Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Þröstur Sverrisson skrifa 5. september 2025 21:02 Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í desember sl. fór lögmaður hreppsins fram á það við Þjóðskrá Íslands að fella niður lögheimili einstaklinga sem búa í frístundahúsum, þrátt fyrir að viðkomandi séu raunverulega búsettir í hreppnum. Ástæðan? Fasteignirnar eru ekki formlega skráðar sem íbúðarhúsnæði. Við þessir íbúar sem skráð erum ótilgreind teljum yfir 20% af íbúafjölda hreppsins.Þetta er grafalvarlegt. Ekki bara vegna þess að það brýtur gegn lögum – sem Þjóðskrá benti réttilega á – heldur vegna þess að það sýnir afstöðu til íbúa sem er bæði kaldlynd og ógn við grundvallarréttindi. Þjóðskrá hafnar beiðninni – réttilega Þjóðskrá Íslands hafnaði kröfunni. Í svari stofnunarinnar segir skýrt að skráning sem „ótilgreint lögheimili“ sé lögleg og nauðsynleg leið þegar fólk býr í húsnæði sem ekki má formlega skrá sem íbúðarhúsnæði – eins og frístundahús.Slík skráning verndar rétt fólks til þjónustu, heilbrigðiskerfis, grunnskóla, atvinnu og félagslegra úrræða. Lögheimili er ekki bara skrá í tölvu – það er mikilvægur hluti af fyrrgreindum grundvallarréttindindum fólks.En af hverju er sveitastjórn Grímsness- og Grafningshrepps að reyna þetta yfirhöfuð?Af hverju ætti sveitarstjórn að reyna að fá fólk skráð burt úr sveitarfélaginu – fólk sem býr þar, eru þar útsvarsgreiðendur, verslar þar, mögulega vinnur þar og er hluti af samfélaginu? Ein möguleg ástæða: Að forðast ábyrgð. Ef fólk er ekki skráð, þarf ekki að veita því þjónustu, félagslega aðstoð, eða taka tillit til þess í skipulagi og stefnumótun. En svona nálgun gengur gegn öllu sem lýðræðisleg og manneskjuleg stjórnsýsla á að standa fyrir.Við hjá Búsetufrelsi - samtökum fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum GOGG krefjumst betri stjórnarháttaÞað er ekkert glæpsamlegt við að búa í frístundahúsi! Húsnæðisskortur, lífsaðstæður og val fólks hefur leitt til þess að fleiri kjósa að búa á „óhefðbundinn“ hátt. Það er hlutverk samfélagsins að finna leiðir til að styðja það fólk – ekki strípa það af réttindum.Þetta snýst ekki bara um lögheimili. Þetta snýst um siðferði.Þjóðskrá stóð vörð um rétt fólks til að vera skráð þar sem það býr í raun. Nú þarf sveitarfélagið að gera slíkt hið sama – ekki með útilokun og brottskráningu, heldur með virðingu, ábyrgð og lausnamiðaðri nálgun. Við erum tilbúin að koma að þeirri vinnu með sveitarstjórn og öðrum stjórnvöldum.Við eigum öll rétt á að tilheyra. Sama hvernig húsi við búum í!Höfundar skipa stjórn Búsetufrelsis og eiga heimili í Grímsnes- og Grafningshreppi og búa þar með ótilgreint heimilisfang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í desember sl. fór lögmaður hreppsins fram á það við Þjóðskrá Íslands að fella niður lögheimili einstaklinga sem búa í frístundahúsum, þrátt fyrir að viðkomandi séu raunverulega búsettir í hreppnum. Ástæðan? Fasteignirnar eru ekki formlega skráðar sem íbúðarhúsnæði. Við þessir íbúar sem skráð erum ótilgreind teljum yfir 20% af íbúafjölda hreppsins.Þetta er grafalvarlegt. Ekki bara vegna þess að það brýtur gegn lögum – sem Þjóðskrá benti réttilega á – heldur vegna þess að það sýnir afstöðu til íbúa sem er bæði kaldlynd og ógn við grundvallarréttindi. Þjóðskrá hafnar beiðninni – réttilega Þjóðskrá Íslands hafnaði kröfunni. Í svari stofnunarinnar segir skýrt að skráning sem „ótilgreint lögheimili“ sé lögleg og nauðsynleg leið þegar fólk býr í húsnæði sem ekki má formlega skrá sem íbúðarhúsnæði – eins og frístundahús.Slík skráning verndar rétt fólks til þjónustu, heilbrigðiskerfis, grunnskóla, atvinnu og félagslegra úrræða. Lögheimili er ekki bara skrá í tölvu – það er mikilvægur hluti af fyrrgreindum grundvallarréttindindum fólks.En af hverju er sveitastjórn Grímsness- og Grafningshrepps að reyna þetta yfirhöfuð?Af hverju ætti sveitarstjórn að reyna að fá fólk skráð burt úr sveitarfélaginu – fólk sem býr þar, eru þar útsvarsgreiðendur, verslar þar, mögulega vinnur þar og er hluti af samfélaginu? Ein möguleg ástæða: Að forðast ábyrgð. Ef fólk er ekki skráð, þarf ekki að veita því þjónustu, félagslega aðstoð, eða taka tillit til þess í skipulagi og stefnumótun. En svona nálgun gengur gegn öllu sem lýðræðisleg og manneskjuleg stjórnsýsla á að standa fyrir.Við hjá Búsetufrelsi - samtökum fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum GOGG krefjumst betri stjórnarháttaÞað er ekkert glæpsamlegt við að búa í frístundahúsi! Húsnæðisskortur, lífsaðstæður og val fólks hefur leitt til þess að fleiri kjósa að búa á „óhefðbundinn“ hátt. Það er hlutverk samfélagsins að finna leiðir til að styðja það fólk – ekki strípa það af réttindum.Þetta snýst ekki bara um lögheimili. Þetta snýst um siðferði.Þjóðskrá stóð vörð um rétt fólks til að vera skráð þar sem það býr í raun. Nú þarf sveitarfélagið að gera slíkt hið sama – ekki með útilokun og brottskráningu, heldur með virðingu, ábyrgð og lausnamiðaðri nálgun. Við erum tilbúin að koma að þeirri vinnu með sveitarstjórn og öðrum stjórnvöldum.Við eigum öll rétt á að tilheyra. Sama hvernig húsi við búum í!Höfundar skipa stjórn Búsetufrelsis og eiga heimili í Grímsnes- og Grafningshreppi og búa þar með ótilgreint heimilisfang.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar