Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Árni Sæberg skrifar 9. september 2025 16:04 Í forgrunni er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, sem ef yfir málaflokki þeim sem brennur á mótmælendunum fyrir aftan hana. Vísir/Anton Brink Fámennur hópur mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag þegar Alþingi var sett. Flestir kyrjuðu algeng stef mótmælenda gegn brottvísunum hælisleitenda en aðrir hreyttu fúkyrðum í ráðamenn. Alþingi var sett í 157. skipti í dag við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu. Að lokinni guðsþjónustu í kirkjunni gengu Alþingismenn, ráðherrar, biskup, forseti og gestir þingsetningarinnar yfir í Alþingishúsið þar sem Alþingi var formlega sett af Höllu Tómasdóttur forseta. Mótmæltu stefnu í útlendingamálum Fámennum hópi mótmælenda, á að giska tæplega tuttugu talsins, var þó allt annað en hátíðlegheit í huga. Samtökin No Borders Iceland höfðu boðað til mótmæla við þingsetninguna undir yfirskriftinni Engar fangabúðir fyrir börn á flótta! Þar er vitanlega vísað til boðaðar lagasetningar dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Í þingmálaskrá sem komið var fyrir í pósthólfum alþingismanna í gærkvöldi og kynnt í dag segir að með frumvarpi til laga um brottfararstöð sé lagt til að heimilt verði að vista útlending á brottfararstöð í þeim tilvikum þegar tryggja þarf að útlendingur sé til staðar vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum. Flestir í kór en ekki Magga Stína Í myndskeiðinu hér að neðan má heyra flesta mótmælendur kyrja kunnuglega stefið „öll börn eru okkar börn“ saman í kór og berja á trommur á meðan ráðamenn gengu hjá. Einn mótmælenda sker sig þó greinilega úr hópnum. Það er tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, sem öskraði „Afætur! Afætur! Rasistar!“ og „Aumingjar! Rasistar!“ ítrekað að þeim sem gengu hjá. Þá sló hún kjuðum af innlifun í grindverk, sem komið hafði verið upp í tilefni dagsins. Alþingi Tjáningarfrelsi Hælisleitendur Reykjavík Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Alþingi var sett í 157. skipti í dag við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu. Að lokinni guðsþjónustu í kirkjunni gengu Alþingismenn, ráðherrar, biskup, forseti og gestir þingsetningarinnar yfir í Alþingishúsið þar sem Alþingi var formlega sett af Höllu Tómasdóttur forseta. Mótmæltu stefnu í útlendingamálum Fámennum hópi mótmælenda, á að giska tæplega tuttugu talsins, var þó allt annað en hátíðlegheit í huga. Samtökin No Borders Iceland höfðu boðað til mótmæla við þingsetninguna undir yfirskriftinni Engar fangabúðir fyrir börn á flótta! Þar er vitanlega vísað til boðaðar lagasetningar dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Í þingmálaskrá sem komið var fyrir í pósthólfum alþingismanna í gærkvöldi og kynnt í dag segir að með frumvarpi til laga um brottfararstöð sé lagt til að heimilt verði að vista útlending á brottfararstöð í þeim tilvikum þegar tryggja þarf að útlendingur sé til staðar vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum. Flestir í kór en ekki Magga Stína Í myndskeiðinu hér að neðan má heyra flesta mótmælendur kyrja kunnuglega stefið „öll börn eru okkar börn“ saman í kór og berja á trommur á meðan ráðamenn gengu hjá. Einn mótmælenda sker sig þó greinilega úr hópnum. Það er tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, sem öskraði „Afætur! Afætur! Rasistar!“ og „Aumingjar! Rasistar!“ ítrekað að þeim sem gengu hjá. Þá sló hún kjuðum af innlifun í grindverk, sem komið hafði verið upp í tilefni dagsins.
Alþingi Tjáningarfrelsi Hælisleitendur Reykjavík Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“