskoðenda, minnir á að það sé langt og strangt nám til að verða löggiltur endurskoðandi. Auk þess fylgi því endurmenntun og ákveðið eftirlit. „Okkur fannst mjög sérstakt að sjá að ríkisendurskoðandi sme er ekki löggiltur væri að árita ársreikninga sem eru endurskoðenda skildir,“ segir Kristrún Helga. Félagið leitaði til lögmanns sem komst að þeirri niðurstöðu að aðeins löggiltir endurskoðendur gætu áritað endurskoðaða ársreikninga. Ársreikningaskrá hefði engu að síður sett ársreikninga á skrá hjá sér sem Kristrún telur óeðlilegt enda reikningarnir ekki áritaðir af löggildum endurskoðanda. Fyrir vikið hefði félagið vísað málinu til ráðuneytisins og ESA til skoðunar. Dýralæknir hanni brýr Gylfi Magnússon er prófessor við viðskiptadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann stingur niður penna á Facebook í tilefni frétta dagsins. Hann segist efast um að lögreglurannsókn geti leyst úr þeirri flækju sem upp sé komin. Staðan sé hins vegar óboðleg. „Ríkisendurskoðun er auðvitað ekki hefðbundin endurskoðunarstofa og gegnir að sumu leyti allt öðru hlutverki en þær - en stofnuninni er þó falið með lögum að endurskoða og staðfesta ársreikninga fjölda ríkisfyrirtækja og stofnana. Slík endurskoðun þarf alltaf að vera á ábyrgð löggiltra endurskoðenda. Þeir hafa til þess sérfræðiþekkingu, eftir viðamikið nám, starfsþjálfun, erfið próf og símenntun eftir löggildingu,“ segir Gylfi. Forstjóri Ríkisendurskoðunar, sem sé titlaður Ríkisendurskoðandi, sem sé hluti flækjunnar þegar viðkomandi sé ekki endurskoðandi, geti auðvitað verið með menntun í öðru en endurskoðun. „En getur ekki borið faglega ábyrgð á verkum sem löggiltir endurskoðendur einir geta sinnt og getur ekki skrifað upp á ársreikninga sem endurskoðandi.“ Hann reynir að setja málið í samhengi. „Það væri eins og ef forstjóri Landspítalans væri lögfræðingur en myndi í krafti stöðu sinnar skera upp sjúklinga eða ávísa lyfjum. Eða ef Vegamálastjóri væri dýralæknir en myndi burðarþolsmæla brýr,“ segir Gylfi. Bergþóra Þorkelsdóttir Vegamálstjóri er reyndar menntaður dýralæknir en kemur ekki að því að hanna brýr. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Arnar „Þess má geta að stundum útvistar Ríkisendurskoðun endurskoðunarvinnu fyrir ríkisstofnun til einkarekinna endurskoðunarstofa og þar með skrifa löggiltir endurskoðendur upp á reikningana. Það er lausn en þó bara að hluta því að eftir sem áður ber Ríkisendurskoðun ábyrgð á endurskoðuninni samkvæmt lögum en hefur í reynd ekkert eftirlit með því hvernig vinnan er unnin og raunar varla faglega getu til slíks eftirlits.“ Starfsemin ekkert truflast Guðmundur Björgvin sagðist í samtali við Vísi í dag telja að embættið færi eftir öllum lögum. „Að þessu leyti er það galli ef einhverjir telja að sjónarmið sem eiga að gilda um endurskoðendur á almennum markaði geti gilt um starfsfólk Ríkisendurskoðunar,“ segir Guðmundur Björgvin. Málið hefði haft áhrif á starfsmennina sem voru sviptir starfsréttindum tímabundið. „Þeir eru reyndar komnir með þau réttindi aftur en voru áminntir fyrir hluti sem þeim var ómöguleiki að koma til móts við. Um þessi mál og framgang embættisins hefur verið full eining innan Ríkisendurskoðunar. Og starfsemin hefur ekkert truflast.“ Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Ríkisendurskoðun Lögreglumál Stjórnsýsla Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?