Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2025 23:04 Vladimír Pútín, forseti Rúslands. AP/Vyacheslav Prokofyev, Sputnik Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. Vonast er til þess að hægt verði að komast hjá því að aðstæður skapist sem svipi til þeirra í kjölfar í stríðsins í Afganistan á árum áður. Þá tóku uppgjafahermenn mikinn þátt í uppbyggingu skipulagðrar glæpastarfsemi í Rússlandi og víðar í Sovétríkjunum sálugu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt Reuters er þar segir að áhyggjurnar nái alla leið upp metorðastigann í Rússlandi, til Vladimírs Pútín, forseta. Hann hefur þegar upplifað hvað reiðir hermenn sem eru ekki undir stjórn hans geta gert, þegar Jevgení Prígósjín og málaliðar hans í Wagner Group gerðu uppreisn sumarið 2023. Pútín sjálfur hefur sagt að hermenn sem hafa barist í Úkraínu tilheyri elítu og hefur lofað mörgum þeirra bjartri framtíð. Meðal annars hefur hann komið að sérstöku þjálfunarátaki sem ætlað er að undirbúa uppgjafahermenn fyrir leiðtogastöður í Rússlandi. Að minnsta kosti fimm uppgjafahermenn hafa fengið embætti í Kreml, að minnsta kosti þrír hafa fengið þingsæti og margir aðrir hafa fengið störf í ýmsum embættum víðsvegar um Rússlands. Óttast gremju í garð yfirvalda Meðal þess sem ráðamenn í Rússlandi óttast er að uppgjafahermenn, sem geti verið skaddaðir á líkama eða sál, muni engan veginn geta orðið sér út um jafn há laun og þeir fengu í hernum og það muni ýta undir gremju og reiði í garð yfirvalda, samkvæmt heimildarmanni Retuers úr Kreml. Sjá einnig: Skutu hver annan fyrir orður og bætur Fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að mögulega hafi rúmlega ein og hálf milljón manna tekið þátt í innrásinni í Úkraínu og þar af eru fjölmargir ofbeldisfullir glæpamenn sem verða og hafa verið náðaðir fyrir að ganga í herinn. Gögn frá fangelsismálakerfi Rússlands og leyniþjónustu Úkraínu banda samkvæmt Reuters til þess að Rússar hafi ráðið 120 til 180 þúsund fanga í herinn frá 2022. Flestir þeirra sem hafa snúið aftur til Rússlands eru fyrrverandi fangar eða mikið særðir hermenn. Í upphafi voru reglurnar þannig að fangar voru náðaðir eftir sex mánaða þjónustu og fengu þá að fara aftur heim. Sjá einnig: Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Það hefur ekki gilt um aðra sem skrá sig í herinn en þeim er gert að berjast þar til stríðinu líkur. Því var reglunum um fanga breytt árið 2023 svo þeim verður ekki sleppt fyrr en að stríðinu loknu. Margir hafa þegar brotið af sér Margir af þeim föngum sem hefur verið sleppt hafa brotið af sér og oft grimmilega. Í frétt Moscow Times er vísað til umfjöllunar rússneskra miðla frá því fyrr á þessu ári að frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafi uppgjafahermenn myrt nærri því fjögur hundruð Rússa. Reuters segir nærri því fimm hundruð borgara hafa verið myrta af uppgjafahermönnum. Þá segir miðillinn að varnarmálaráðuneyti Rússlands áætli að einn af hverjum fimm uppgjafahermönnum þjáist af áfallastreituröskun. Geðheilbrigðissérfræðingar þykja tiltölulega sjaldgæfir í Rússlandi og á það sérstaklega við sérfræðinga sem hafa reynslu af því að eiga við geðræn vandamál sem tengjast hernaði. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Vonast er til þess að hægt verði að komast hjá því að aðstæður skapist sem svipi til þeirra í kjölfar í stríðsins í Afganistan á árum áður. Þá tóku uppgjafahermenn mikinn þátt í uppbyggingu skipulagðrar glæpastarfsemi í Rússlandi og víðar í Sovétríkjunum sálugu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt Reuters er þar segir að áhyggjurnar nái alla leið upp metorðastigann í Rússlandi, til Vladimírs Pútín, forseta. Hann hefur þegar upplifað hvað reiðir hermenn sem eru ekki undir stjórn hans geta gert, þegar Jevgení Prígósjín og málaliðar hans í Wagner Group gerðu uppreisn sumarið 2023. Pútín sjálfur hefur sagt að hermenn sem hafa barist í Úkraínu tilheyri elítu og hefur lofað mörgum þeirra bjartri framtíð. Meðal annars hefur hann komið að sérstöku þjálfunarátaki sem ætlað er að undirbúa uppgjafahermenn fyrir leiðtogastöður í Rússlandi. Að minnsta kosti fimm uppgjafahermenn hafa fengið embætti í Kreml, að minnsta kosti þrír hafa fengið þingsæti og margir aðrir hafa fengið störf í ýmsum embættum víðsvegar um Rússlands. Óttast gremju í garð yfirvalda Meðal þess sem ráðamenn í Rússlandi óttast er að uppgjafahermenn, sem geti verið skaddaðir á líkama eða sál, muni engan veginn geta orðið sér út um jafn há laun og þeir fengu í hernum og það muni ýta undir gremju og reiði í garð yfirvalda, samkvæmt heimildarmanni Retuers úr Kreml. Sjá einnig: Skutu hver annan fyrir orður og bætur Fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að mögulega hafi rúmlega ein og hálf milljón manna tekið þátt í innrásinni í Úkraínu og þar af eru fjölmargir ofbeldisfullir glæpamenn sem verða og hafa verið náðaðir fyrir að ganga í herinn. Gögn frá fangelsismálakerfi Rússlands og leyniþjónustu Úkraínu banda samkvæmt Reuters til þess að Rússar hafi ráðið 120 til 180 þúsund fanga í herinn frá 2022. Flestir þeirra sem hafa snúið aftur til Rússlands eru fyrrverandi fangar eða mikið særðir hermenn. Í upphafi voru reglurnar þannig að fangar voru náðaðir eftir sex mánaða þjónustu og fengu þá að fara aftur heim. Sjá einnig: Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Það hefur ekki gilt um aðra sem skrá sig í herinn en þeim er gert að berjast þar til stríðinu líkur. Því var reglunum um fanga breytt árið 2023 svo þeim verður ekki sleppt fyrr en að stríðinu loknu. Margir hafa þegar brotið af sér Margir af þeim föngum sem hefur verið sleppt hafa brotið af sér og oft grimmilega. Í frétt Moscow Times er vísað til umfjöllunar rússneskra miðla frá því fyrr á þessu ári að frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafi uppgjafahermenn myrt nærri því fjögur hundruð Rússa. Reuters segir nærri því fimm hundruð borgara hafa verið myrta af uppgjafahermönnum. Þá segir miðillinn að varnarmálaráðuneyti Rússlands áætli að einn af hverjum fimm uppgjafahermönnum þjáist af áfallastreituröskun. Geðheilbrigðissérfræðingar þykja tiltölulega sjaldgæfir í Rússlandi og á það sérstaklega við sérfræðinga sem hafa reynslu af því að eiga við geðræn vandamál sem tengjast hernaði.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira