Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar 8. september 2025 14:30 Flest notum við stafræna miðla og þjónustu í einhverju formi í dagsdaglega. Hvort sem það er að til að skila skattframtali, fá aðgang að heilbrigðisþjónustu, lesa fréttir, nota samfélagsmiðla, spila tölvuleiki eða sinna verkefnum í vinnu eða skóla. Stafrænir miðlar og netkerfi eru í dag grundvallarforsendur fyrir virkni samfélags okkar og grundvallarþjónustu þess, þar sem bæði fyrirtæki og stjórnvöld veita í auknu mæli þjónustu sína með stafrænum hætti. Þessir stafrænu miðlar og þjónusta sem við notum er svo að mestu, eða nánast öllu, leiti tengd við umheiminn í gegnum internetið. Það gerir upplýsingar, stafræna þjónustu og afþreyingu aðgengilegri en áður, en á sama tíma eru netógnir einnig orðnar bæði aðgengilegri og flóknari. Með aukinni stafræni notkun erum við að opna á hugsanlega veikleika varðandi netvarnir en úreltur tölvu- og netbúnaður, ýmis forrit sem ekki hafa fengið öryggisuppfærslur og jafnvel illa skrifaður hugbúnaður eru dæmi um veikleika sem óprúttnir aðilar geta nýtt sér þegar kemur að netógnum og netöryggi. Mörg dæmi eru um að árásir hafi verð framkvæmdar mörgum vikum eða mánuðum áður en tjón raungerist, til dæmis í formi gagnagíslingar eða gagnaleka, það er því afar mikilvægt að við eflum netvarnir og netöryggi – spennum netöryggisbeltin. Samvinna og traust er lykillinn Þegar öryggisbelti voru fyrst kynnt til sögunnar upp úr aldamótunum 1900 mættu þau mikilli andstöðu og voru ekki vinsæl meðal almennings. Fljótlega sönnuðu þó öryggisbeltin gildi sitt og í dag er bæði óábyrgt og ólöglegt á Íslandi að nota þau ekki þegar ferðast er um í bíl. Bæði fyrirtæki og einstaklingar verða fyrir skipulögðum netárásum en netógnir í garð einstaklinga og fyrirtækja geta verið af ýmsum toga og í sumum tilfellum geta þær verið þær sömu. Dæmu um slíkt eru svokallaðar vefveiðar (e. phising). Þá eru skilaboð í glæpsamlegum tilgangi send í nafni fyrirtækis eða einstaklings á stóran hóp fólks í von um að einhver falli í gildru. Lykilinn að því að efla netöryggi á Íslandi er samvinna og traust. Það þarf að ræða opinskátt um netvarnir og öryggi, efla netöryggismenningu og starfshætti ásamt því að draga lærdóm af áföllum í formi netglæpa og annara netöryggisatvika, hvort sem einstaklingar, fyrirtæki eða stjórnvöld verða fyrir þeim. Styrkur til að efla netöryggi Flóra netógna getur virst yfirþyrmandi og jafnvel ill-viðráðanlegt verkefni fyrir marga, en í raun má færa rök fyrir því að aðgengi að upplýsingum og fróðleik varðandi netöryggi hafi sjaldan verið meira. Eyvör, NCC-IS, hæfnissetur í netöryggi á Íslandi, var stofnað árið 2022 í samstarfi við hæfnissetur í netöryggi í Evrópu (ECCC). Eyvör er samstarfsvettvangur um netöryggi með það að markmiði að stuðla að aukinni fræðslu, menntun og rannsóknum á sviði netöryggis á Íslandi og í samstarfi við önnur lönd í Evrópu. Eyvör veitir stofnunum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum styrki til að efla netöryggi sitt og varnir en frá stofnun Eyvarar hafa 28 fjölbreytt verkefni hlotið styrk. Verkefnin sem um ræðir spanna allt frá rannsóknum og eflingu á netöryggisþekkingu yfir í þróun á netöryggislausnum svo eitthvað sé nefnt. Þann 11. september næstkomandi stendur Eyvör fyrir viðburði í Grósku þar sem flutt verða erindi um samstarf á sviði netöryggis og fram fara kynningar á þeim verkefnum sem hlotið hafa styrki. Þá fer einnig fram kynning á styrktarumsóknarferlinu en Eyvör hyggur á frekari úthlutanir netöryggisstyrkja síðar á þessu ári. Höfundur er verkefnastjóri Eyvarar-hæfniseturs Íslands í netöryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Flest notum við stafræna miðla og þjónustu í einhverju formi í dagsdaglega. Hvort sem það er að til að skila skattframtali, fá aðgang að heilbrigðisþjónustu, lesa fréttir, nota samfélagsmiðla, spila tölvuleiki eða sinna verkefnum í vinnu eða skóla. Stafrænir miðlar og netkerfi eru í dag grundvallarforsendur fyrir virkni samfélags okkar og grundvallarþjónustu þess, þar sem bæði fyrirtæki og stjórnvöld veita í auknu mæli þjónustu sína með stafrænum hætti. Þessir stafrænu miðlar og þjónusta sem við notum er svo að mestu, eða nánast öllu, leiti tengd við umheiminn í gegnum internetið. Það gerir upplýsingar, stafræna þjónustu og afþreyingu aðgengilegri en áður, en á sama tíma eru netógnir einnig orðnar bæði aðgengilegri og flóknari. Með aukinni stafræni notkun erum við að opna á hugsanlega veikleika varðandi netvarnir en úreltur tölvu- og netbúnaður, ýmis forrit sem ekki hafa fengið öryggisuppfærslur og jafnvel illa skrifaður hugbúnaður eru dæmi um veikleika sem óprúttnir aðilar geta nýtt sér þegar kemur að netógnum og netöryggi. Mörg dæmi eru um að árásir hafi verð framkvæmdar mörgum vikum eða mánuðum áður en tjón raungerist, til dæmis í formi gagnagíslingar eða gagnaleka, það er því afar mikilvægt að við eflum netvarnir og netöryggi – spennum netöryggisbeltin. Samvinna og traust er lykillinn Þegar öryggisbelti voru fyrst kynnt til sögunnar upp úr aldamótunum 1900 mættu þau mikilli andstöðu og voru ekki vinsæl meðal almennings. Fljótlega sönnuðu þó öryggisbeltin gildi sitt og í dag er bæði óábyrgt og ólöglegt á Íslandi að nota þau ekki þegar ferðast er um í bíl. Bæði fyrirtæki og einstaklingar verða fyrir skipulögðum netárásum en netógnir í garð einstaklinga og fyrirtækja geta verið af ýmsum toga og í sumum tilfellum geta þær verið þær sömu. Dæmu um slíkt eru svokallaðar vefveiðar (e. phising). Þá eru skilaboð í glæpsamlegum tilgangi send í nafni fyrirtækis eða einstaklings á stóran hóp fólks í von um að einhver falli í gildru. Lykilinn að því að efla netöryggi á Íslandi er samvinna og traust. Það þarf að ræða opinskátt um netvarnir og öryggi, efla netöryggismenningu og starfshætti ásamt því að draga lærdóm af áföllum í formi netglæpa og annara netöryggisatvika, hvort sem einstaklingar, fyrirtæki eða stjórnvöld verða fyrir þeim. Styrkur til að efla netöryggi Flóra netógna getur virst yfirþyrmandi og jafnvel ill-viðráðanlegt verkefni fyrir marga, en í raun má færa rök fyrir því að aðgengi að upplýsingum og fróðleik varðandi netöryggi hafi sjaldan verið meira. Eyvör, NCC-IS, hæfnissetur í netöryggi á Íslandi, var stofnað árið 2022 í samstarfi við hæfnissetur í netöryggi í Evrópu (ECCC). Eyvör er samstarfsvettvangur um netöryggi með það að markmiði að stuðla að aukinni fræðslu, menntun og rannsóknum á sviði netöryggis á Íslandi og í samstarfi við önnur lönd í Evrópu. Eyvör veitir stofnunum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum styrki til að efla netöryggi sitt og varnir en frá stofnun Eyvarar hafa 28 fjölbreytt verkefni hlotið styrk. Verkefnin sem um ræðir spanna allt frá rannsóknum og eflingu á netöryggisþekkingu yfir í þróun á netöryggislausnum svo eitthvað sé nefnt. Þann 11. september næstkomandi stendur Eyvör fyrir viðburði í Grósku þar sem flutt verða erindi um samstarf á sviði netöryggis og fram fara kynningar á þeim verkefnum sem hlotið hafa styrki. Þá fer einnig fram kynning á styrktarumsóknarferlinu en Eyvör hyggur á frekari úthlutanir netöryggisstyrkja síðar á þessu ári. Höfundur er verkefnastjóri Eyvarar-hæfniseturs Íslands í netöryggi.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar