Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 12. september 2025 08:33 Neysluvatn, hitaveita, rafmagn og fráveita eru lífsnauðsynlegir innviðir. Þetta eru grunnstoðir samfélagsins, forsenda öryggis, heilsu, atvinnuuppbyggingar og lífsgæða. Fyrirtækin sem bera ábyrgð á orkuöflun og á kerfunum sem dreifa þessum lífsgæðum til fólks standa of oft frammi fyrir hindrunum sem seinka nauðsynlegum framkvæmdum. Það er sameiginleg ábyrgð okkar að tryggja öllum gott aðgengi að lífsnauðsynlegum innviðum og til þess þarf regluverkið að styðja hraðar við nauðsynlegar lausnir. Einfaldara og skilvirkara kerfi Eins og staðan er í dag eru leyfisveitingar og skipulagsferlar einfaldlega of flóknir og dragast oft á langinn. Brýn verkefni sitja oft föst í biðröðum jafnvel árum saman, án þess að það auki gæði né öryggi. Það skilar sér í hærri kostnaði fyrir samfélagið, hægari orkuskiptum og seinkun á framkvæmdum. Mikilvægt er að horfa ekki aðeins til aukinnar orkuvinnslu – hvort sem um ræðir raforku eða varma – heldur einnig til þeirra innviða sem flytja og dreifa orkunni til heimila og atvinnulífs svo hún komist á leiðarenda. Til að vernda og byggja upp Ómissandi innviðir þurfa að fá sérferli til að vernda og byggja upp. Þetta snýst ekki aðeins um nýja orkukosti eða nýframkæmdir. Núverandi innviðir þurfa líka að njóta forgangs í vernd og viðnámsþrótti. Við þurfum að tryggja að hægt sé að hita heimilin, kveikja ljósin og drekka vatnið úr krönunum, hvort sem það er í nýjum hverfum eða eldri húsum. Það þarf að skapa skýrt ferli til að tryggja forvarnir, viðhald og styrkingu á þeim kerfum sem samfélagið þegar byggir á – svo þau standist bæði náttúruvá, skemmdarverk, slys eða aðrar áhættur. Hér má nefna verndun kalda vatnsins okkar, að tryggja að við getum virkjað heitt vatn án áralangra samninga við landeigendur og sveitarfélög. Jafnframt þarf að tryggja athafnasvæði fyrir núverandi auðlindir eins og borholur innan hins byggða umhverfis. Þetta getur líka átt við svæði fyrir lagnir og tengirými á höfuðborgarsvæðinu. Veitur og Samorka hafa þrýst á stjórnvöld til að tryggja enn frekar hagsmuni ómissandi innviða en í kjölfar eldanna á Reykjanesskaga sjáum við að við verðum að gera enn betur. Lærum af öðrum Nágrannalönd okkar hafa þegar sýnt fram á að þetta er hægt. Þýskaland hefur stytt leyfisferla fyrir jarðhita, Danmörk hefur komið á einfaldara leyfiskerfi fyrir vindorku, Noregur hefur hraðað uppbyggingu dreifikerfa fyrir rafbílavæðingu og Holland hefur sett á fót sérstakt hraðferli fyrir flutningskerfi raforku. Og svipuð þróun sést víðar í kringum okkur. Í Bandaríkjunum hefur hraðari afgreiðsla stórra innviðaverkefna með samhæfingu stofnana og skýrum tímaramma verið innleidd. Í Nýja Sjálandi hefur löggjöf einfaldað ferla fyrir þjóðhagslega mikilvæg verkefni og eignanámsferli. Og í Kaliforníu er gervigreind nýtt til að hraða byggingarleyfum og auka viðnámsþrótt í kjölfar náttúruvár. Þetta snýst um okkur öll Regluverk þarf ekki að vera hindrun heldur gæti það verið stuðningur. Það þarf að tryggja gæði, öryggi og gagnsæi – en jafnframt að skapa skilvirkt umhverfi þar sem innviðaverkefni sem varða öryggi og lífsgæði njóta forgangs. Með einfaldari skipulags- og leyfisferlum, skýrum ferlum fyrir viðhald og vernd, samræmdum reglum og skýrum tímaramma er hægt að tryggja að verkefnin sem skipta mestu máli fari hratt í framkvæmd. Þetta er ekki einkamál veitu- og orkufyrirtækja, heldur lífsgæðamál fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sólrún Kristjánsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Neysluvatn, hitaveita, rafmagn og fráveita eru lífsnauðsynlegir innviðir. Þetta eru grunnstoðir samfélagsins, forsenda öryggis, heilsu, atvinnuuppbyggingar og lífsgæða. Fyrirtækin sem bera ábyrgð á orkuöflun og á kerfunum sem dreifa þessum lífsgæðum til fólks standa of oft frammi fyrir hindrunum sem seinka nauðsynlegum framkvæmdum. Það er sameiginleg ábyrgð okkar að tryggja öllum gott aðgengi að lífsnauðsynlegum innviðum og til þess þarf regluverkið að styðja hraðar við nauðsynlegar lausnir. Einfaldara og skilvirkara kerfi Eins og staðan er í dag eru leyfisveitingar og skipulagsferlar einfaldlega of flóknir og dragast oft á langinn. Brýn verkefni sitja oft föst í biðröðum jafnvel árum saman, án þess að það auki gæði né öryggi. Það skilar sér í hærri kostnaði fyrir samfélagið, hægari orkuskiptum og seinkun á framkvæmdum. Mikilvægt er að horfa ekki aðeins til aukinnar orkuvinnslu – hvort sem um ræðir raforku eða varma – heldur einnig til þeirra innviða sem flytja og dreifa orkunni til heimila og atvinnulífs svo hún komist á leiðarenda. Til að vernda og byggja upp Ómissandi innviðir þurfa að fá sérferli til að vernda og byggja upp. Þetta snýst ekki aðeins um nýja orkukosti eða nýframkæmdir. Núverandi innviðir þurfa líka að njóta forgangs í vernd og viðnámsþrótti. Við þurfum að tryggja að hægt sé að hita heimilin, kveikja ljósin og drekka vatnið úr krönunum, hvort sem það er í nýjum hverfum eða eldri húsum. Það þarf að skapa skýrt ferli til að tryggja forvarnir, viðhald og styrkingu á þeim kerfum sem samfélagið þegar byggir á – svo þau standist bæði náttúruvá, skemmdarverk, slys eða aðrar áhættur. Hér má nefna verndun kalda vatnsins okkar, að tryggja að við getum virkjað heitt vatn án áralangra samninga við landeigendur og sveitarfélög. Jafnframt þarf að tryggja athafnasvæði fyrir núverandi auðlindir eins og borholur innan hins byggða umhverfis. Þetta getur líka átt við svæði fyrir lagnir og tengirými á höfuðborgarsvæðinu. Veitur og Samorka hafa þrýst á stjórnvöld til að tryggja enn frekar hagsmuni ómissandi innviða en í kjölfar eldanna á Reykjanesskaga sjáum við að við verðum að gera enn betur. Lærum af öðrum Nágrannalönd okkar hafa þegar sýnt fram á að þetta er hægt. Þýskaland hefur stytt leyfisferla fyrir jarðhita, Danmörk hefur komið á einfaldara leyfiskerfi fyrir vindorku, Noregur hefur hraðað uppbyggingu dreifikerfa fyrir rafbílavæðingu og Holland hefur sett á fót sérstakt hraðferli fyrir flutningskerfi raforku. Og svipuð þróun sést víðar í kringum okkur. Í Bandaríkjunum hefur hraðari afgreiðsla stórra innviðaverkefna með samhæfingu stofnana og skýrum tímaramma verið innleidd. Í Nýja Sjálandi hefur löggjöf einfaldað ferla fyrir þjóðhagslega mikilvæg verkefni og eignanámsferli. Og í Kaliforníu er gervigreind nýtt til að hraða byggingarleyfum og auka viðnámsþrótt í kjölfar náttúruvár. Þetta snýst um okkur öll Regluverk þarf ekki að vera hindrun heldur gæti það verið stuðningur. Það þarf að tryggja gæði, öryggi og gagnsæi – en jafnframt að skapa skilvirkt umhverfi þar sem innviðaverkefni sem varða öryggi og lífsgæði njóta forgangs. Með einfaldari skipulags- og leyfisferlum, skýrum ferlum fyrir viðhald og vernd, samræmdum reglum og skýrum tímaramma er hægt að tryggja að verkefnin sem skipta mestu máli fari hratt í framkvæmd. Þetta er ekki einkamál veitu- og orkufyrirtækja, heldur lífsgæðamál fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun