Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2025 19:07 Friðrik Jónsson er sendiherra Íslands í Póllandi. Einbeittur brotavilji Rússa er mikið áhyggjuefni, segir sendiherra Íslands í Póllandi. Hann telur yfirlýsingar stjórnvalda í Moskvu um að atburðir næturinnar hafi verið óviljaverk vera ótrúverðugar. Nítján rúsneskum árásardrónum var flogið inn í pólska lofthelgi í nótt. Forsætisráðherra segir þann fyrsta hafa rofið lofthelgina rétt fyrir miðnætti og þann síðasta klukkan hálf sjö í morgun. Atburðurinn hafi því verið yfirstandandi alla nóttina. Flugvöllum var tímabundið lokað og utanríkisþjónustan beindi því til íslenskra ríkisborgara að fylgjast vel með gangi mála. Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi, segir að þó nokkuð margir hafi haft samband; ýmist vegna flugferða og eða til að leita upplýsinga. Einbeittur brotavilji Rússa sé áhyggjuefni. „Það virðist vera ákveðin stigmögnun í gangi og þá hefur maður áhyggjur af því að einhvern tímann tapi menn stjórn á atburðarrásinni,“ segir Friðrik. Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður nokkra þeirra rússnesku dróna sem rufu lofthelgi landsins í nótt.vísir/AP Að minnsta kosti fjórir drónar voru skotnir niður með aðstoð annarra NATO-bandalagsþjóða. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu sem drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki og segir forsætisráðherrann að Pólverjar hafi ekki staðið nær hernaðarátökum frá seinni heimstyrjöld. Rússar segja að um óviljaverk hafi verið að ræða og að drónunum hafi ekki verið stefnt á pólsk skotmörk. Friðrik telur það ótrúverðuga skýringu. „Við höfum vanist því frá Rússum að það koma alltaf einhverjar skýringar sem jafnvel stangast á við hvor aðra. Þetta ber öll merki þess að vera viljaverk,“ segir hann. Friðrik segir nauðsynlegt að styðja Úkraínu áfram í sinni varnarbaráttu og efla andspyrnu gagnvart aðgerðum Rússa með því að efla til að mynda viðskiptaþvinganir.vísir/AP „Mann grunar að þetta séu einhvers konar pólitísk skilaboð til Póllands og til Vesturlanda, kanna hver viðbrögðin eru. Svo er þetta líka ákveðin forherðing og fyrirlitning. Það er bara verið að sýna öllum á Vesturlöndum og í Úkraínu að Rússar gera það sem þeim sýnist.“ Staða öryggismála í álfunni sé áhyggjuefni. „Þegar land eins og Rússland er komið á þann stað að þeim finnst þeir geta beitt svona hömluleysi og komið fram án hugsanlegra afleiðinga hlýtur það að vekja okkur til umhugsunar; hvernig komumst við á þennan stað og hvað við getum við gert til að komast út úr þessu aftur. Söguleg dæmi eru ekki sérstaklega góð, en ég verð að undirstrika að pólsk stjórnvöld eru að bregðast við af yfirvegun og innan NATO er verið að taka þessu alvarlega en þó ekki verið að flana að neinu. Það er huggun harmi gegn.“ Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Nítján rúsneskum árásardrónum var flogið inn í pólska lofthelgi í nótt. Forsætisráðherra segir þann fyrsta hafa rofið lofthelgina rétt fyrir miðnætti og þann síðasta klukkan hálf sjö í morgun. Atburðurinn hafi því verið yfirstandandi alla nóttina. Flugvöllum var tímabundið lokað og utanríkisþjónustan beindi því til íslenskra ríkisborgara að fylgjast vel með gangi mála. Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi, segir að þó nokkuð margir hafi haft samband; ýmist vegna flugferða og eða til að leita upplýsinga. Einbeittur brotavilji Rússa sé áhyggjuefni. „Það virðist vera ákveðin stigmögnun í gangi og þá hefur maður áhyggjur af því að einhvern tímann tapi menn stjórn á atburðarrásinni,“ segir Friðrik. Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður nokkra þeirra rússnesku dróna sem rufu lofthelgi landsins í nótt.vísir/AP Að minnsta kosti fjórir drónar voru skotnir niður með aðstoð annarra NATO-bandalagsþjóða. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu sem drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki og segir forsætisráðherrann að Pólverjar hafi ekki staðið nær hernaðarátökum frá seinni heimstyrjöld. Rússar segja að um óviljaverk hafi verið að ræða og að drónunum hafi ekki verið stefnt á pólsk skotmörk. Friðrik telur það ótrúverðuga skýringu. „Við höfum vanist því frá Rússum að það koma alltaf einhverjar skýringar sem jafnvel stangast á við hvor aðra. Þetta ber öll merki þess að vera viljaverk,“ segir hann. Friðrik segir nauðsynlegt að styðja Úkraínu áfram í sinni varnarbaráttu og efla andspyrnu gagnvart aðgerðum Rússa með því að efla til að mynda viðskiptaþvinganir.vísir/AP „Mann grunar að þetta séu einhvers konar pólitísk skilaboð til Póllands og til Vesturlanda, kanna hver viðbrögðin eru. Svo er þetta líka ákveðin forherðing og fyrirlitning. Það er bara verið að sýna öllum á Vesturlöndum og í Úkraínu að Rússar gera það sem þeim sýnist.“ Staða öryggismála í álfunni sé áhyggjuefni. „Þegar land eins og Rússland er komið á þann stað að þeim finnst þeir geta beitt svona hömluleysi og komið fram án hugsanlegra afleiðinga hlýtur það að vekja okkur til umhugsunar; hvernig komumst við á þennan stað og hvað við getum við gert til að komast út úr þessu aftur. Söguleg dæmi eru ekki sérstaklega góð, en ég verð að undirstrika að pólsk stjórnvöld eru að bregðast við af yfirvegun og innan NATO er verið að taka þessu alvarlega en þó ekki verið að flana að neinu. Það er huggun harmi gegn.“
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira