Play sé ekki að fara á hausinn Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2025 20:02 Jens Þórðarson er fyrrverandi flugrekstrarstjóri Icelandair. Vísir/Lýður Valberg Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Sérfræðingur skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála. Flugferð Play til Parísar var felld niður í morgun með aðeins fimmtán mínútna fyrirvara. Félagið segir ástæðuna vera veikindi í áhöfn og ekki hafi tekist að finna staðgengla. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að um hafi verið óformlegt verkfall flugmanna, vegna viðbragðsleysis Play við erindi Íslenska flugstéttafélagsins um áhyggjur vegna breytinga á breyttu rekstrarfyrirkomulagi flugfélagsins. Í kjölfar aflýsingarinnar var boðað til starfsmannafundar sem Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir ekki hafa verið tímamótafund. „Ekki neinar tilkynningar eða breytingar á neinni stefnu, nei,“ segir Einar. Erfiðar aðstæður Jens Þórðarson, fyrrverandi flugrekstrarstjóri hjá Icelandair, segir Play í erfiðri stöðu. „Það er náttúrulega mjög erfitt að reka fyrirtæki við þessar aðstæður. En áhugi Íslendinga á flugrekstri og á örlögum flugfélaga er mikill svo það er eðlilegt að þú sért í sviðsljósinu. Sérstaklega þegar fyrirtækið er skráð markað. Hins vegar, ef maður horfir fram hjá þessari umfjöllun, er staða félagsins orðin mun sterkari eftir þessa fjármögnun sem var kláruð á dögunum,“ segir Jens. Aðalspurningin sem almenningur hefur alltaf er hvort Play sé að fara á hausinn. Hvernig metur þú þetta, er Play að fara á hausinn? „Þegar félag er nýbúið að landa tveggja og hálfs milljarðs fjármögnun, hún er auðvitað á háum vöxtum og annað, en þá er félagið ekki á leiðinni í gjaldþrot, það liggur alveg fyrir. Þeir fjárfestar sem eru á bak við það myndu aldrei taka ákvörðun um að fara inn í slíkt. En flugrekstur er sveiflukenndur og hann er oft á tíðum erfiður,“ segir Jens. Áhyggjurnar haldi áfram Hann skilur það að starfsmenn Play hafi áhyggjur af framhaldinu. „Óhjákvæmilega geta stjórnendur örugglega ekki svarað öllum spurningum sem starfsmenn hafa um framtíðina. Það náttúrulega eykur á áhyggjurnar. Ég skil ofboðslega vel að fólk hafi áhyggjur við þessar aðstæður og það mun örugglega halda eitthvað áfram á meðan það er ekki búið að ganga frá öllum þráðum,“ segir Jens. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Flugferð Play til Parísar var felld niður í morgun með aðeins fimmtán mínútna fyrirvara. Félagið segir ástæðuna vera veikindi í áhöfn og ekki hafi tekist að finna staðgengla. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að um hafi verið óformlegt verkfall flugmanna, vegna viðbragðsleysis Play við erindi Íslenska flugstéttafélagsins um áhyggjur vegna breytinga á breyttu rekstrarfyrirkomulagi flugfélagsins. Í kjölfar aflýsingarinnar var boðað til starfsmannafundar sem Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir ekki hafa verið tímamótafund. „Ekki neinar tilkynningar eða breytingar á neinni stefnu, nei,“ segir Einar. Erfiðar aðstæður Jens Þórðarson, fyrrverandi flugrekstrarstjóri hjá Icelandair, segir Play í erfiðri stöðu. „Það er náttúrulega mjög erfitt að reka fyrirtæki við þessar aðstæður. En áhugi Íslendinga á flugrekstri og á örlögum flugfélaga er mikill svo það er eðlilegt að þú sért í sviðsljósinu. Sérstaklega þegar fyrirtækið er skráð markað. Hins vegar, ef maður horfir fram hjá þessari umfjöllun, er staða félagsins orðin mun sterkari eftir þessa fjármögnun sem var kláruð á dögunum,“ segir Jens. Aðalspurningin sem almenningur hefur alltaf er hvort Play sé að fara á hausinn. Hvernig metur þú þetta, er Play að fara á hausinn? „Þegar félag er nýbúið að landa tveggja og hálfs milljarðs fjármögnun, hún er auðvitað á háum vöxtum og annað, en þá er félagið ekki á leiðinni í gjaldþrot, það liggur alveg fyrir. Þeir fjárfestar sem eru á bak við það myndu aldrei taka ákvörðun um að fara inn í slíkt. En flugrekstur er sveiflukenndur og hann er oft á tíðum erfiður,“ segir Jens. Áhyggjurnar haldi áfram Hann skilur það að starfsmenn Play hafi áhyggjur af framhaldinu. „Óhjákvæmilega geta stjórnendur örugglega ekki svarað öllum spurningum sem starfsmenn hafa um framtíðina. Það náttúrulega eykur á áhyggjurnar. Ég skil ofboðslega vel að fólk hafi áhyggjur við þessar aðstæður og það mun örugglega halda eitthvað áfram á meðan það er ekki búið að ganga frá öllum þráðum,“ segir Jens.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira