ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 19:30 Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Austurbakka hefur aldrei komið víni sínu lengra en í reynslusölu hjá ÁTVR. Vísir/Ívar Fannar Vínsali sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali. Þegar vín eru tekin til sölu í Vínbúðinni eru þau fyrst um sinn einungis tekin inn til reynslu og eru þá ekki seld nema í fjórum búðum. Reynslutímabilið eru tólf mánuðir og í hverjum mánuði eru þau fjögur vín sem eru vinsælust í lítratali hverju sinni valin inn í fastasölu hjá ÁTVR og þá seld á fleiri stöðum. Árni Þór Árnason eigandi vínheildsölunnar Austurbakka sem hefur sett sjö víntegundir á reynslusölu án árangurs segir hinsvegar að leikið sé á kerfið. Sölutölur rjúki skyndilega upp „Það sem er að gerast er það að þegar er komið að lokum þessa sölutímabils og það gerist núna í júlí þá taka sig til nokkrir innflytjendur og þeir eru að kaupa tegundirnar sínar inn. Þær hafa kannski verið að seljast átta, tíu, tuttugu flöskur á mánuði og allt í einu seljast 350.“ Þetta sér Árni í gögnum sem hann hefur undir höndum frá ÁTVR um vínsölu. Þar má sjá hvernig salan rýkur skyndilega upp. Ein víntegund selst sem dæmi í sex lítrum í apríl, fimm í maí, ellefu í júní en svo skyndilega í heilum 316 lítrum í júlí. „Ég hef rætt við starfsfólk ÁTVR og það horfir upp á þetta en því miður þá virðist ekki hafa verið vilji hingað til til þess að taka á þessu máli. Því að þeir selja þarna vöruna tvisvar. Þú sérð hvað er að gerast. ÁTVR græðir á öllu ruglinu.“ Óheppilegt ef birgjar virða ekki kerfið Þorgerður Kristín Þráinsdóttir nýskipaður forstjóri ÁTVR baðst undan viðtali vegna málsins. Í skriflegum svörum frá aðstoðarforstjóra segir að um sjö hundruð vín séu tekin í reynslusölu árlega. 156 fái færslu í kjarna á hverju ári. ÁTVR hafi engar heimildir til að greina hver kaupandi vörunnar sé, eingöngu sé horft á söluárangur. Eftirspurn viðskiptavina eigi að ráða för, mjög óheppilegt sé ef birgjar kjósi að virða ekki það kerfi. Árni segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við af festu. Áfengi Verslun Samkeppnismál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Þegar vín eru tekin til sölu í Vínbúðinni eru þau fyrst um sinn einungis tekin inn til reynslu og eru þá ekki seld nema í fjórum búðum. Reynslutímabilið eru tólf mánuðir og í hverjum mánuði eru þau fjögur vín sem eru vinsælust í lítratali hverju sinni valin inn í fastasölu hjá ÁTVR og þá seld á fleiri stöðum. Árni Þór Árnason eigandi vínheildsölunnar Austurbakka sem hefur sett sjö víntegundir á reynslusölu án árangurs segir hinsvegar að leikið sé á kerfið. Sölutölur rjúki skyndilega upp „Það sem er að gerast er það að þegar er komið að lokum þessa sölutímabils og það gerist núna í júlí þá taka sig til nokkrir innflytjendur og þeir eru að kaupa tegundirnar sínar inn. Þær hafa kannski verið að seljast átta, tíu, tuttugu flöskur á mánuði og allt í einu seljast 350.“ Þetta sér Árni í gögnum sem hann hefur undir höndum frá ÁTVR um vínsölu. Þar má sjá hvernig salan rýkur skyndilega upp. Ein víntegund selst sem dæmi í sex lítrum í apríl, fimm í maí, ellefu í júní en svo skyndilega í heilum 316 lítrum í júlí. „Ég hef rætt við starfsfólk ÁTVR og það horfir upp á þetta en því miður þá virðist ekki hafa verið vilji hingað til til þess að taka á þessu máli. Því að þeir selja þarna vöruna tvisvar. Þú sérð hvað er að gerast. ÁTVR græðir á öllu ruglinu.“ Óheppilegt ef birgjar virða ekki kerfið Þorgerður Kristín Þráinsdóttir nýskipaður forstjóri ÁTVR baðst undan viðtali vegna málsins. Í skriflegum svörum frá aðstoðarforstjóra segir að um sjö hundruð vín séu tekin í reynslusölu árlega. 156 fái færslu í kjarna á hverju ári. ÁTVR hafi engar heimildir til að greina hver kaupandi vörunnar sé, eingöngu sé horft á söluárangur. Eftirspurn viðskiptavina eigi að ráða för, mjög óheppilegt sé ef birgjar kjósi að virða ekki það kerfi. Árni segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við af festu.
Áfengi Verslun Samkeppnismál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira