Erlent

Ísraelar gera loft­á­rásir á Katar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Reykjarmökkurinn stígur upp af Kataran-hverfi í Dóha sem Ísraelar gerðu loftárás rétt í þessu.
Reykjarmökkurinn stígur upp af Kataran-hverfi í Dóha sem Ísraelar gerðu loftárás rétt í þessu.

Ísraelski herinn gerði loftárásir á Dóha, höfuðborg Katar, nú fyrir skömmu. Herinn segir árásirnar beinast að pólitískum leiðtogum Hamas sem hafa notað Dóha sem höfuðstöðvar utan Gasa um árabil. Opinbert heiti árásarinnar er „Dómsdagur“.

Reuters hefur eftir vitnum að þó nokkrar sprengingar hafi heyrst á vettvangi. Jafnframt má sjá reykjarmökk stíga upp frá Katara-hverfi í höfuðborginni.

Ísraelski herinn hefur nú birt tilkynningu þar sem segir að loftárásirnar hafi beinst að leiðtogum Hamas-samtakanna. Þar segir að fyrir árásina hafi verið gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að almennir borgar myndu verða fyrir skaða, með notkun nákvæmra vopna og aukinna gagna.

Ísraelski fréttamiðillinn Times of Israel segir að fréttastöðin Channel 12 hafi eftir ísraelskum embættismönnum að Bandaríkjamenn hafi verið látnir vita af árásinni og að þeir hafi gefið grænt ljós á hana.

Þá herma sömu miðlar að opinbert nafn loftárásanna sé „Atzeret HaDin“ sem má þýða gróflega sem Dómsdagur. 

Í gær funduðu Khalil Al-Hayya, sem fer fyrir vopnahléssamninganefnd Hamas, með Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al-Thani, forsætisráðherra Katar, í Dóha. Loftárásin er sí fyrsta sem Ísrael gerir á Katar.

The attack appears to mark the first time Israel has launched an operation in Qatar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×