Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 8. september 2025 09:01 Undanfarinn áratug, þó fyrst og fremst árin 2019 til 2025, hafa bein útgjöld ríkissjóðs vegna ýmissa efnahagsáfalla og náttúruhamfara verið rúmlega 337 milljarðar króna. Þetta setur allt tal núverandi stjórnarliða um óráðsíu og hallarekstur í nýtt samhengi, því óbeinu áhrifin eru hér ekki reiknuð. Fyrir þessa 337 milljarða hefði verið hægt að byggja 15 til 20 ný Hvalfjarðargöng víðs vegar um land. Það er ekki sjálfsagt fyrir ríki að geta tekist á við svona kostnaðarsöm óvænt áföll og undirstrikar hversu mikilvæg áhersla Sjálfstæðisflokksins á niðurgreiðslu skulda var árin áður. Í umræðu um fjármál ríkisins hef ég ítrekað bent á mikinn kostnað vegna téðra atburða. Það kemur engum á óvart að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst dýrastur, þar sem bein útgjöld nema rúmlega 194 milljörðum. Hægt er að lesa nánar um útgjöldin í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni frá því í vor. Bein útgjöld eru bara önnur hlið peningsins Það er mikilvægt að skilja að þær tölur sem hér eru kynntar ná aðeins yfir bein útgjöld ríkissjóðs. Bein útgjöld eru fjárveitingar sem ríkið greiðir beint, eins og neyðaraðgerðir, stuðning við einstaklinga og fyrirtæki, eða fjármögnun stofnana sem sinna viðbrögðum. Hins vegar er raunverulegur kostnaður og áhrif áfalla miklu meiri. Tölurnar taka ekki til óbeinna áhrifa á ríkisfjármál og samfélagið allt, svo sem tekjumissis, samdráttar í efnahagsstarfsemi eða kostnaðar sem fellur á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Þegar efnahagslífið dregst saman þá minnka skatttekjur ríkisins, til dæmis vegna þess að fólk kaupir minna og fyrirtæki selja minna. Þessi tekjumissir er ekki hluti af þeim tölum sem hér er rætt um heldur bætist hann ofan á en er alveg jafn raunverulegur og dýr fyrir samfélagið og bein útgjöld. Óbeinu áhrifin, sem nánast ógerlegt er að reikna, eru sennilega ekki minni heldur líklega mun umfangsmeiri og nema hundruðum milljarða. Hröð og markviss viðbrögð Á þessu tímabili stóðu stjórnvöld frammi fyrir ýmsum áskorunum sem kröfðust hraðra og markvissra viðbragða. Þau miklu útgjöld sem ráðist var í sem viðbrögð við heimsfaraldri voru nauðsynleg til að tryggja afkomu einstaklinga og fyrirtækja auk þess að vernda heilsu almennings eftir bestu upplýsingum sem í boði voru á þeim tíma. Næststærsta áfallið hafa verið jarðhræringar í Grindavík frá 2023, sem hafa leitt til rúmlega 82 milljarða útgjalda ríkissjóðs, þar sem uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík vega þyngst. Aðrir stórir kostnaðarliðir voru viðbrögð og varnir gegn náttúruhamförum eins og fárviðrum, snjóflóðum og skriðuföllum og innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 sem birtist í viðbótarframlögum til utanríkismála, mannúðaraðstoðar og innlendra aðgerða. Að ógleymdu gjaldþroti flugfélagsins WOW air árið 2019 sem hafði í för með sér aukinn kostnað vegna greiðslu atvinnuleysisbóta og framlaga til Ábyrgðarsjóðs launa. Á þeim tíma lögðu stjórnvöld fram nýja fjármálaáætlun sem samþykkt var til að bregðast við áætluðum áhrifum á efnahagslífið. Búumst við hinu óvænta Svar ráðherra sýnir að það er erfitt að skilgreina nákvæmlega og meta heildarkostnað áfalla. Reynslan sýnir að ríkið þarf að vera undirbúið fyrir óvæntar aðstæður sem geta raskað skatttekjum og aukið útgjöld hratt. Því er mikilvægt að ríkisfjármál séu alltaf sveigjanleg og hafi nægilegan styrk til að mæta slíkum áskorunum og að búið sé vel í haginn fyrir mögru árin sem koma þegar við eigum síst von á. Við munum áfram leggja áherslu á það, nú næst í komandi umræðu um fyrstu fjárlög nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarinn áratug, þó fyrst og fremst árin 2019 til 2025, hafa bein útgjöld ríkissjóðs vegna ýmissa efnahagsáfalla og náttúruhamfara verið rúmlega 337 milljarðar króna. Þetta setur allt tal núverandi stjórnarliða um óráðsíu og hallarekstur í nýtt samhengi, því óbeinu áhrifin eru hér ekki reiknuð. Fyrir þessa 337 milljarða hefði verið hægt að byggja 15 til 20 ný Hvalfjarðargöng víðs vegar um land. Það er ekki sjálfsagt fyrir ríki að geta tekist á við svona kostnaðarsöm óvænt áföll og undirstrikar hversu mikilvæg áhersla Sjálfstæðisflokksins á niðurgreiðslu skulda var árin áður. Í umræðu um fjármál ríkisins hef ég ítrekað bent á mikinn kostnað vegna téðra atburða. Það kemur engum á óvart að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst dýrastur, þar sem bein útgjöld nema rúmlega 194 milljörðum. Hægt er að lesa nánar um útgjöldin í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni frá því í vor. Bein útgjöld eru bara önnur hlið peningsins Það er mikilvægt að skilja að þær tölur sem hér eru kynntar ná aðeins yfir bein útgjöld ríkissjóðs. Bein útgjöld eru fjárveitingar sem ríkið greiðir beint, eins og neyðaraðgerðir, stuðning við einstaklinga og fyrirtæki, eða fjármögnun stofnana sem sinna viðbrögðum. Hins vegar er raunverulegur kostnaður og áhrif áfalla miklu meiri. Tölurnar taka ekki til óbeinna áhrifa á ríkisfjármál og samfélagið allt, svo sem tekjumissis, samdráttar í efnahagsstarfsemi eða kostnaðar sem fellur á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Þegar efnahagslífið dregst saman þá minnka skatttekjur ríkisins, til dæmis vegna þess að fólk kaupir minna og fyrirtæki selja minna. Þessi tekjumissir er ekki hluti af þeim tölum sem hér er rætt um heldur bætist hann ofan á en er alveg jafn raunverulegur og dýr fyrir samfélagið og bein útgjöld. Óbeinu áhrifin, sem nánast ógerlegt er að reikna, eru sennilega ekki minni heldur líklega mun umfangsmeiri og nema hundruðum milljarða. Hröð og markviss viðbrögð Á þessu tímabili stóðu stjórnvöld frammi fyrir ýmsum áskorunum sem kröfðust hraðra og markvissra viðbragða. Þau miklu útgjöld sem ráðist var í sem viðbrögð við heimsfaraldri voru nauðsynleg til að tryggja afkomu einstaklinga og fyrirtækja auk þess að vernda heilsu almennings eftir bestu upplýsingum sem í boði voru á þeim tíma. Næststærsta áfallið hafa verið jarðhræringar í Grindavík frá 2023, sem hafa leitt til rúmlega 82 milljarða útgjalda ríkissjóðs, þar sem uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík vega þyngst. Aðrir stórir kostnaðarliðir voru viðbrögð og varnir gegn náttúruhamförum eins og fárviðrum, snjóflóðum og skriðuföllum og innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 sem birtist í viðbótarframlögum til utanríkismála, mannúðaraðstoðar og innlendra aðgerða. Að ógleymdu gjaldþroti flugfélagsins WOW air árið 2019 sem hafði í för með sér aukinn kostnað vegna greiðslu atvinnuleysisbóta og framlaga til Ábyrgðarsjóðs launa. Á þeim tíma lögðu stjórnvöld fram nýja fjármálaáætlun sem samþykkt var til að bregðast við áætluðum áhrifum á efnahagslífið. Búumst við hinu óvænta Svar ráðherra sýnir að það er erfitt að skilgreina nákvæmlega og meta heildarkostnað áfalla. Reynslan sýnir að ríkið þarf að vera undirbúið fyrir óvæntar aðstæður sem geta raskað skatttekjum og aukið útgjöld hratt. Því er mikilvægt að ríkisfjármál séu alltaf sveigjanleg og hafi nægilegan styrk til að mæta slíkum áskorunum og að búið sé vel í haginn fyrir mögru árin sem koma þegar við eigum síst von á. Við munum áfram leggja áherslu á það, nú næst í komandi umræðu um fyrstu fjárlög nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar