Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar 9. september 2025 09:01 Nú á áratugi tileinkuðum öldrun hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni hefur umræðu um stöðu eldra fólks verið ríkulega lyft upp á heimsvísu. Sú áhersla er ekki úr lausu lofti gripin. Við erum öll meðvituð um þá þróun að fjöldi og hlutfall eldra fólks hefur aukist í heiminum og mun halda svo áfram næstu áratugina. Því ber að þakka bættu heilsufari og meðferðum við langvinnum sjúkdómum. Já, við lifum lengur og mörg hver munum við, ef vel gefst, finna fyrir hreysti og lífsgleði á gamals aldri. En með hækkandi aldri aukast þó líkur á fjölþættri sjúkdómabyrði með líkamlegum og vitrænum skerðingum. Það liggur því fyrir að sífellt stækkandi hópur okkar elsta fólks mun þurfa umönnun og stuðning við daglegt líf sitt. Umræða um stöðu og staðreyndir stækkandi hóps elsta fólksins í samfélagi okkar einkennist mikið til af áhyggjum yfir því hvernig manna skuli þjónustu við þennan hóp og hversu mörg rými þurfi að reisa til að hýsa þá þjónustu. Sú umræða þarf vissulega að fara fram en eftir stendur þó mikilvægasta samtalið. Hvernig ætlum við að byggja upp og efla þá fagmennsku og starfsgleði sem starfsfólk okkar þarf að búa yfir til að geta enn betur mætt þörfum ört stækkandi og fjölbreytts hóps einstaklinga sem verða að reiða sig á aðstoð annarra við daglega athafnir? Ef við lítum inn á við þá eigum við það líklega öll sameiginlegt að finna ástríðu fyrir því að okkur sjálfum og okkar fólki sé mætt af virðingu, að hlúð sé að gildum okkar og að umönnun sé veitt með velferð okkar að leiðarljósi. Einnig er það víst að allt það starfsfólk sem valið hefur sér störf við velferðarþjónustu vill gera eins vel í þeim efnum og kostur er. Fólk sem velur sér starfsvettvang í umönnun er almennt drifið áfram af þörf fyrir að hlúa að vellíðan og þörfum hvers einstaklings í þeirra þjónustu. En þó er það svo að í hraða og annríki umönnunarstarfa heyrum við ítrekuð dæmi um að grunngildum persónumiðaðrar umönnunar sé ábótavant í öldrunarþjónustu íslensks samfélags. Grunnstoðir persónumiðaðrar umönnunar felast í að styðja og hlúa að grunnþörfum hvers einstaklings út frá hans gildum og aðstæðum. Slíkt kallar á traust og einlægni í samskiptum milli starfsmanns og þess sem þjónustunnar nýtur. Mikilvægt er að þjálfa og leiðbeina umönnunarstarfsfólki í hugmyndafræði og starfsaðferðum sem ýta undir persónumiðaða nálgun, allt frá upphafi náms í umönnun og í gegnum allan feril starfsævinnar. Gefa þarf starfsfólki andrými og hvatningu til að hugsa út fyrir fastmótaðan ramma þjónustunnar og mæta þeim fjölbreyttu aðstæðum sem eldra fólk í umönnunarþörf býr við. Persónumiðuð umönnunarþjónusta verður ekki viðhöfð í einangruðu framlagi hvers starfsmanns. Persónumiðaða nálgun þarf að þjálfa og hvetja til með samtakamætti og stuðningi stjórnenda. Ef kjarni hugmyndafræðinnar er vel síaður inn í hugsun fólks í öllum lögum velferðarkerfis okkar – þá gerast töfrarnir. Ef gildi persónumiðaðrar nálgunar er drifkraftur í markmiðum og stefnu stjórnvalda, rekstri stofnanna og stjórnun eininga, verkar það sem hvatning og valdefling til okkar verðmæta starfsfólks til bættari umönnunar við þjónustuþega. Föstudaginn 12. september næst komandi, verður málþing tileinkað persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu á Hótel Natura, undir yfirskriftinni Þekking til framtíðar, lífsgæði í forgrunni. Málþingið er haldið á vegum samtakanna Eden á Íslandi sem fagnar 15 ára afmæli sínu og nýrrar Miðstöðvar í öldrunarfræðum sem starfrækt er hjá Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Landspítala og ráðuneyti heilbrigðis- og félagsmála sem bæði standa að framkvæmd verkefnisins Gott að eldast. Tilgangur málþingsins er að leiða saman starfsfólk og fræðafólk úr ýmsum þáttum öldrunarþjónustu þar sem áhersla er lögð á fjölbreytta og gagnreynda umræðu um áskoranir og tækifæri í að auka persónumiðaða nálgun í velferðarkerfi okkar. Tíu fyrirlesarar með ólíkan bakgrunn deila rannsóknum, hugmyndum sínum og framtíðarsýn um aukna velferð okkar elsta fólks í samfélaginu. Tækifæri gefst einnig fyrir þátttakendur í sal að eiga samtal og leggja sín lóð á vogarskálarnar í heildrænni þróun persónumiðaðrar öldrunarþjónustu á hverjum starfsstað og í saumlausu flæði frá einu þjónustustigi til annars. Sjá dagskrá á https://edeniceland.is/vidburdir/thekking-til-framtidar/ Persónumiðuð nálgun í öldrunarþjónustu er ekki á ábyrgð einstakra starfsmanna. Hún er samvinnuverkefni okkar allra sem samfélags. Höfundur er forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nú á áratugi tileinkuðum öldrun hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni hefur umræðu um stöðu eldra fólks verið ríkulega lyft upp á heimsvísu. Sú áhersla er ekki úr lausu lofti gripin. Við erum öll meðvituð um þá þróun að fjöldi og hlutfall eldra fólks hefur aukist í heiminum og mun halda svo áfram næstu áratugina. Því ber að þakka bættu heilsufari og meðferðum við langvinnum sjúkdómum. Já, við lifum lengur og mörg hver munum við, ef vel gefst, finna fyrir hreysti og lífsgleði á gamals aldri. En með hækkandi aldri aukast þó líkur á fjölþættri sjúkdómabyrði með líkamlegum og vitrænum skerðingum. Það liggur því fyrir að sífellt stækkandi hópur okkar elsta fólks mun þurfa umönnun og stuðning við daglegt líf sitt. Umræða um stöðu og staðreyndir stækkandi hóps elsta fólksins í samfélagi okkar einkennist mikið til af áhyggjum yfir því hvernig manna skuli þjónustu við þennan hóp og hversu mörg rými þurfi að reisa til að hýsa þá þjónustu. Sú umræða þarf vissulega að fara fram en eftir stendur þó mikilvægasta samtalið. Hvernig ætlum við að byggja upp og efla þá fagmennsku og starfsgleði sem starfsfólk okkar þarf að búa yfir til að geta enn betur mætt þörfum ört stækkandi og fjölbreytts hóps einstaklinga sem verða að reiða sig á aðstoð annarra við daglega athafnir? Ef við lítum inn á við þá eigum við það líklega öll sameiginlegt að finna ástríðu fyrir því að okkur sjálfum og okkar fólki sé mætt af virðingu, að hlúð sé að gildum okkar og að umönnun sé veitt með velferð okkar að leiðarljósi. Einnig er það víst að allt það starfsfólk sem valið hefur sér störf við velferðarþjónustu vill gera eins vel í þeim efnum og kostur er. Fólk sem velur sér starfsvettvang í umönnun er almennt drifið áfram af þörf fyrir að hlúa að vellíðan og þörfum hvers einstaklings í þeirra þjónustu. En þó er það svo að í hraða og annríki umönnunarstarfa heyrum við ítrekuð dæmi um að grunngildum persónumiðaðrar umönnunar sé ábótavant í öldrunarþjónustu íslensks samfélags. Grunnstoðir persónumiðaðrar umönnunar felast í að styðja og hlúa að grunnþörfum hvers einstaklings út frá hans gildum og aðstæðum. Slíkt kallar á traust og einlægni í samskiptum milli starfsmanns og þess sem þjónustunnar nýtur. Mikilvægt er að þjálfa og leiðbeina umönnunarstarfsfólki í hugmyndafræði og starfsaðferðum sem ýta undir persónumiðaða nálgun, allt frá upphafi náms í umönnun og í gegnum allan feril starfsævinnar. Gefa þarf starfsfólki andrými og hvatningu til að hugsa út fyrir fastmótaðan ramma þjónustunnar og mæta þeim fjölbreyttu aðstæðum sem eldra fólk í umönnunarþörf býr við. Persónumiðuð umönnunarþjónusta verður ekki viðhöfð í einangruðu framlagi hvers starfsmanns. Persónumiðaða nálgun þarf að þjálfa og hvetja til með samtakamætti og stuðningi stjórnenda. Ef kjarni hugmyndafræðinnar er vel síaður inn í hugsun fólks í öllum lögum velferðarkerfis okkar – þá gerast töfrarnir. Ef gildi persónumiðaðrar nálgunar er drifkraftur í markmiðum og stefnu stjórnvalda, rekstri stofnanna og stjórnun eininga, verkar það sem hvatning og valdefling til okkar verðmæta starfsfólks til bættari umönnunar við þjónustuþega. Föstudaginn 12. september næst komandi, verður málþing tileinkað persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu á Hótel Natura, undir yfirskriftinni Þekking til framtíðar, lífsgæði í forgrunni. Málþingið er haldið á vegum samtakanna Eden á Íslandi sem fagnar 15 ára afmæli sínu og nýrrar Miðstöðvar í öldrunarfræðum sem starfrækt er hjá Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Landspítala og ráðuneyti heilbrigðis- og félagsmála sem bæði standa að framkvæmd verkefnisins Gott að eldast. Tilgangur málþingsins er að leiða saman starfsfólk og fræðafólk úr ýmsum þáttum öldrunarþjónustu þar sem áhersla er lögð á fjölbreytta og gagnreynda umræðu um áskoranir og tækifæri í að auka persónumiðaða nálgun í velferðarkerfi okkar. Tíu fyrirlesarar með ólíkan bakgrunn deila rannsóknum, hugmyndum sínum og framtíðarsýn um aukna velferð okkar elsta fólks í samfélaginu. Tækifæri gefst einnig fyrir þátttakendur í sal að eiga samtal og leggja sín lóð á vogarskálarnar í heildrænni þróun persónumiðaðrar öldrunarþjónustu á hverjum starfsstað og í saumlausu flæði frá einu þjónustustigi til annars. Sjá dagskrá á https://edeniceland.is/vidburdir/thekking-til-framtidar/ Persónumiðuð nálgun í öldrunarþjónustu er ekki á ábyrgð einstakra starfsmanna. Hún er samvinnuverkefni okkar allra sem samfélags. Höfundur er forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun