Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 16. september 2025 11:32 Fyrir nokkru fórum við að átta okkur á því að við hefðum vanrækt að byggja upp ýmsa mikilvæga innviði samfélagsins eða halda þeim við, og þá varð til orðið innviðaskuld. Elstu dæmi um það eru frá 2018 en síðan hefur það breiðst mjög út og er nánast orðið tískuorð. Stundum hefur verið reynt að leggja mat á þessa skuld og í nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins er hún metin á 680 milljarða, en þar er eingöngu vísað til efnislegra innviða svo sem vegakerfis, fráveitna, fasteigna o.s.frv. En við stöndum líka í innviðaskuld við óefnisleg kerfi samfélagsins svo sem heilbrigðiskerfi og menntakerfi, og það er ekki síður nauðsynlegt að greiða inn á þá skuld. Einnig hefur verið bent á innviðaskuld við skapandi greinar og íslenska menningu. En einn er sá innviður sem hefur oftast gleymst í þessari umræðu þótt hann sé í raun forsenda fyrir tilvist íslensks samfélags. Það er íslenskan. Þess vegna var ánægjulegt að lesa viðtalVísis við Höllu Hrund Logadóttur alþingismann þar sem hún bendir á að „tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að“ og „vill að þingheimur hugsi um íslenska tungu með sama hætti og hann hugsar um innviði á borð við samgöngur og orkumál“. Þetta er meginatriði. Íslenskan er ekki einungis mikilvægasta samskiptatæki okkar og menningarmiðlari, heldur grundvallarþáttur í sjálfstæði okkar og þjóðarímynd – burðarás samfélagsins. Ef brestir koma í þann innvið er hætt við að samfélagið fari sömu leið. Ný ríkisstjórn hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að vinna á innviðaskuldinni og segist vera byrjuð á því. Í ljósi þess skýtur skökku við að í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að þeim greiðslum inn á innviðaskuld við íslenskuna sem fyrri ríkisstjórn hóf í fjárlögum þessa árs skuli nú hætt. Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað um fimmtíu þúsund undanfarinn áratug – úr um 10% upp í um 20% íbúa. Þetta eru ekki ómagar á þjóðinni – atvinnuþátttaka þeirra er mjög mikil, og við þurfum á þeim að halda. En inngilding svo fjölmenns hóps í samfélagið, þar á meðal íslenskukennsla, er risastórt verkefni sem ekki verður hrist fram úr erminni og fráleitt að lækka fjárveitingar til þessa málaflokks þótt dregið hafi úr fólksstraumi til landsins í fyrra. Ég trúi ekki öðru en að í meðförum Alþingis verði umrædd lækkun á framlögum til íslenskukennslu og inngildingar afturkölluð. En það er ekki nóg – við þurfum að bæta verulega í. Í skýrslu OECD um málefni innflytjenda á Íslandi sem birt var fyrir ári kom fram að fjárveitingar til kennslu íslensku sem annars máls (miðað við fjölda innflytjenda) eru ekki nema brot af því sem önnur Norðurlönd verja til kennslu í þjóðtungum sínum, og það endurspeglast í því að hlutfall innflytjenda sem telur sig hafa sæmilega færni í tungumáli landsins þar sem þeir búa er hvergi lægra en á Íslandi. Innviðaskuld okkar við íslenskuna felst ekki síst í þessu – við þurfum að verja miklu meira fé til þess að gera hana að sameign allra sem hér búa. Við þurfum samt að varast ómálefnalega mismunun á grundvelli íslenskukunnáttu, og gæta þess að láta skort á íslenskukunnáttu ekki bitna á fólki. En það á ekkert skylt við þjóðrembu að telja mikilvægt að þau sem hér búa læri íslensku. Það er öllum í hag. Skortur á íslenskukunnáttu veldur því iðulega að verðmæt þekking og kunnátta innflytjenda nýtist ekki heldur sitja þeir fastir í láglaunastörfum og börn þeirra eru í mikilli hættu að falla brott úr námi vegna ófullnægjandi íslenskukunnáttu. Skortur á íslenskukunnáttu leiðir líka til þess að innflytjendur taka lítinn þátt í almennri þjóðfélagsumræðu og þátttaka þeirra í kosningum er mun minni en innfæddra. Í ljósi hás hlutfalls innflytjenda er þetta vitaskuld alvarlegt fyrir lýðræði í landinu. Fjölgun innflytjenda skall fremur skyndilega á og hefur verið mjög ör og við áttuðum okkur ekki á því að nauðsynlegt væri að bregðast við henni – og vorum líka vanbúin til þess. En nú hefur margoft verið bent á, bæði í áðurnefndri skýrslu OECD og víðar, að staðan er alvarleg og íslenskan er á undanhaldi. Við höfum þess vegna enga afsökun fyrir því lengur að láta reka á reiðanum. Eftir því sem lengri tími líður án þess að við sinnum þessum málum minnka líkurnar á að innflytjendur sjái ástæðu til að læra íslensku vegna þess að það verða til samfélög þar sem íslenskan verður í raun óþörf. Til skamms tíma er kannski þægilegast og ódýrast fyrir okkur að stinga höfðinu í sandinn – en viljum við það? Nú reynir á Alþingi og ríkisstjórn. