Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Eiður Þór Árnason skrifar 5. september 2025 19:09 Fyrirtækin gangast við lögbrotum sem hluti af sáttinni við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Vísir/Vilhelm Íslensk verðbréf, ACRO verðbréf og Fossar fjárfestingabanki gerðust brotleg við lög í tengslum við söluferlið á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022 og hafa fallist á að greiða sektir vegna þessa. Greiða Íslensk verðbréf 30 milljónir króna, ACRO verðbréf 22 milljónir og Fossar fjárfestingabanki 9,5 milljónir í sekt til ríkissjóðs en umrædd sala fór fram í lokuðu útboði í mars 2022. Íslandsbanki hefur áður greitt 1.160 milljónir króna í sekt vegna alvarlegra brota í söluferlinu. Íslensk verðbréf og ACRO verðbréf voru söluaðilar í útboðinu og störfuðu Fossar markaðir sem söluráðgjafar. Hafa félögin öll gert sátt við Seðlabanka Íslands sem felur í sér greiðslu sekta og að gengist sé við því að fyrirtækin hafi gerst brotleg við lög og fallist á að framkvæma úrbætur. Brot á mikilvægum lagaákvæðum Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi Íslenskra verðbréfa hafi falið í sér brot gegn mikilvægum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki. Brot félagsins varði hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina, meginreglur um viðskiptahætti, stjórnarhætti og starfsleyfisskylda starfsemi án starfsleyfis. Brot ACRO verðbréfa á lögum um markaði fyrir fjármálagerninga eru sömuleiðis sögð varða hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Að lokum varða brot Fossa skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Háttsemin er sögð fela í sér brot gegn sömu löggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga. Íslandsbanki sekur um alvarleg brot Í sátt Íslandsbanka við Fjármálaeftirlit Seðlabankans frá árinu 2023 gekkst bankinn við því að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning og framkvæmd útboðsins á umræddum 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka. Eigi það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum, ekki síst aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var einn umsjónaraðili söluútboðsins. Taldi Fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hafi ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. Landsbankinn einnig brotlegur Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2023 að Landsbankinn, sem var meðal söluráðgjafa í útboðinu, hafi brotið gegn lögum um markaði fyrir fjármálagerninga í tengslum við söluferlið á umræddum 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022. Þrátt fyrir þetta var bankinn ekki sektaður og var þar meðal annars horft til eðlis og umfangs brotanna. Varðaði brotið ákvæði laganna um flokkun viðskiptavina. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Greiða Íslensk verðbréf 30 milljónir króna, ACRO verðbréf 22 milljónir og Fossar fjárfestingabanki 9,5 milljónir í sekt til ríkissjóðs en umrædd sala fór fram í lokuðu útboði í mars 2022. Íslandsbanki hefur áður greitt 1.160 milljónir króna í sekt vegna alvarlegra brota í söluferlinu. Íslensk verðbréf og ACRO verðbréf voru söluaðilar í útboðinu og störfuðu Fossar markaðir sem söluráðgjafar. Hafa félögin öll gert sátt við Seðlabanka Íslands sem felur í sér greiðslu sekta og að gengist sé við því að fyrirtækin hafi gerst brotleg við lög og fallist á að framkvæma úrbætur. Brot á mikilvægum lagaákvæðum Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi Íslenskra verðbréfa hafi falið í sér brot gegn mikilvægum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki. Brot félagsins varði hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina, meginreglur um viðskiptahætti, stjórnarhætti og starfsleyfisskylda starfsemi án starfsleyfis. Brot ACRO verðbréfa á lögum um markaði fyrir fjármálagerninga eru sömuleiðis sögð varða hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Að lokum varða brot Fossa skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Háttsemin er sögð fela í sér brot gegn sömu löggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga. Íslandsbanki sekur um alvarleg brot Í sátt Íslandsbanka við Fjármálaeftirlit Seðlabankans frá árinu 2023 gekkst bankinn við því að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning og framkvæmd útboðsins á umræddum 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka. Eigi það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum, ekki síst aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var einn umsjónaraðili söluútboðsins. Taldi Fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hafi ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. Landsbankinn einnig brotlegur Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2023 að Landsbankinn, sem var meðal söluráðgjafa í útboðinu, hafi brotið gegn lögum um markaði fyrir fjármálagerninga í tengslum við söluferlið á umræddum 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022. Þrátt fyrir þetta var bankinn ekki sektaður og var þar meðal annars horft til eðlis og umfangs brotanna. Varðaði brotið ákvæði laganna um flokkun viðskiptavina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25