Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 9. september 2025 08:00 Það er fagnaðarefni að yfir 70 prósent skóla hafa sett reglur um notkun farsíma innan skólanna. Börnin ganga nú inn í skólastofuna án farsíma sinna eða með slökkt á þeim í skólatösku. Það er almennt mat kennara og þeirra barna sem rætt hefur verið við um farsímabann í skólum að félagsleg samskipti hafi aukist. Börnin tali meira saman og leiki sér meira saman á skólalóðinni. Fyrir farsímabann voru börnin allt of mikið bundin við síma sína í frímínútum. Þegar síminn er stöðugt við höndina getur verið erfitt að einbeita sér að raunverulegum samskiptum og náminu. Athyglin er nánast öll á símanum og erfitt að einbeita sér að náminu. Rétt eins og fullorðnir eru margir unglingar mjög háðir símum sínum. Farsíminn er reynist oft lang mikilvægasti hluturinn í þeirra eigu, að sögn barnanna sjálfra. Þeim finnst erfitt að hugsa til þess að vera lengi án símans. Þetta á ekki aðeins við um börn og ungt fólk. Sama gildir um fjölmargt fullorðið fólk. Staðreyndin er að síminn er orðinn ómissandi tæki í daglegu lífi okkar og er allt að því gróinn við lófa margra okkar. Það breytir þó ekki því að við erum upp til hópa uggandi yfir mikilli skjánotkun barna. Á meðan þau eru í skólanum viljum við að þau sinni náminu með óskertri athygli. Flokkur fólksins fyrstur Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir símabanni í skólum og var sennilega fyrsti stjórnarmálaflokkurinn til ræða slíkt bann tæpitungulaust, sannarlega ekki við mikinn fögnuð allra. Ég ávarpaði málið sem borgarfulltrúi Flokks fólksins strax árið 2018 og skrifaði m.a. greinina Skjátími, kvíði og hættur á Netinuí janúar 2018 og Símalaus skóli í febrúar 2019, báðar birtar á Vísi. Þekking og reynsla á áhrifum of mikils skjátíma hefur aukist. Flestir eru nú sammála um að taka skrefið til fulls og banna síma í grunnskólum landsins. Þetta hafa fleiri þjóðir og samfélög gert með góðum árangri, oftast í góðri sátt og samvinnu við foreldra og börnin. Skólinn á að vera vettvangur þar sem börn og unglingar eiga félagsleg samskipti sín í milli án truflana frá símtækjum. Það er vissulega aldrei gaman að leggja til boð og bönn. Þess vegna er gleðilegt að sjá hvað börnin sjálf eru ánægð með þessa ákvörðun þar sem símabann hefur þegar tekið gildi. Tökum málið alla leið Mennta- og barnamálaráðherra mun á komandi þingvetri leggja fram frumvarp sem samræma á reglur um farsímanotkun í grunnskólum landsins. Það er nauðsynlegt að styrkja reglugerðarheimildir um notkun snjalltækja til þess að öll börn sitji við sama borð í þessum efnum. Engar samræmdar reglur eru til um símanotkun í skólum á landsvísu og reglur því mismunandi milli skóla. Í rauninni er þetta ekki flókið mál þótt deila megi um útfærslur. Farsímar eiga einfaldlega ekki heima í kennslustund. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að yfir 70 prósent skóla hafa sett reglur um notkun farsíma innan skólanna. Börnin ganga nú inn í skólastofuna án farsíma sinna eða með slökkt á þeim í skólatösku. Það er almennt mat kennara og þeirra barna sem rætt hefur verið við um farsímabann í skólum að félagsleg samskipti hafi aukist. Börnin tali meira saman og leiki sér meira saman á skólalóðinni. Fyrir farsímabann voru börnin allt of mikið bundin við síma sína í frímínútum. Þegar síminn er stöðugt við höndina getur verið erfitt að einbeita sér að raunverulegum samskiptum og náminu. Athyglin er nánast öll á símanum og erfitt að einbeita sér að náminu. Rétt eins og fullorðnir eru margir unglingar mjög háðir símum sínum. Farsíminn er reynist oft lang mikilvægasti hluturinn í þeirra eigu, að sögn barnanna sjálfra. Þeim finnst erfitt að hugsa til þess að vera lengi án símans. Þetta á ekki aðeins við um börn og ungt fólk. Sama gildir um fjölmargt fullorðið fólk. Staðreyndin er að síminn er orðinn ómissandi tæki í daglegu lífi okkar og er allt að því gróinn við lófa margra okkar. Það breytir þó ekki því að við erum upp til hópa uggandi yfir mikilli skjánotkun barna. Á meðan þau eru í skólanum viljum við að þau sinni náminu með óskertri athygli. Flokkur fólksins fyrstur Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir símabanni í skólum og var sennilega fyrsti stjórnarmálaflokkurinn til ræða slíkt bann tæpitungulaust, sannarlega ekki við mikinn fögnuð allra. Ég ávarpaði málið sem borgarfulltrúi Flokks fólksins strax árið 2018 og skrifaði m.a. greinina Skjátími, kvíði og hættur á Netinuí janúar 2018 og Símalaus skóli í febrúar 2019, báðar birtar á Vísi. Þekking og reynsla á áhrifum of mikils skjátíma hefur aukist. Flestir eru nú sammála um að taka skrefið til fulls og banna síma í grunnskólum landsins. Þetta hafa fleiri þjóðir og samfélög gert með góðum árangri, oftast í góðri sátt og samvinnu við foreldra og börnin. Skólinn á að vera vettvangur þar sem börn og unglingar eiga félagsleg samskipti sín í milli án truflana frá símtækjum. Það er vissulega aldrei gaman að leggja til boð og bönn. Þess vegna er gleðilegt að sjá hvað börnin sjálf eru ánægð með þessa ákvörðun þar sem símabann hefur þegar tekið gildi. Tökum málið alla leið Mennta- og barnamálaráðherra mun á komandi þingvetri leggja fram frumvarp sem samræma á reglur um farsímanotkun í grunnskólum landsins. Það er nauðsynlegt að styrkja reglugerðarheimildir um notkun snjalltækja til þess að öll börn sitji við sama borð í þessum efnum. Engar samræmdar reglur eru til um símanotkun í skólum á landsvísu og reglur því mismunandi milli skóla. Í rauninni er þetta ekki flókið mál þótt deila megi um útfærslur. Farsímar eiga einfaldlega ekki heima í kennslustund. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun