Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2025 23:04 Vladimír Pútín, forseti Rúslands. AP/Vyacheslav Prokofyev, Sputnik Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. Vonast er til þess að hægt verði að komast hjá því að aðstæður skapist sem svipi til þeirra í kjölfar í stríðsins í Afganistan á árum áður. Þá tóku uppgjafahermenn mikinn þátt í uppbyggingu skipulagðrar glæpastarfsemi í Rússlandi og víðar í Sovétríkjunum sálugu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt Reuters er þar segir að áhyggjurnar nái alla leið upp metorðastigann í Rússlandi, til Vladimírs Pútín, forseta. Hann hefur þegar upplifað hvað reiðir hermenn sem eru ekki undir stjórn hans geta gert, þegar Jevgení Prígósjín og málaliðar hans í Wagner Group gerðu uppreisn sumarið 2023. Pútín sjálfur hefur sagt að hermenn sem hafa barist í Úkraínu tilheyri elítu og hefur lofað mörgum þeirra bjartri framtíð. Meðal annars hefur hann komið að sérstöku þjálfunarátaki sem ætlað er að undirbúa uppgjafahermenn fyrir leiðtogastöður í Rússlandi. Að minnsta kosti fimm uppgjafahermenn hafa fengið embætti í Kreml, að minnsta kosti þrír hafa fengið þingsæti og margir aðrir hafa fengið störf í ýmsum embættum víðsvegar um Rússlands. Óttast gremju í garð yfirvalda Meðal þess sem ráðamenn í Rússlandi óttast er að uppgjafahermenn, sem geti verið skaddaðir á líkama eða sál, muni engan veginn geta orðið sér út um jafn há laun og þeir fengu í hernum og það muni ýta undir gremju og reiði í garð yfirvalda, samkvæmt heimildarmanni Retuers úr Kreml. Sjá einnig: Skutu hver annan fyrir orður og bætur Fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að mögulega hafi rúmlega ein og hálf milljón manna tekið þátt í innrásinni í Úkraínu og þar af eru fjölmargir ofbeldisfullir glæpamenn sem verða og hafa verið náðaðir fyrir að ganga í herinn. Gögn frá fangelsismálakerfi Rússlands og leyniþjónustu Úkraínu banda samkvæmt Reuters til þess að Rússar hafi ráðið 120 til 180 þúsund fanga í herinn frá 2022. Flestir þeirra sem hafa snúið aftur til Rússlands eru fyrrverandi fangar eða mikið særðir hermenn. Í upphafi voru reglurnar þannig að fangar voru náðaðir eftir sex mánaða þjónustu og fengu þá að fara aftur heim. Sjá einnig: Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Það hefur ekki gilt um aðra sem skrá sig í herinn en þeim er gert að berjast þar til stríðinu líkur. Því var reglunum um fanga breytt árið 2023 svo þeim verður ekki sleppt fyrr en að stríðinu loknu. Margir hafa þegar brotið af sér Margir af þeim föngum sem hefur verið sleppt hafa brotið af sér og oft grimmilega. Í frétt Moscow Times er vísað til umfjöllunar rússneskra miðla frá því fyrr á þessu ári að frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafi uppgjafahermenn myrt nærri því fjögur hundruð Rússa. Reuters segir nærri því fimm hundruð borgara hafa verið myrta af uppgjafahermönnum. Þá segir miðillinn að varnarmálaráðuneyti Rússlands áætli að einn af hverjum fimm uppgjafahermönnum þjáist af áfallastreituröskun. Geðheilbrigðissérfræðingar þykja tiltölulega sjaldgæfir í Rússlandi og á það sérstaklega við sérfræðinga sem hafa reynslu af því að eiga við geðræn vandamál sem tengjast hernaði. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Vonast er til þess að hægt verði að komast hjá því að aðstæður skapist sem svipi til þeirra í kjölfar í stríðsins í Afganistan á árum áður. Þá tóku uppgjafahermenn mikinn þátt í uppbyggingu skipulagðrar glæpastarfsemi í Rússlandi og víðar í Sovétríkjunum sálugu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt Reuters er þar segir að áhyggjurnar nái alla leið upp metorðastigann í Rússlandi, til Vladimírs Pútín, forseta. Hann hefur þegar upplifað hvað reiðir hermenn sem eru ekki undir stjórn hans geta gert, þegar Jevgení Prígósjín og málaliðar hans í Wagner Group gerðu uppreisn sumarið 2023. Pútín sjálfur hefur sagt að hermenn sem hafa barist í Úkraínu tilheyri elítu og hefur lofað mörgum þeirra bjartri framtíð. Meðal annars hefur hann komið að sérstöku þjálfunarátaki sem ætlað er að undirbúa uppgjafahermenn fyrir leiðtogastöður í Rússlandi. Að minnsta kosti fimm uppgjafahermenn hafa fengið embætti í Kreml, að minnsta kosti þrír hafa fengið þingsæti og margir aðrir hafa fengið störf í ýmsum embættum víðsvegar um Rússlands. Óttast gremju í garð yfirvalda Meðal þess sem ráðamenn í Rússlandi óttast er að uppgjafahermenn, sem geti verið skaddaðir á líkama eða sál, muni engan veginn geta orðið sér út um jafn há laun og þeir fengu í hernum og það muni ýta undir gremju og reiði í garð yfirvalda, samkvæmt heimildarmanni Retuers úr Kreml. Sjá einnig: Skutu hver annan fyrir orður og bætur Fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að mögulega hafi rúmlega ein og hálf milljón manna tekið þátt í innrásinni í Úkraínu og þar af eru fjölmargir ofbeldisfullir glæpamenn sem verða og hafa verið náðaðir fyrir að ganga í herinn. Gögn frá fangelsismálakerfi Rússlands og leyniþjónustu Úkraínu banda samkvæmt Reuters til þess að Rússar hafi ráðið 120 til 180 þúsund fanga í herinn frá 2022. Flestir þeirra sem hafa snúið aftur til Rússlands eru fyrrverandi fangar eða mikið særðir hermenn. Í upphafi voru reglurnar þannig að fangar voru náðaðir eftir sex mánaða þjónustu og fengu þá að fara aftur heim. Sjá einnig: Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Það hefur ekki gilt um aðra sem skrá sig í herinn en þeim er gert að berjast þar til stríðinu líkur. Því var reglunum um fanga breytt árið 2023 svo þeim verður ekki sleppt fyrr en að stríðinu loknu. Margir hafa þegar brotið af sér Margir af þeim föngum sem hefur verið sleppt hafa brotið af sér og oft grimmilega. Í frétt Moscow Times er vísað til umfjöllunar rússneskra miðla frá því fyrr á þessu ári að frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafi uppgjafahermenn myrt nærri því fjögur hundruð Rússa. Reuters segir nærri því fimm hundruð borgara hafa verið myrta af uppgjafahermönnum. Þá segir miðillinn að varnarmálaráðuneyti Rússlands áætli að einn af hverjum fimm uppgjafahermönnum þjáist af áfallastreituröskun. Geðheilbrigðissérfræðingar þykja tiltölulega sjaldgæfir í Rússlandi og á það sérstaklega við sérfræðinga sem hafa reynslu af því að eiga við geðræn vandamál sem tengjast hernaði.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira