Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. september 2025 11:16 Sigurjón segir að þeir sem eru andvígir veiðum á lunda ættu að koma hreint fram í stað þess að skálda upp einhverja náttúruvá. Vísir/Vilhelm Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og þingmaður Flokks fólksins, segir að sveiflur í villtum dýrastofnum séu ofureðlilegar og það sé mikil rörsýn að ætla kenna afar takmörkuðum veiðum um ris og hnig lundastofnsins. Það sé langsótt að segja að lundastofninn sé í hættu, og þeir sem beiti sér fyrir því að minnka veiðar geri það á grundvelli svokallaðrar Walt Disneylíffræði. Í vikunni birtist svar frá umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um lundaveiði, þar sem spurt var meðal annars hversu stór lundastofninn væri og hvernig hann hefði sveiflast undanfarin 30 ár. Í svarinu segir að varpstofninn hafi verið metinn 5.970.000 fuglar árið 1992, en 3.258.000 2022. Nýliðun hafi dregist saman frá 1995, en aukist síðasta áratuginn. Veiði dregist saman Þar segir einnig að uppgefin veiði á lunda hafi dregist saman og sé nú um 20-35 þúsund fuglar á hverju ári. Veiðiálagið sé ekki mikið miðað við heildarstofnstærð lunda, en eðlilegra væri að meta veiðiálagið á þann hluta stofnsins sem helst veiðist í háf, 2-4 ára ungfugl. Stofninn þoli líklega ekki meira en 4-5 prósent veiðiálag á 2-4 ára ungfugli við bestu aðstæður samkvæmt greiningu erlendra sérfræðinga. Samkvæmt greiningunni er veiðiálagið á þessa fugla undir tíu prósentum í dag, en ekki kom fram hversu mikið undir. Lundinn sé langlífur, með hæga viðkomu og með afar hægan stofnvöxt jafnvel við bestu skilyrði. Órökstuddar fullyrðingar um ofveiði Sigurjón Þórðarson segir að hann hafi beint fyrirspurn sinni að ráðherra í ljósi áforma sem uppi eru um að draga enn frekar úr veiðum. Svörin sem hann hafi fengið hafi gefið til kynna að dregið hafi verulega úr veiðum undanfarin ár. „Ekki er veitt nema um 20 til 35 þús lundar árlega úr stofni sem telur margar milljónir fugla. Til samanburðar þá voru veiddir 100.000 til 200.000 svartfuglar í Skagafirði einum árlega um miðja síðustu öld.“ Hann hafi kynnt sér skýrslu sem lögð var til grundvallar málsins, þar sem fram hafi komið órökstuddar fullyrðingar um að mild ofveiði hafi staðið yfir á lunda um aldir. „Í samantektinni er veiðum ekki einum kennt um samdrátt á lundastofninum heldur einnig fæðuskorti á ungatíma. Í sjálfu sér er það undarlegt að ætla að dýrastofn geti stækkað sem glímir við fæðuskort.“ „Þegar farið er yfir málið þá blasir við að þeir sem beita sér fyrir að þrengt sé að veiðum gera það miklu frekar á grundvelli neikvæðrar afstöðu til veiða eða Walt Disneylíffræði þar sem dýr eru persónugerð. Það er afar langsótt að lundastofninn sé í raunverulegri hættu og að veiðarnar hafi umtalsverð áhrif á stofninn.“ „Það er miklu heiðarlegra að þeir sem eru andvígir veiðum á lunda komi hreint fram í stað þess að skálda upp einhverja náttúruvá.“ Flokkur fólksins Fuglar Dýr Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Í vikunni birtist svar frá umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um lundaveiði, þar sem spurt var meðal annars hversu stór lundastofninn væri og hvernig hann hefði sveiflast undanfarin 30 ár. Í svarinu segir að varpstofninn hafi verið metinn 5.970.000 fuglar árið 1992, en 3.258.000 2022. Nýliðun hafi dregist saman frá 1995, en aukist síðasta áratuginn. Veiði dregist saman Þar segir einnig að uppgefin veiði á lunda hafi dregist saman og sé nú um 20-35 þúsund fuglar á hverju ári. Veiðiálagið sé ekki mikið miðað við heildarstofnstærð lunda, en eðlilegra væri að meta veiðiálagið á þann hluta stofnsins sem helst veiðist í háf, 2-4 ára ungfugl. Stofninn þoli líklega ekki meira en 4-5 prósent veiðiálag á 2-4 ára ungfugli við bestu aðstæður samkvæmt greiningu erlendra sérfræðinga. Samkvæmt greiningunni er veiðiálagið á þessa fugla undir tíu prósentum í dag, en ekki kom fram hversu mikið undir. Lundinn sé langlífur, með hæga viðkomu og með afar hægan stofnvöxt jafnvel við bestu skilyrði. Órökstuddar fullyrðingar um ofveiði Sigurjón Þórðarson segir að hann hafi beint fyrirspurn sinni að ráðherra í ljósi áforma sem uppi eru um að draga enn frekar úr veiðum. Svörin sem hann hafi fengið hafi gefið til kynna að dregið hafi verulega úr veiðum undanfarin ár. „Ekki er veitt nema um 20 til 35 þús lundar árlega úr stofni sem telur margar milljónir fugla. Til samanburðar þá voru veiddir 100.000 til 200.000 svartfuglar í Skagafirði einum árlega um miðja síðustu öld.“ Hann hafi kynnt sér skýrslu sem lögð var til grundvallar málsins, þar sem fram hafi komið órökstuddar fullyrðingar um að mild ofveiði hafi staðið yfir á lunda um aldir. „Í samantektinni er veiðum ekki einum kennt um samdrátt á lundastofninum heldur einnig fæðuskorti á ungatíma. Í sjálfu sér er það undarlegt að ætla að dýrastofn geti stækkað sem glímir við fæðuskort.“ „Þegar farið er yfir málið þá blasir við að þeir sem beita sér fyrir að þrengt sé að veiðum gera það miklu frekar á grundvelli neikvæðrar afstöðu til veiða eða Walt Disneylíffræði þar sem dýr eru persónugerð. Það er afar langsótt að lundastofninn sé í raunverulegri hættu og að veiðarnar hafi umtalsverð áhrif á stofninn.“ „Það er miklu heiðarlegra að þeir sem eru andvígir veiðum á lunda komi hreint fram í stað þess að skálda upp einhverja náttúruvá.“
Flokkur fólksins Fuglar Dýr Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira