„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2025 19:22 Navi Pillay er suðurafrískur mannréttindalögfræðingur. Hún gegndi áður embætti mannréttindast´jora Sameinuðu þjóðanna. Hún er formaður rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Cem Ozdel/Anadolu Agency/Getty Images Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. Í nýrri skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna er fullyrt að Ísraelsríki sé að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þetta er í fyrsta sinn sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir Ísrael fremja þjóðarmorð. Navi Pillay er formaður rannsóknarnefndarinnar. „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna á Gaza. Nefndin flokkar þetta sem þjóðarmorð.“ Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsríki hefði orðið uppvíst að háttsemi sem lýst er sem hópmorði í fjórum af fimm ákvæðum alþjóðalaga; að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi, að valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða, að þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans, að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum. Rannsóknarnefndin reyndi að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. „Við leggjum til að öll aðildarríkin, sérstaklega þau sem hafa áhrif á Ísrael, stuðli að því að drápum og limlestingum á óbreyttum borgurum á Gaza verði hætt þegar í stað.“ Í nótt hófst stórsókn ísraelska hersins í Gazaborg og hernámið er að fullu hafið. Hátt í sjötíu eru sagðir hafa látist í árásunum í dag. Samira Issa, íbúi Gazaborgar, ræddi við fréttamann en hún er ein af þeim fjölmörgu Palestínumönnum sem er á vergangi, niðurbrotin og aðframkomin. „Ég grátbið alla heimsbyggðina; Arabaríkin, konunga og forseta um að standa með okkur og bjarga okkur. Við erum þreytt.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fordæmir framgöngu Ísraelshers. „Þetta er náttúrulega galið framferði Ísraelshers. Síðustu fréttir frá því í morgun hvernig þeir eru byrjaðir líklega að hreinsa allt út á Gaza. Þetta fordæmum við Íslendingar harðlega.“ Í ríkisstjórn Ísraelsríkis séu síbrotamenn mannúðar-og alþjóðalaga. „Þetta er bara þyngra en tárum taki og það versta í þessu er að þær þjóðir sem raunverulega hafa tak á Ísraelum eru ekki að beita sér nóg.“ Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. 16. september 2025 15:56 Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. 16. september 2025 12:08 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Í nýrri skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna er fullyrt að Ísraelsríki sé að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þetta er í fyrsta sinn sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir Ísrael fremja þjóðarmorð. Navi Pillay er formaður rannsóknarnefndarinnar. „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna á Gaza. Nefndin flokkar þetta sem þjóðarmorð.“ Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsríki hefði orðið uppvíst að háttsemi sem lýst er sem hópmorði í fjórum af fimm ákvæðum alþjóðalaga; að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi, að valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða, að þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans, að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum. Rannsóknarnefndin reyndi að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. „Við leggjum til að öll aðildarríkin, sérstaklega þau sem hafa áhrif á Ísrael, stuðli að því að drápum og limlestingum á óbreyttum borgurum á Gaza verði hætt þegar í stað.“ Í nótt hófst stórsókn ísraelska hersins í Gazaborg og hernámið er að fullu hafið. Hátt í sjötíu eru sagðir hafa látist í árásunum í dag. Samira Issa, íbúi Gazaborgar, ræddi við fréttamann en hún er ein af þeim fjölmörgu Palestínumönnum sem er á vergangi, niðurbrotin og aðframkomin. „Ég grátbið alla heimsbyggðina; Arabaríkin, konunga og forseta um að standa með okkur og bjarga okkur. Við erum þreytt.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fordæmir framgöngu Ísraelshers. „Þetta er náttúrulega galið framferði Ísraelshers. Síðustu fréttir frá því í morgun hvernig þeir eru byrjaðir líklega að hreinsa allt út á Gaza. Þetta fordæmum við Íslendingar harðlega.“ Í ríkisstjórn Ísraelsríkis séu síbrotamenn mannúðar-og alþjóðalaga. „Þetta er bara þyngra en tárum taki og það versta í þessu er að þær þjóðir sem raunverulega hafa tak á Ísraelum eru ekki að beita sér nóg.“
Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. 16. september 2025 15:56 Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. 16. september 2025 12:08 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
„Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. 16. september 2025 15:56
Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. 16. september 2025 12:08