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Alþingi Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru fórum við að átta okkur á því að við hefðum vanrækt að byggja upp ýmsa mikilvæga innviði samfélagsins eða halda þeim við, og þá varð til orðið innviðaskuld. Elstu dæmi um það eru frá 2018 en síðan hefur það breiðst mjög út og er nánast orðið tískuorð. Stundum hefur verið reynt að leggja mat á þessa skuld og í nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins er hún metin á 680 milljarða, en þar er eingöngu vísað til efnislegra innviða svo sem vegakerfis, fráveitna, fasteigna o.s.frv. En við stöndum líka í innviðaskuld við óefnisleg kerfi samfélagsins svo sem heilbrigðiskerfi og menntakerfi, og það er ekki síður nauðsynlegt að greiða inn á þá skuld. Einnig hefur verið bent á innviðaskuld við skapandi greinar og íslenska menningu. En einn er sá innviður sem hefur oftast gleymst í þessari umræðu þótt hann sé í raun forsenda fyrir tilvist íslensks samfélags. Það er íslenskan. Þess vegna var ánægjulegt að lesa viðtalVísis við Höllu Hrund Logadóttur alþingismann þar sem hún bendir á að „tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að“ og „vill að þingheimur hugsi um íslenska tungu með sama hætti og hann hugsar um innviði á borð við samgöngur og orkumál“. Þetta er meginatriði. Íslenskan er ekki einungis mikilvægasta samskiptatæki okkar og menningarmiðlari, heldur grundvallarþáttur í sjálfstæði okkar og þjóðarímynd – burðarás samfélagsins. Ef brestir koma í þann innvið er hætt við að samfélagið fari sömu leið. Ný ríkisstjórn hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að vinna á innviðaskuldinni og segist vera byrjuð á því. Í ljósi þess skýtur skökku við að í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að þeim greiðslum inn á innviðaskuld við íslenskuna sem fyrri ríkisstjórn hóf í fjárlögum þessa árs skuli nú hætt. Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað um fimmtíu þúsund undanfarinn áratug – úr um 10% upp í um 20% íbúa. Þetta eru ekki ómagar á þjóðinni – atvinnuþátttaka þeirra er mjög mikil, og við þurfum á þeim að halda. En inngilding svo fjölmenns hóps í samfélagið, þar á meðal íslenskukennsla, er risastórt verkefni sem ekki verður hrist fram úr erminni og fráleitt að lækka fjárveitingar til þessa málaflokks þótt dregið hafi úr fólksstraumi til landsins í fyrra. Ég trúi ekki öðru en að í meðförum Alþingis verði umrædd lækkun á framlögum til íslenskukennslu og inngildingar afturkölluð. En það er ekki nóg – við þurfum að bæta verulega í. Í skýrslu OECD um málefni innflytjenda á Íslandi sem birt var fyrir ári kom fram að fjárveitingar til kennslu íslensku sem annars máls (miðað við fjölda innflytjenda) eru ekki nema brot af því sem önnur Norðurlönd verja til kennslu í þjóðtungum sínum, og það endurspeglast í því að hlutfall innflytjenda sem telur sig hafa sæmilega færni í tungumáli landsins þar sem þeir búa er hvergi lægra en á Íslandi. Innviðaskuld okkar við íslenskuna felst ekki síst í þessu – við þurfum að verja miklu meira fé til þess að gera hana að sameign allra sem hér búa. Við þurfum samt að varast ómálefnalega mismunun á grundvelli íslenskukunnáttu, og gæta þess að láta skort á íslenskukunnáttu ekki bitna á fólki. En það á ekkert skylt við þjóðrembu að telja mikilvægt að þau sem hér búa læri íslensku. Það er öllum í hag. Skortur á íslenskukunnáttu veldur því iðulega að verðmæt þekking og kunnátta innflytjenda nýtist ekki heldur sitja þeir fastir í láglaunastörfum og börn þeirra eru í mikilli hættu að falla brott úr námi vegna ófullnægjandi íslenskukunnáttu. Skortur á íslenskukunnáttu leiðir líka til þess að innflytjendur taka lítinn þátt í almennri þjóðfélagsumræðu og þátttaka þeirra í kosningum er mun minni en innfæddra. Í ljósi hás hlutfalls innflytjenda er þetta vitaskuld alvarlegt fyrir lýðræði í landinu. Fjölgun innflytjenda skall fremur skyndilega á og hefur verið mjög ör og við áttuðum okkur ekki á því að nauðsynlegt væri að bregðast við henni – og vorum líka vanbúin til þess. En nú hefur margoft verið bent á, bæði í áðurnefndri skýrslu OECD og víðar, að staðan er alvarleg og íslenskan er á undanhaldi. Við höfum þess vegna enga afsökun fyrir því lengur að láta reka á reiðanum. Eftir því sem lengri tími líður án þess að við sinnum þessum málum minnka líkurnar á að innflytjendur sjái ástæðu til að læra íslensku vegna þess að það verða til samfélög þar sem íslenskan verður í raun óþörf. Til skamms tíma er kannski þægilegast og ódýrast fyrir okkur að stinga höfðinu í sandinn – en viljum við það? Nú reynir á Alþingi og ríkisstjórn. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar